Mótmæla afnámi fjarlægðarmarka

mbl.is/Helgi Bjarnason

Landssamband veiðifélaga mótmælir harðlega þeirri fyrirætlan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að fella brott ákvæði gildandi fiskeldisreglugerðar um bann við sjókvíaeldi á friðunarsvæði við ósa laxveiðiáa. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna.

„Ráðherra hefur haldið því fram að lögfesting áhættumats erfðablöndunar tryggi vernd laxastofna með sama hætti og reglugerðarákvæðið hefur gert allt frá því það var sett árið 1988. Það er fyrirsláttur. Það er augljóst að með þessari breytingu er ráðherra að tryggja að ekkert fái stöðvað áform um laxeldi á gildandi friðunarsvæði Langadalsár og Hvannadalsár í Ísafjarðardjúpi. Þá opnar þessi breyting á eldi í næsta nágrenni við árnar i Eyjafirði, svo sem Fnjóská þar sem þessi fjarlægðarmörk skipta miklu máli.

Hafa verður í huga að áhættumat erfðablöndunar tekur að lögum einvörðungu til mögulegrar erfðamengunar af völdum laxeldis. Aðrir áhættuþættir svo sem sjúkdómahætta og laxalús eru ekki þættir sem meta á í áhættumati erfðablöndunar samkvæmt lögum um fiskeldi. Vert er að benda á að samkomulag um fyrirkomulag áhættumatsins var svikið með því að lögfesta að taka ætti tillit til mótvægisaðgerða fiskeldisfyrirtækjanna en ekki áhrifa af lús og sjúkdómum. Varðandi þessa þætti skiptir fjarlægðarverndin öllu máli.

Landssambandið undrast því ummæli sviðsstjóra fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun um að áhættumatið taki á þessum þáttum. Landssambandið telur nauðsynlegt að núverandi regla um bann við sjókvíaeldi á friðunarsvæðum í námunda við laxveiðiár verði áfram í nýrri reglugerð um fiskeldi.

Það er augljóst að með þessari breytingu er ráðherra að veikja varnir þeirra laxastofna sem  friðunarákvæðin taka nú til í reglugerð og eru yfirlýsingar hans um að ekki sé verið að gefa afslátt af kröfunni um vörn fyrir villta laxastofna á Íslandi því fráleitar,“ segir í yfirlýsingu frá Landssambandi veiðifélaga um fjarlægðarmörk sjókvíaeldis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 498,55 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 264,24 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Venus NS 150 Flotvarpa
Kolmunni 1.703.780 kg
Samtals 1.703.780 kg
31.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.065 kg
Ýsa 476 kg
Keila 242 kg
Karfi 102 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.979 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 498,55 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 264,24 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Venus NS 150 Flotvarpa
Kolmunni 1.703.780 kg
Samtals 1.703.780 kg
31.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.065 kg
Ýsa 476 kg
Keila 242 kg
Karfi 102 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.979 kg

Skoða allar landanir »