Funda um strandbúnað í fjórða sinn

Ráðstefnan Strandbúnaður var vel sótt árið 2019 að sögn skipuleggjenda.
Ráðstefnan Strandbúnaður var vel sótt árið 2019 að sögn skipuleggjenda. Ljósmynd/Strandbúnaður

„Þetta er ráðstefna eldis og ræktunargreina á Íslandi. Menn hittast einu sinni á ári og fara yfir það nýjasta og það sem skiptir mestu máli í þessum greinum. Í fyrra var til dæmis lögð áhersla á áframvinnslu á laxi og annað slíkt sem gæti verið mögulegt með mikilli tækni þó að við séum með hæstu laun í heimi,“ segir Gunnar Þórðarson, formaður Strandbúnaðar, um ráðstefnu félagsins sem haldin verður á Grand hóteli í Reykjavík 19. og 20. mars.

„Þessi ráðstefna núna er að horfa til þróunar byggða í tengslum við strandbúnað.“ Er þetta fjórða árið sem ráðstefnan er haldin og fer áhugi á henni vaxandi, að sögn Gunnars. „Það var töluvert betri aðsókn í fyrra heldur en hefur verið, þannig að hún fer mjög vaxandi. Það er heldur ekkert óeðlilegt þar sem verðmætin í eldinu voru 25 milljarðar, þannig að þetta er orðin stór atvinnugrein.“

Meðal annars verður fjallað sérstaklega um áhrif laxeldis á byggðaþróun og samfélag á Vestfjörðum og segir Gunnar laxeldið hafa haft gríðarleg áhrif. „Jafnvel meiri þar en á Austfjörðum því þar hafa þeir stóriðju og fiskinn, en þetta skiptir öllu máli fyrir Vestfirði. Þar erum við að skoða þessi áhrif og höfum erindi um það.“ Hann segir einnig geta verið frekari vaxtarskilyrði fyrir greinina í landshlutanum enda standi til að birta í þessum mánuði áhættumat fyrir Ísafjarðardjúp og „þá geta menn farið að búast við að þetta fari að hafa meiri áhrif á norðanverðum Vestfjörðum.“

Gunnar Þórðarson, formaður Strandbúnaðar.
Gunnar Þórðarson, formaður Strandbúnaðar. Ljósmynd/Aðsend

Hann segir frá því að einnig verði fjallað um skeldýrarækt og vaxandi landeldi í bleikju. Hins vegar er ljóst að laxeldið er fyrirferðarmikill þáttur í greininni og er búist við því að ný skýrsla um laxeldi á Íslandi verði birt á ráðstefnunni. „Auðvitað skiptir laxeldi miklu máli því þeir eru með langmesta verðmætið af þessum eldis- og ræktunargreinum. Og það er ósk okkar að þeir komi meira að þessari ráðstefnu í framtíðinni og láti hana sig meira varða. Það er alltaf gott að hittast og heyra og sjá það nýjasta sem er að gerast.“

Læra af Norðmönnum

Margt er hægt að læra af Norðmönnum enda hafa þeir viðamikla reynslu af laxeldi, að sögn formannsins. „Við erum einnig að ræða íslenskt eldi í alþjóðlegu samhengi, hvað geta Íslendingar lært til dæmis af Norðmönnum. Við fáum Norðmann til þess að segja okkur frá stefnu Norðmanna í laxeldi framtíðarinnar, áskoranir þar og stefnumótun. Norðmenn framleiða 1,3 milljónir tonna á ári og hefur þetta staðið í stað í nokkur ár en þeir stefna á fimm milljónir tonna og það er laxalúsin sem hefur haldið aftur af þeim,“ útskýrir Gunnar.

Hann telur góð vaxtarskilyrði fyrir greinina á Íslandi. „Þetta eru einhver 30 þúsund tonn sem framleidd eru og ég held að við getum alveg búist við að fara upp í 90 þúsund tonn sem er sama magn og Færeyingar framleiða og erum við að tala um 100 milljarða útflutningsverðmæti. Ég tel þetta alveg raunhæft innan skamms tíma.“

Ljósmynd/Strandbúnaður

Spurður hvort þurfi að fara í frekari stefnumótun af hálfu stjórnvalda hvað eldisgreinina varðar segir hann svo ekki vera þar sem búið er að marka stefnu og samþykkja breytta löggjöf um fiskeldi. „Það virðast allir jafn ósáttir við lögin, sem segir manni kannski að þetta hafi verið þokkaleg niðurstaða,“ segir Gunnar og hlær. „Þetta þarf auðvitað að vera í sátt við náttúruna en þjóðina líka.“

Fjöldi tækifæra

„Ég held að menn átti sig ekki á hvað þetta er stór og mikilvæg atvinnugrein. Okkur hefur tekist vel til í sjávarútveginum, en þar fækkar fólkinu með tæknivæðingu. Það sem er það góða við þessa atvinnugrein er að hún borgar há laun. Í Noregi er þetta sú grein sem borgar þriðju hæstu launin í norsku atvinnulífi, þetta borgar mun betri laun en sjávarútvegur og fiskvinnsla.

Það eru allskonar tækifæri sem tengjast þessu, til dæmis í allskonar hliðarþjónustu. Það er köfunarþjónusta sem vex og dafnar, netaþvottur, viðhald á netum, flutningar og ýmsar atvinnugreinar sem eru í kringum þetta. Við erum að tala um að í dag á Bíldudal eru um 15 bílar á dag að fara með lax,“ svarar Gunnar spurður um framtíðartækifærin.

Á ráðstefnunni í fyrra var lögð sérstök áhersla á áframvinnslu afurða hér á landi og verður það einnig rætt í ár. „Þó að það væru ekki nema 10 þúsund tonn sem myndu verða flökuð. Nú er komin tækni til þess að flaka strax eftir slátrun, til dæmis með búnað frá Marel og Völku þar sem beinagarðurinn er bara skorinn úr. Þá getum við skorið laxinn eftir því sem markaðurinn vill, eins og við höfum gert með þorskinn – það er algjört kraftaverk sem okkur hefur tekist að gera þar.“

Þá verður einnig á ráðstefnunni málstofa um leyfisveitingar hins opinbera og mun verða rætt um margvíslega þætti sem koma að þessum lið, þar á meðal skipulag strandveiða, málsmeðferð stjórnsýslunnar og hvernig haldið sé á leyfisveitingum í Noregi. Jafnframt verður kynnt viðhorf atvinnugreinarinnar og sveitarfélaganna til leyfisveitinganna og ferli þeirra. „Það er nú einmitt meðal markmiða ráðstefnunnar að upplýsa um þessa þætti,“ segir formaðurinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 561,58 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 662,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 396,48 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 321,91 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,22 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,18 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 7.449 kg
Ýsa 478 kg
Steinbítur 60 kg
Langa 17 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.016 kg
20.1.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 27.405 kg
Ýsa 11.955 kg
Hlýri 120 kg
Ufsi 45 kg
Karfi 34 kg
Steinbítur 23 kg
Keila 6 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 39.589 kg
20.1.25 Þinganes SF 25 Botnvarpa
Þorskur 63.270 kg
Karfi 14.681 kg
Ufsi 2.439 kg
Skarkoli 2.202 kg
Ýsa 1.880 kg
Langa 871 kg
Steinbítur 315 kg
Hlýri 151 kg
Grásleppa 134 kg
Sandkoli 103 kg
Þykkvalúra 66 kg
Langlúra 52 kg
Keila 18 kg
Skötuselur 3 kg
Samtals 86.185 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 561,58 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 662,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 396,48 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 321,91 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,22 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,18 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 7.449 kg
Ýsa 478 kg
Steinbítur 60 kg
Langa 17 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.016 kg
20.1.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 27.405 kg
Ýsa 11.955 kg
Hlýri 120 kg
Ufsi 45 kg
Karfi 34 kg
Steinbítur 23 kg
Keila 6 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 39.589 kg
20.1.25 Þinganes SF 25 Botnvarpa
Þorskur 63.270 kg
Karfi 14.681 kg
Ufsi 2.439 kg
Skarkoli 2.202 kg
Ýsa 1.880 kg
Langa 871 kg
Steinbítur 315 kg
Hlýri 151 kg
Grásleppa 134 kg
Sandkoli 103 kg
Þykkvalúra 66 kg
Langlúra 52 kg
Keila 18 kg
Skötuselur 3 kg
Samtals 86.185 kg

Skoða allar landanir »