Ekki allir á einu máli um byggðakvótann

Mörg byggðarlög virðast vilja komast undan eða breyta ákvæðum reglna …
Mörg byggðarlög virðast vilja komast undan eða breyta ákvæðum reglna um vinnsluskyldu afla sem veiddur er á grundvelli byggðakvóta. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Fyrirkomulag úthlutunar og nýtingar byggðakvóta felur í sér ýmsar flækjur og er ljóst að ekki eru allir sammála um hvernig málum sé best hagað.

Fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins í gær um að bæjarráð Akureyrarbæjar hefði sent sjávarútvegsráðuneytinu beiðni um undanþágu frá skilyrðum um vinnsluskyldu, en hún snýr að því að afli sem veiddur er á grundvelli byggðakvóta verði að fara í vinnslu í því byggðarlagi þar sem kvótanum er úthlutað. Þetta er þó ekki einsdæmi og hafa fleiri sveitarfélög óskað eftir að heimilt verði að landa afla innan sveitarfélags í stað byggðarlags.

Þannig hefur Dalvíkurbyggð óskað eftir því að heimilt verði að landa innan sveitarfélagsins í stað byggðarlags. Þetta er einnig meginefni beiðni bæjarstjórnar Fjallabyggðar sem vill að byggðakvóti sé skilyrtur við að landað sé innan sveitarfélags og er sveitarstjórn Norðurþings sama sinnis, en biður sérstaklega um að Alþingi taki til endurskoðunar byggðakvótakerfið í heild sinni með það fyrir augum að tryggja að úthlutun verði fyrirsjáanlegri fram í tíma.

Skagaströnd gengur þó lengra og óskar eftir því að vinnsluskylda verði afnumin þar sem ekki er rekin vinnsla sem getur tekið við þeim afla sem útgerðir í sveitarfélaginu veiða. „Ekki hefur náðst samkomulag við fiskvinnslufyrirtæki um uppsetningu á vinnslu á Skagaströnd þrátt fyrir umleitanir þar um,“ segir í greinargerð sveitarfélagsins. Sveitarstjórn Strandabyggðar tekur í sama streng og biður sveitarfélagið um að vinnsluskylda verði felld niður.

Skipting kvótans

Það er hins vegar ekki bara löndunarplássin sem rætt er um í tillögunum. Meðal annars biður Strandabyggð einnig um að 25% af byggðakvótanum verði skipt jafnt milli fiskiskipa og að 75% kvótans verði skipt eftir lönduðum afla á síðasta fiskveiðiári. Grýtubakkahreppur vill einnig að kvótanum sé skipt upp og að 33% verði skipt jafnt milli allra báta en rest eftir lönduðum afla á síðasta fiskveiðiári.

Fjórir einkaaðilar úr Fjallabyggð eru einnig þeirrar skoðunar að hluti byggðarkvóta skuli dreifast jafnt á útgerðaraðila og segja nauðsynlegt að setja hámark á það hvað hver útgerð getur fengið til þess að tryggt sé að megnið af byggðakvótanum falli ekki í hlut stærsta útgerðaraðilans. Mótmæla þeir að bæjarstjórn Fjallabyggðar hafi ekki tekið tillit til þessa í tillögum sínum.

Aðrar takmarkanir eru í huga forsvarsmanna Langanesbyggðar sem biðja um að einungis skip sem eru minni en 300 brúttótonn fái úthlutaðan byggðakvóta. Segir í tillögu sveitarfélagsins að þessi takmörkun sé til þess fallin að tryggja að bátar sem fá byggðakvóta séu með áhafnir úr Langanesbyggð.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »