„Þetta er altjón“

Svona var umhorfs á höfninni á Flateyri í nótt. Fiskiskipið …
Svona var umhorfs á höfninni á Flateyri í nótt. Fiskiskipið Blossi er einn sex báta sem gjöreyðilagðist þegar snjóflóð féll í höfnina. Ljósmynd/Steinunn G. Einarsdóttir

„Þetta er altjón, ég er al­veg viss um það,“ seg­ir Ein­ar Guðbjarts­son, eig­andi út­gerðar­inn­ar Hlunna sem ger­ir út fiski­skipið Blossa sem sökk í höfn­inni á Flat­eyri í gær­kvöldi þegar snjóflóð féll í höfn­ina í bæn­um. 

Hlunni er lítið fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki og ljóst er að tjónið er gríðarlegt en Blossi er eini bát­ur­inn sem Ein­ar rek­ur ásamt eig­in­konu sinni, syni og tengda­dótt­ur. Bát­ur­inn er 12 tonna plast­bát­ur og var smíðaður árið 2014 og er gerður út á árs­grund­velli á hand­færi og línu. „Við erum sjö starfs­menn með mér, ef ég geri eitt­hvað,“ seg­ir Ein­ar og hlær. 

Líkt og Stein­unn Guðný, dótt­ir Ein­ars, sagði í sam­tali við blaðamann mbl.is í nótt fór bruna­kerfið í bátn­um í gang skömmu eft­ir að fyrra flóðið féll um klukk­an ell­efu. 

„Ég fékk SMS og hringdi í tengda­son­inn sem fór niður eft­ir, hann hafði heyrt ein­hvern hávaða, svo fór ég á eft­ir. Það var allt í rúst, það var allt farið,“ seg­ir Ein­ar. 

Blossi er 12 tonna plastbátur, var smíðaður árið 2014 og …
Blossi er 12 tonna plast­bát­ur, var smíðaður árið 2014 og er gerður út á árs­grund­velli á hand­færi og línu. Ljós­mynd/​Kristján Fr. Ein­ars­son

Ekki hægt að kanna aðstæður vegna veðurs

Ein­ar seg­ir að at­b­urðarás­in hafi verið mjög hröð í gær­kvöldi og hann hafi ekki áttað sig á því í fyrstu að snjóflóð hefði valdið tjón­inu í höfn­inni. „Ég heyrði hávaðann og drun­urn­ar en fattaði síðar að snjóflóðið hefði hafnað í höfn­inni, en varn­argarðarn­ir stefna beint á höfn­ina.“ 

Ekki hef­ur gef­ist færi á að kanna aðstæður al­menni­lega í höfn­inni það sem af er degi, veður er enn slæmt og er app­el­sínu­gul viðvör­un í gildi á Vest­fjörðum til klukk­an 19 í kvöld. Ein­ar hef­ur þó gert sér ferð niður að höfn. „Hann er al­veg á kafi og stefnið upp úr, ég veit ekki hvernig hann lít­ur út að neðan. Sjór er í vél­ar­rým­inu og öllu raf­magns­kerf­inu og tækj­un­um. Þetta er mikið áfall.“

Ein­ar hef­ur skilj­an­lega lítið sofið eft­ir at­b­urði næt­ur­inn­ar. „Ég fékk sjokk í morg­un. Ég sofnaði um hálf­fimm og vaknaði við SMS klukk­an 8,“ seg­ir hann, en hann er stadd­ur í fjölda­hjálp­ar­stöð Rauða kross­ins í grunn­skól­an­um á Flat­eyri sem ný­lega var opnuð. 

Ein­ar og fjöl­skylda verða því að bíða enn um sinn til að kom­ast að bátn­um í höfn­inni og meta tjónið. „Það er leiðinda­veður og það verður ekk­ert gert í dag held ég.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.4.25 529,23 kr/kg
Þorskur, slægður 6.4.25 650,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.4.25 390,13 kr/kg
Ýsa, slægð 6.4.25 387,11 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.4.25 183,78 kr/kg
Ufsi, slægður 6.4.25 247,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 6.4.25 252,94 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.4.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.313 kg
Þorskur 3.718 kg
Steinbítur 2.731 kg
Ýsa 203 kg
Ufsi 120 kg
Samtals 14.085 kg
5.4.25 Hafdís SK 44 Dragnót
Steinbítur 7.324 kg
Skarkoli 993 kg
Skrápflúra 166 kg
Djúpkarfi 135 kg
Þorskur 84 kg
Ýsa 25 kg
Grásleppa 23 kg
Samtals 8.750 kg
5.4.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 406 kg
Þorskur 352 kg
Steinbítur 215 kg
Langa 173 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.162 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.4.25 529,23 kr/kg
Þorskur, slægður 6.4.25 650,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.4.25 390,13 kr/kg
Ýsa, slægð 6.4.25 387,11 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.4.25 183,78 kr/kg
Ufsi, slægður 6.4.25 247,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 6.4.25 252,94 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.4.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.313 kg
Þorskur 3.718 kg
Steinbítur 2.731 kg
Ýsa 203 kg
Ufsi 120 kg
Samtals 14.085 kg
5.4.25 Hafdís SK 44 Dragnót
Steinbítur 7.324 kg
Skarkoli 993 kg
Skrápflúra 166 kg
Djúpkarfi 135 kg
Þorskur 84 kg
Ýsa 25 kg
Grásleppa 23 kg
Samtals 8.750 kg
5.4.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 406 kg
Þorskur 352 kg
Steinbítur 215 kg
Langa 173 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.162 kg

Skoða allar landanir »