Að óbreyttu eru engar líkur á því að Íslendingar muni veiða loðnu á næstunni, samkvæmt fréttabréfi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Ekkert skip hefur enn haldið til loðnuleitar og stjórnvöld hafa ekki skipakostinn í verkið.
„Þau hyggjast ekki nýta sér aðra kosti í stöðunni, sem þeim þó stendur til boða; það er að semja við aðila um að annast hluta verkefnisins. Slíkt fyrirkomulag er þó vel þekkt. Að óbreyttu eru því ekki líkur á loðnuveiðum í vetur,“ segir í fréttabréfi SFS.
„Andvaraleysi stjórnvalda verður að teljast heldur nöturlegt; fyrir fyrirtæki sem fjárfest hafa í skipum, búnaði og markaðssetningu fyrir milljarða króna, fyrir sjómenn og fjölskyldur þeirra, fyrir sveitarfélög og fyrir samfélagið allt.“
Í bréfinu segir að öflugar hafrannsóknir séu forsenda þess að auðlind sjávar sé nýtt með sjálfbærum hætti en það styðji við efnahagslega velsæld.
„Á umliðnum árum hefur mikilvægi hafrannsókna aukist mjög meðal annars vegna breytinga í umhverfinu og sjónum. Auk þess gera erlendir kaupendur þá kröfu til fiskveiðiþjóða að veiðar á villtum fiski séu studdar af ítarlegum og hlutlausum rannsóknum.“
Að sögn SFS eru mælingar á grundvelli aflareglu loðnu erfiðar í framkvæmd. Þær krefjast einnig mikils skipatíma þar sem veður við Ísland sé válynt og loðnan dyntótt.
„Nú er hins vegar svo komið að stjórnvöld hafa aðeins til umráða eitt hafrannsóknaskip, Árna Friðriksson. Miðað við þær kröfur sem gildandi aflaregla gerir til loðnuleitar, þá dugir það skip, eitt og sér, ekki til þess að ná heildstæðri mælingu þannig að líkur séu á því að loðnukvóti verði gefinn út. Nauðsynlegt er að hafa fleiri skip við mælingu á loðnu, helst þrjú til fjögur.“
Stjórnvöld virðast ekki sjá mikilvægi þess að ráðast í loðnuleit, að sögn SFS.
„Því miður virðist þetta samhengi stjórnvöldum hulið, þrátt fyrir að verðmæti loðnunnar hlaupi á tugum milljarða króna á ári. Í augum stjórnvalda eru hafrannsóknir kostnaður, en ekki grunnforsenda verðmætasköpunar. Þessi misskilningur gæti reynst dýrkeyptur.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 12.11.24 | 570,75 kr/kg |
Þorskur, slægður | 12.11.24 | 583,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 12.11.24 | 361,40 kr/kg |
Ýsa, slægð | 12.11.24 | 377,14 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 12.11.24 | 304,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 12.11.24 | 317,50 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 12.11.24 | 352,61 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
12.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Ýsa | 180 kg |
Þorskur | 147 kg |
Keila | 146 kg |
Steinbítur | 16 kg |
Samtals | 489 kg |
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 802 kg |
Ýsa | 537 kg |
Skarkoli | 260 kg |
Sandkoli | 45 kg |
Samtals | 1.644 kg |
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 310 kg |
Ýsa | 170 kg |
Ufsi | 35 kg |
Karfi | 6 kg |
Samtals | 521 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 12.11.24 | 570,75 kr/kg |
Þorskur, slægður | 12.11.24 | 583,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 12.11.24 | 361,40 kr/kg |
Ýsa, slægð | 12.11.24 | 377,14 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 12.11.24 | 304,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 12.11.24 | 317,50 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 12.11.24 | 352,61 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
12.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Ýsa | 180 kg |
Þorskur | 147 kg |
Keila | 146 kg |
Steinbítur | 16 kg |
Samtals | 489 kg |
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 802 kg |
Ýsa | 537 kg |
Skarkoli | 260 kg |
Sandkoli | 45 kg |
Samtals | 1.644 kg |
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 310 kg |
Ýsa | 170 kg |
Ufsi | 35 kg |
Karfi | 6 kg |
Samtals | 521 kg |