Tvöfalda flutningsgetu um Þorlákshöfn

Nýtt skip Smyril Line, Akranes, kemur í fyrsta sinn til …
Nýtt skip Smyril Line, Akranes, kemur í fyrsta sinn til hafnar í Þorlákshöfn í næsta mánuði og frá þeim tíma munu tvö skip sigla þaðan til Danmerkur. Framkvæmdastjórinn segir fyrirtækið bjóða íslenskum markaði einstaka lausn í hröðum siglingum. Ljósmynd/Smyril Line

Smyril Line, sem á og rekur vöruflutningaferjuna Mykines og farþega- og vöruflutningaferjuna Norrænu, hefur fest kaup á nýrri vöruflutningaferju sem mun hefja áætlunarsiglingar um miðjan janúar 2020 milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Færeyjum. Ferjan, sem fær nafnið Akranes, er 10.000 tonn og getur tekið 100 vöruflutningavagna í hverri ferð.

Mykines hefur siglt til Þorlákshafnar í um tvö og hálft ár og með flutningsleiðinni hefur fyrirtækið stytt flutningstímann til og frá Rotterdam töluvert, að sögn Lindu B. Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Smyril Lina á Íslandi. Þá sé Þorlákshöfn mjög hentug staðsetning fyrir flutninga til og frá Evrópu þar sem sparast um átta tímar með því að þurfa að sigla ekki fyrir Reykjanesið hvora leið. „Þetta munar miklu þegar hlutirnir þurfa að ganga hratt. Þetta er tilvalin lausn fyrir flutninga á ferskum fiski. Við erum að fara á miðnætti á föstudögum og dreifum um alla Evrópu á þriðjudagsmorgni.“

Auðveldari lestun og losun

Linda segir það hafa verið algjöra nýjung að hefja siglingar frá landinu mjög seint í vikunni. „Þetta er eitthvað sem útflytjendur á fiskiafurðum voru að kalla eftir og til baka er mikill flutningur, í gegnum Holland kemur mikið af innflutningi til Íslands og þetta hefur gengið mjög vel. Við fundum þörf fyrir það að búa til fljóta lausn til og frá Skandinavíu.“

Smyril Line er eina skipafélagið sem býður upp á ferjuskipaflutninga á Norður-Atlantshafi, eða svokallaða RO/RO (e. Roll On-Roll Off) vöruflutninga, þar sem varan er flutt í tengivögnum sem keyrðir eru um borð í skipin, útskýrir framkvæmda- stjórinn. Hún segir aðferðina tryggja bæði vandaða og örugga vörumeðhöndlun, hvort sem um er að ræða frysti- eða kælitengivagna eða flutning á öðrum varningi.

Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyrill Line á Íslandi.
Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyrill Line á Íslandi. mbl/Arnþór Birkisson

Með nýrri siglingaleið Akranes frá Hirsthals til Þorlákshafnar styttist flutningstími frá Skandinaviu til Íslands. „Það sem okkur finnst spennandi – og við höfum heyrt frá markaðnum líka – er áhugi innflutnings- aðila á stuttum flutningstíma því með þvi minnkar lagerhald og fjárbinding. Þannig verður hægt að skila vöru til klukkan þrjú á föstudegi og hún er komin á áfangastað síðdegis á mánudegi. Í skipaflutningi þykir þetta mjög hratt. Í útflutningi erum við líka að bjóða nýja lausn. Þú getur sent út á mánudagskvöldi og afurðin er komin í dreyfingu aðfararnótt föstudags um alla Evrópu. Þetta er alveg nýtt á Íslandi og gerir það mögulegt að koma beint inn á veitingahúsamarkaði eða í vinnslu,“ segir Linda.

Hún útskýrir að fyrirtækinu sé kleift að sinna flutningum með þessum hraða vegna þriggja samverkandi þátta. Það taki styttri tíma að sigla til Þorlákshafnar, styttri tíma að losa og lesta auk þess sem skipin séu mjög hraðskreið, en þau sigla á tuttugu mílna hraða.

Stærri markaður á Suð-Vesturlandi

Sem fyrr segir kemur Akranes í fyrsta skipti til hafnar hér á landi í janúar og með því er flutningsgeta félagsins um Þorlákshöfn tvöfölduð. Spurð hvort horft sé fram á áframhaldandi vöxt hjá Smyril Line, segir Linda svo vera. „Já við gerum það. Við teljum að þessi lausn muni henta mjög vel og hefur hún hentað Færeyjingum síðan 1982. Í rauninni hefur Norræna verið að sigla til Íslands frá 82 en var fyrstu árin einungis að sigla á sumrin þannig að aðeins var hægt að flytja á sumrin, en síðan 2011 hefur verið Norræna siglt allt árið til og frá Íslandi.

Inn- og útflytjendur hafa alltaf þekkt þessa leið [um Seyðisfjörð] en stærsti innflutnigs markaðurinn er á Suð-Vesturlandinu, þannig að við höfum verið koma okkur fyrir þar líka. Við sjáum fyrir okkur tækifæri á Íslandi, við hlustum bara á markaðinn, sjáum hvað honum vantar og reynum að koma til móts við það,“ segir hún.

Mikilvægt að fjárfesta í höfninni

Framkvæmdastjórinn segir mikil- vægt fyrir fyrirtækið að samgöngur til og frá Þorlákshöfn á landi séu góðar enda fara flutningar þess til og frá höfuðborgarsvæðinu um Þrengslin. Hún bendir hins vegar á að með staðsetningunni sé einnig verið að sinna talsverðum flutningum á Suðurlandi.

„Það skiptir líka miklu máli að það verði áframhaldandi þróun á höfninni í Þorlákshöfn. Það þarf að laga höfnina, það þarf að stækka hana. Þessi skip sem við erum að koma með eru stærstu skipin sem komast í höfnina og við vonum að þarna verði fjárfest í að laga hafnarsvæðið. Þá gætum við kannski einnig notað stærri skip.“

Viðtalið við Huldu var fyrst birt 20. desember í 200 mílum, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.8.24 459,49 kr/kg
Þorskur, slægður 26.8.24 440,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.8.24 215,41 kr/kg
Ýsa, slægð 26.8.24 188,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.8.24 195,51 kr/kg
Ufsi, slægður 26.8.24 237,30 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.8.24 197,14 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.8.24 251,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.8.24 Anna ÓF 83 Handfæri
Þorskur 885 kg
Ufsi 51 kg
Samtals 936 kg
26.8.24 Margrét ÍS 202 Handfæri
Þorskur 1.250 kg
Samtals 1.250 kg
26.8.24 Bergdís HF 32 Handfæri
Þorskur 199 kg
Ufsi 92 kg
Karfi 24 kg
Samtals 315 kg
26.8.24 Kópur EA 140 Handfæri
Þorskur 823 kg
Ýsa 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 829 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.8.24 459,49 kr/kg
Þorskur, slægður 26.8.24 440,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.8.24 215,41 kr/kg
Ýsa, slægð 26.8.24 188,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.8.24 195,51 kr/kg
Ufsi, slægður 26.8.24 237,30 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.8.24 197,14 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.8.24 251,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.8.24 Anna ÓF 83 Handfæri
Þorskur 885 kg
Ufsi 51 kg
Samtals 936 kg
26.8.24 Margrét ÍS 202 Handfæri
Þorskur 1.250 kg
Samtals 1.250 kg
26.8.24 Bergdís HF 32 Handfæri
Þorskur 199 kg
Ufsi 92 kg
Karfi 24 kg
Samtals 315 kg
26.8.24 Kópur EA 140 Handfæri
Þorskur 823 kg
Ýsa 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 829 kg

Skoða allar landanir »