Arnarlax eykur afköst við slátrun

Arnarlax hefur aukið afköst sláturhúss síns á Bíldudal, fengið öflugt sláturskip til landsins og loðnuskip til að dæla upp dauðum laxi til að bregðast við erfiðleikum sem skapast hafa í eldiskví í Arnarfirði. Stjórnendur Arnarlax og dýralæknir fisksjúkdóma telja að fyrirtækið hafi með aðgerðum sínum náð tökum á ástandinu.

Umtalsverð afföll urðu á laxi í einni sjókví Arnarlax af fimm á staðsetningu sem kennd er við Hringsdal í Arnarfirði. Vandamálið á sér nokkurn aðdraganda. Fyrirtækið var að ala þar fisk í um 6 kg stærð sem gott verð fæst fyrir í Kína. Miklar frátafir urðu í slátrun í desember og janúar vegna óveðurs og á sama tíma lokaðist Kínamarkaður vegna kórónuveirunnar COVID-19.

Þegar stormar ganga yfir getur orðið mikil hreyfing í kvíunum og fiskurinn leitar niður þegar sjávarhitinn lækkar. Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma, segir að lax eigi til að bunka sig saman og þrýstast út í nótina við þessar aðstæður. Lítið þurfi til að sár myndist og bakteríur úr umhverfinu setjist í þau. Það geti valdið dauða laxins eftir ákveðinn tíma. Það hafi gerst í einni kvínni í Hringsdal. Áætlar Gísli að um 100 tonn af laxi hafi drepist en það er aðeins hluti af laxinum sem var í vandamálakvínni.

Tekið er fram í tilkynningu frá Arnarlaxi að ástand fisks á öðrum staðsetningum, það er í Tjaldanesi, Laugardal og Þúfnaeyri, sé með miklum ágætum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.8.24 459,45 kr/kg
Þorskur, slægður 26.8.24 435,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.8.24 214,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.8.24 189,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.8.24 199,04 kr/kg
Ufsi, slægður 26.8.24 236,25 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.8.24 197,23 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.8.24 251,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.8.24 Hafborg EA 152 Dragnót
Skarkoli 2.484 kg
Þorskur 2.382 kg
Steinbítur 541 kg
Samtals 5.407 kg
26.8.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 962 kg
Karfi 39 kg
Samtals 1.001 kg
26.8.24 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.753 kg
Ufsi 40 kg
Samtals 2.793 kg
26.8.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Ufsi 268 kg
Þorskur 199 kg
Karfi 9 kg
Samtals 476 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.8.24 459,45 kr/kg
Þorskur, slægður 26.8.24 435,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.8.24 214,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.8.24 189,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.8.24 199,04 kr/kg
Ufsi, slægður 26.8.24 236,25 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.8.24 197,23 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.8.24 251,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.8.24 Hafborg EA 152 Dragnót
Skarkoli 2.484 kg
Þorskur 2.382 kg
Steinbítur 541 kg
Samtals 5.407 kg
26.8.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 962 kg
Karfi 39 kg
Samtals 1.001 kg
26.8.24 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.753 kg
Ufsi 40 kg
Samtals 2.793 kg
26.8.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Ufsi 268 kg
Þorskur 199 kg
Karfi 9 kg
Samtals 476 kg

Skoða allar landanir »