Félag makrílveiðimanna hefur stefnt íslenska ríkinu vegna kvótasetningar á makríl vorið 2019.
„Við kvótasetninguna töpuðu smærri bátar um helming af sínum kvóta til stóru uppsjávarskipanna. Sá kvóti sem eftir er skilinn hjá minni útgerðunum hefur einnig takmarkaðri réttindi til framsals en kvóti stærri skipanna. Einnig var sett inn ákvæði sem leyfir ráðherra sjávarútvegsmála að taka af smærri bátum kvótann á hverju ári án endurgjalds og færa hann til stærri skipa,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Þá segir, að grundvöllur stefnunnar sé sá að sjávarútvegsráðherra hafi lagt fram frumvarp sem miðaði við rúmlega þrefalt lengri aflareynslutíma enn gildandi lög um veiðar á deilistofnum kveði á um.
„Þar sem stærstu útgerðirnar stóðu einar að þessum veiðum fyrstu árin er grundvöllur frumvarpsins þeim mjög hagstæður. Lög um veiðar úr deilistofnum gera ráð fyrir að kvóta sé úthlutað miðað við bestu 3 ár af undanliðnum 6 árum, en frumvarp sjávarútvegsráðherra tekur mið af aflareynslu bestu 10 ára af undanliðnum 11. Undirliggjandi markmið með þessum lögum, að mati stefnanda, var beinlínis að auka hlut stærri uppsjávarútgerða í kvótanum með því að handvelja þau viðmiðunarár sem þjónuðu því markmiði, fremur en því almenna sjónarmiði sem verið hefur við lýði í lögum allt aftur til ársins 1983 að miða við stuttan aflareynslutíma,“ segir félagið.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.1.25 | 591,17 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.1.25 | 586,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.1.25 | 339,49 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.1.25 | 319,88 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.1.25 | 263,82 kr/kg |
Ufsi, slægður | 9.1.25 | 274,10 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.1.25 | 230,78 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 7.684 kg |
Ýsa | 2.107 kg |
Langa | 53 kg |
Samtals | 9.844 kg |
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 8.433 kg |
Ýsa | 689 kg |
Steinbítur | 209 kg |
Karfi | 58 kg |
Langa | 14 kg |
Keila | 9 kg |
Sandkoli | 2 kg |
Skarkoli | 1 kg |
Samtals | 9.415 kg |
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Keila | 123 kg |
Þorskur | 118 kg |
Langa | 95 kg |
Ufsi | 28 kg |
Samtals | 364 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.1.25 | 591,17 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.1.25 | 586,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.1.25 | 339,49 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.1.25 | 319,88 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.1.25 | 263,82 kr/kg |
Ufsi, slægður | 9.1.25 | 274,10 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.1.25 | 230,78 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 7.684 kg |
Ýsa | 2.107 kg |
Langa | 53 kg |
Samtals | 9.844 kg |
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 8.433 kg |
Ýsa | 689 kg |
Steinbítur | 209 kg |
Karfi | 58 kg |
Langa | 14 kg |
Keila | 9 kg |
Sandkoli | 2 kg |
Skarkoli | 1 kg |
Samtals | 9.415 kg |
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Keila | 123 kg |
Þorskur | 118 kg |
Langa | 95 kg |
Ufsi | 28 kg |
Samtals | 364 kg |