Starfsmenn upplifa „ógnarstjórnun“ hjá Hafró

Hafrannsóknastofnun við Skúlagötu.
Hafrannsóknastofnun við Skúlagötu. mbl.is/Golli

Fé­lags­menn í Fé­lagi ís­lenskra nátt­úru­fræðinga sem starfa hjá Haf­rann­sókna­stofn­un virðast upp­lifa „ógn­ar­stjórn­un“ frá yf­ir­mönn­um stofn­un­ar­inn­ar. Starfs­menn­irn­ir virðast upp­lifa að stjórn­end­ur sýni þeim van­v­irðingu og að stjórn­end­ur fram­kvæmi hlut­ina eft­ir eig­in geðþótta, mögu­lega í bága við lög.

Þetta kem­ur fram í bréfi Fé­lags ís­lenskra nátt­úru­fræðinga, FÍN, til for­stjóra Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um en bréfið var sent í síðustu viku.

Fjór­tán starfs­menn Hafró létu af störf­um í nóv­em­ber í fyrra. Tíu var sagt upp og fjór­ir úr yf­ir­stjórn­inni sögðu upp. Í álykt­un frá starfs­mönn­um stofn­un­ar­inn­ar kom fram að upp­sagn­irn­ar hafi verið harka­leg­ar. Sól­mund­ur Már Jóns­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Hafró og einnig fyrr­ver­andi mannauðs- og rekstr­ar­stjóri, setti sömu­leiðis fram harða gagn­rýni á for­stjóra stofn­un­ar­inn­ar eft­ir upp­sagn­irn­ar.

Ótt­ast að vera „tekið á teppið“

Fé­lag ís­lenskra nátt­úru­fræðinga hef­ur heyrt frá fé­lags­mönn­um sín­um um að þeim líði illa í starfi sínu hjá stofn­un­inni. Fyr­ir vikið sendi fé­lagið stofn­un­inni bréf þar sem látn­ar eru í ljós áhyggj­ur yfir stjórn­ar­hátt­um henn­ar.

Þar seg­ir að starfs­fólk upp­lifi að því sé hótað og „tekið á teppið“ ef það tjá­ir sig al­mennt um það sem er efst á baugi hjá stofn­un­inni og það upp­lif­ir ekki að tján­ing­ar­frelsi starfs­manna sé virt.

Upp­lif­ir starfs­fólkið stjórn­enda­stíl Hafró „á þann veg að hann sé ógn­andi og að hann ein­kenn­ist af þögg­un ágrein­ings sem upp kann að koma“.

Fé­lagið vill jafn­framt árétta við yf­ir­menn stofn­un­ar­inn­ar að þeir megi aldrei láta trúnaðarmann gjalda þess á nokk­urn hátt að hann sinni starfi trúnaðar­manns þar. Auk þess er bent á mik­il­vægi þess að stofn­un­in setji sér verklag um hvernig standa skuli að aug­lýs­ingu lausra starfa.

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Sig­urður Guðjóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Mik­il­vægt að sýna nær­gætni við upp­sagn­ir

Einnig kem­ur fram að mik­il­vægt sé að standa vel að upp­sögn­um starfs­manna og að mál­efna­leg­ar ástæður þurfi að liggja að baki þeim sem hægt sé að rök­styðja með ít­ar­leg­um hætti. Stofn­un­in þurfi að geta svarað spurn­ing­um starfs­manna þegar kem­ur til upp­sagna, því oft verði þeir sem verða fyr­ir upp­sögn­um og þeir sem eft­ir sitja fyr­ir áfalli. „Því er mik­il­vægt að stofn­un sýni starfs­mönn­um nær­gætni,“ seg­ir í bréf­inu.

Fé­lagið krefst þess sömu­leiðis að unnið verði lög­bundið áhættumat á stofn­un­inni sé það ekki nú þegar til staðar. Vísað er í lög um aðbúnað og holl­ustu­hætti á vinnu­stöðum og reglu­gerð um einelti. Áréttað er að at­vinnu­rek­anda er óheim­ilt að leggja starfs­mann eða starfs­menn í einelti á vinnustað og at­vinnu­rek­anda er jafn­framt óheim­ilt að áreita starfs­fólk kyn­ferðis­lega sem og á grund­velli kyns, eða beita það of­beldi á vinnustað.

Hef­ur íhugað að óska eft­ir stjórn­sýslu­út­tekt

Í loka­orðum bréfs­ins kem­ur fram von FÍN um að stjórn­end­ur Hafró geri án taf­ar áætl­un „um að ráða bót að meint­um stjórn­un­ar­hátt­um og miðlun upp­lýs­inga til starfs­manna“ og að stjórn­end­ur sýni það í verki að þeir beri virðingu fyr­ir starfs­fólki. Stjórn­end­ur sem þess þurfa „fái alla þá aðstoð sem þeir kunna að þurfa til að geta orðið betri stjórn­end­ur“.

Hafró er hvött til að fá aðstoð til að greina sem allra fyrst það sem bet­ur má fara og finna leiðir til úr­bóta.

Loks seg­ir að fé­lagið hafi íhugað að senda bréf til at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins og óska eft­ir því að ráðuneytið láti fara fram stjórn­sýslu­út­tekt á starf­semi stofn­un­ar­inn­ar.

Ekki hef­ur náðst í formann FÍN vegna bréfs­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.2.25 549,05 kr/kg
Þorskur, slægður 27.2.25 467,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.2.25 321,53 kr/kg
Ýsa, slægð 27.2.25 250,18 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.2.25 246,04 kr/kg
Ufsi, slægður 27.2.25 258,51 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 27.2.25 157,72 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 3.736 kg
Þorskur 965 kg
Langa 88 kg
Steinbítur 54 kg
Ufsi 37 kg
Keila 24 kg
Samtals 4.904 kg
27.2.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.890 kg
Ýsa 2.158 kg
Steinbítur 44 kg
Keila 43 kg
Langa 9 kg
Samtals 13.144 kg
27.2.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 4.216 kg
Þorskur 774 kg
Steinbítur 182 kg
Keila 50 kg
Karfi 3 kg
Samtals 5.225 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.2.25 549,05 kr/kg
Þorskur, slægður 27.2.25 467,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.2.25 321,53 kr/kg
Ýsa, slægð 27.2.25 250,18 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.2.25 246,04 kr/kg
Ufsi, slægður 27.2.25 258,51 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 27.2.25 157,72 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 3.736 kg
Þorskur 965 kg
Langa 88 kg
Steinbítur 54 kg
Ufsi 37 kg
Keila 24 kg
Samtals 4.904 kg
27.2.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.890 kg
Ýsa 2.158 kg
Steinbítur 44 kg
Keila 43 kg
Langa 9 kg
Samtals 13.144 kg
27.2.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 4.216 kg
Þorskur 774 kg
Steinbítur 182 kg
Keila 50 kg
Karfi 3 kg
Samtals 5.225 kg

Skoða allar landanir »