Vinna þorsk fyrir 320 krónur í dagslaun

Tesco kveðst senda fisk til vinnslu frá svæðum sem hafa …
Tesco kveðst senda fisk til vinnslu frá svæðum sem hafa ekki aðbúnað eða þekkingu til þess að vinna hann. AFP

Þorskur úr atlantshafi er fluttur um 16 þúsund kílómetra áður en hann ratar í verslanir í Bretlandi þar sem fiskvinnla í Kína þykir einstaklega hagstæð, að því er fram kemur í umfjöllun breska blaðsins The Sun.

Eftir að fiskurinn er veiddur er hann frystur og siglt með hann um 8 þúsund kílómetra til Kína. Þar vinnur fiskvinnslufólk, með um 320 krónur í dagslaun, fiskinn og endurfrystir hann áður en þorskurinn er settur um borð í flutningaskip sem koma honum aftur til Bretlands.

Þessi aðferð er notuð fyrir fisk í stórum verslunarkeðjum í Bretlandi, þar á meðal Tesco, Asda og Iceland. Fulltrúar verslananna segja kínverska fiskvinnslufólkið vera sérfræðinga í fagi sínu og að breskar vinnslur séu ekki með hæfileika eða aðstöðu til þess að keppa við kínverskar vinnslustöðvar. Um þriðjungur af unnum fiski fer í gegnum fiskvinnslur í Kína.

Þorskur úr Atlantshafi er fluttur um 16 þúsund kílómetra áður …
Þorskur úr Atlantshafi er fluttur um 16 þúsund kílómetra áður en hann ratar í hillur verslanna í Bretlandi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Haft er eftir Bob Ward, hjá London School of Economics, að þessar siglingar hafi gríðarlega neikvæð áhrif á umhverfið og að eina ástæða þess að fiskurinn sé unninn í Kína sé fjárhagshvatinn sem fylgir lágum launum verkafólks þar í landi.

Talsmaður verslananna Iceland segir evrópskar vinnslustöðvar einfaldlega ekki geta keppt hvað verð og gæði varðar. Tesco segir markmið keðjunnar að bjóða heilbrigð og sjálfbær matvæli á viðráðanlegu verði. „Hluti fisksins okkar er veiddur á svæðum sem hafa ekki réttan aðbúnað eða þekkingu til þess að flaka og pakka fisk með afkastamiklum hætti og er hann því sendur annað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.2.25 586,28 kr/kg
Þorskur, slægður 16.2.25 662,22 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.2.25 371,25 kr/kg
Ýsa, slægð 16.2.25 354,55 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.2.25 244,43 kr/kg
Ufsi, slægður 16.2.25 274,67 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 16.2.25 389,08 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.2.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 634 kg
Steinbítur 138 kg
Karfi 63 kg
Langa 47 kg
Keila 29 kg
Hlýri 13 kg
Samtals 924 kg
15.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Karfi 573 kg
Keila 436 kg
Hlýri 203 kg
Ýsa 21 kg
Samtals 1.233 kg
15.2.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.246 kg
Ýsa 5.052 kg
Steinbítur 942 kg
Langa 145 kg
Keila 10 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 14.398 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.2.25 586,28 kr/kg
Þorskur, slægður 16.2.25 662,22 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.2.25 371,25 kr/kg
Ýsa, slægð 16.2.25 354,55 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.2.25 244,43 kr/kg
Ufsi, slægður 16.2.25 274,67 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 16.2.25 389,08 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.2.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 634 kg
Steinbítur 138 kg
Karfi 63 kg
Langa 47 kg
Keila 29 kg
Hlýri 13 kg
Samtals 924 kg
15.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Karfi 573 kg
Keila 436 kg
Hlýri 203 kg
Ýsa 21 kg
Samtals 1.233 kg
15.2.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.246 kg
Ýsa 5.052 kg
Steinbítur 942 kg
Langa 145 kg
Keila 10 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 14.398 kg

Skoða allar landanir »