Hækkandi hitastig hafi mögulega dreift ungloðnu

Kristján þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti skýrslu sína um …
Kristján þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti skýrslu sína um loðnuna á Alþingi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Vegna þess hve lífsferill loðnunnar er stuttur er erfitt að leggja mat á stærð hrygningarstofnsins. […] Horfur fyrir vertíðina sem nú ætti að vera í fullum gangi hafa ekki verið góðar miðað við þær upplýsingar sem eru fyrirliggjandi,“ sagði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra í munnlegri skýrslu til Alþingis um nýtingu og vistfræðilega þýðingu loðnustofnsins í dag.

Sagði hann vísbendingar um að mikið væri um ungloðnu sem gefur til kynna að vertíð gæti orðið á næsta fiskveiðiári. Benti hann hins vegar á að dreifing ungloðnu hafi breyst, mögulega vegna hækkandi hitastigs hafsins.

Afrán hvala aukist

Fram kom í skýrslu sjávarútvegsráðherra að maðurinn væri í samkeppni við hvali, fiska og fugla um nýtingu loðnunnar, en afrán hvalastofnsins hefur aukist í takt við stækkun stofnanna á síðustu árum. Þá hefur hnúfubökum fjölgað mikið og eru vísbendingar um að hver hnúfubakur éti meira af fullorðinni loðnu en aðrir skíðishvalir.

„Samkvæmt mati frá 1997 var heildarafrán 12 tegunda hvala við landið metið um 6 milljónir tonna á ári. Leiddar hafa verið líkur að því að skiptingin væri um það bil þrjár milljónir tonna af krabbadýrum, eða átu, tvær milljónir af fiski og ein milljón tonna af smokkfiski. Útreikningar miðað við nýjustu upplýsingar um stofnstærðir og fæðuval [sýna að] afránið hefur í heild aukist og reiknast 6,7 milljónir tonna, þar af 3,3 milljónir tonna í fiski. Stórtækustu afræningjarnir eru langreyður, hrefna og hnúfubakur,“ sagði Kristján Þór.

Áhyggjur af byggðum

Þingmenn allra flokka tóku til máls og vöktu allir þeirra athygli á þeim afleiðingum sem loðnubrestur annað árið í röð kann að hafa í för með sér fyrir þær byggðir þar sem loðnuveiðar og -vinnsla er fyrirferðarmikil.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Eggert

Þær byggðir sem munu verða fyrir höggi vegna loðnubrests myndu hafa tryggari stoðir ef veiðiheimildir hefðu verið boðnar út, að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Sagði hún ágóðan af uppboði geta nýst til þess að byggja innviði á landsbyggðinni.

Þá voru þingmenn einnig sammála um mikilvægi rannsókna. „Við stöndum þjóða fremst í rannsóknum á þessum fiski. Og ég vil minna á að það hafa aldrei verið settir meiri fjármunir í rannsóknir á loðnu eins og um þessar mundir,“ sagði Kristján Þór og minnti á að veiðum sé stýrt á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar.

Ólíkar kenningar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði mikilvægt að leyfa loðnunni að njóta vafans og benti hún á að hnignun stofnsins hafi átt sér stað yfir langt skeið. „Það verður ekki skýrt einvörðungu með loðnum útskýringum um umhverfisbreytingar og hlýnun í hafinu,“ sagði Inga.

Telur hún skýrsluna gefa tilefni til þess að gruna að Íslendingar hafi ekki gengið um loðnustofninn með réttum hætti og gagnrýndi hún meðal annars notkun flottrolls í stað nótar.

Inga Sæland.
Inga Sæland. mbl.is/Hari

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, spurði meðal annars í ræðu sinni hvort minnkandi loðnustofn kunni að vera afleiðing þess að færri hvalir séu veiddir. Þá gagnrýndi Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sérstaklega skort á eftirliti með veiðum og fjárhagsskort eftirlitsaðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.8.24 370,68 kr/kg
Þorskur, slægður 16.8.24 409,25 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.8.24 218,56 kr/kg
Ýsa, slægð 16.8.24 127,97 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.8.24 96,43 kr/kg
Ufsi, slægður 16.8.24 174,96 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.8.24 201,08 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.8.24 168,07 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.8.24 Hrönn NS 50 Handfæri
Ufsi 67 kg
Ýsa 4 kg
Karfi 3 kg
Samtals 74 kg
17.8.24 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 3.263 kg
Ýsa 940 kg
Steinbítur 668 kg
Skarkoli 375 kg
Sandkoli 74 kg
Samtals 5.320 kg
17.8.24 Toppskarfur ÍS 417 Sjóstöng
Þorskur 161 kg
Samtals 161 kg
17.8.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 90 kg
Samtals 90 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.8.24 370,68 kr/kg
Þorskur, slægður 16.8.24 409,25 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.8.24 218,56 kr/kg
Ýsa, slægð 16.8.24 127,97 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.8.24 96,43 kr/kg
Ufsi, slægður 16.8.24 174,96 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.8.24 201,08 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.8.24 168,07 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.8.24 Hrönn NS 50 Handfæri
Ufsi 67 kg
Ýsa 4 kg
Karfi 3 kg
Samtals 74 kg
17.8.24 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 3.263 kg
Ýsa 940 kg
Steinbítur 668 kg
Skarkoli 375 kg
Sandkoli 74 kg
Samtals 5.320 kg
17.8.24 Toppskarfur ÍS 417 Sjóstöng
Þorskur 161 kg
Samtals 161 kg
17.8.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 90 kg
Samtals 90 kg

Skoða allar landanir »