„Við teljum okkur alsaklaus“

Bátur Sea Trip Reykjavík ehf., Amelia Rose, var vísað til …
Bátur Sea Trip Reykjavík ehf., Amelia Rose, var vísað til hafnar af Landhelgisgæslunni fyrir meint brot. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafnar öllum ásökunum og segir fyrirtækið í fullum rétti. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við vorum ekki færðir til hafnar. Við vorum á leiðinni í land, við vorum að klára túrinn. Við teljum okkur alsaklaus,“ segir Svanur Sveinsson, framkvæmdastjóri Sea Trip Reykjavík ehf., í samtali við 200 mílur um það að báti félagsins, Amelia Rose, hafi verið vísað til hafnar af Landhelgisgæslunni í gærkvöldi vegna meintra brota á siglingalögum, reglum um fjölda farþega og tilkynningaskyldu.

Fram kom í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn 200 mílna vegna málsins að skipstjóri bátsins, sem var að koma úr norðurljósaferð, hafi ekki verið með tilskilin leyfi. Þessu vísar Svanur á bug og segir ekki rétt að skipstjórinn hafi ekki haft tilskilin leyfi, heldur hafi hann verið skírteinislaus þar sem skírteinið hafi verið í öðrum bát. „Það er alvarlegt mál ef verið er að sverta mannorð skipstjórans.“

Staða mála óskiljanleg

Hann viðurkennir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem höfð eru afskipti af starfsemi fyrirtækisins, en segir málið flóknara en svo. „Við erum að undirbúa þrjár stjórnsýslukærur gegn Samgöngustofu og teljum okkur vera í fullum rétti. Þetta er ekki í fyrsta skipti, en við höfum ekki fengið eina einustu ákæru á okkur síðan við hófum starfsemi fyrir tveimur og hálfu ári.“

Svanur ítrekar að engin ákæra hafi verið lögð fram á hendur fyrirtækisins og segir óskiljanlegt að slíkt hafi ekki gerst ef talið er að fyrirtækið hafi brotið. Þegar Landhelgisgæslan hefur komið um borð hafa fulltrúar Sea Trip Reykjavík ehf. bent á að athugasemdir Gæslunnar séu ekki í samræmi við gildandi regluverk, að mati fyrirtækisins.

Fyrirtækið var í ferð með 53 farþega að skoða norðurljósin.
Fyrirtækið var í ferð með 53 farþega að skoða norðurljósin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Algengt er að menn gleymi að tilkynna sig út og undir venjulegum kringumstæðum er hringt eða kallað í talstöð og beðið um staðfestingu á brottför, segir Svanur um meint brot gegn tilkynningarskyldu. Þykir honum sá þáttur athyglisverður þar sem sjólið Landhelgisgæslunnar sagði skort á tilkynningu ástæðu fyrir því að þeir komu um borð.

Breyttu leyfilegum fjölda

Landhelgisgæslan hefur sagt frá því að um borð hafi verið 53 farþegar þegar aðeins sé heimilt að vera með 50 um borð bátnum Amelia Rose. „Það er verið að mismuna milli báta og þeir gera miklu meiri kröfur til okkar báta en annarra báta í sama geira,“ staðhæfir Svanur. Þá segir hann eitt þeirra mála sem fyrirtækið hefur staðið í deilum við Samgöngustofu um vera leyfilegan farþegafjölda um borð.

„Núna segja þeir að við höfum verið með þremur farþegum of mikið, þeir minnkuðu upp úr þurru leyfilegan farþegafjölda 1. nóvember. Það var gert á þeim grundvelli að við værum ekki með nógu mörg innisæti, en svo eru allir bátarnir í kring í miklu verri aðstöðu með miklu færri innisæti en við og engar kröfur settar á þá. Hvers vegna er verið að taka okkur fyrir og enga aðra?“ spyr framkvæmdastjórinn.

Varðbáturinn Óðinn mætti Amelia Rose. Myn úr safni.
Varðbáturinn Óðinn mætti Amelia Rose. Myn úr safni. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Sömu reglur fyrir alla

„Í norðurljósaferðum er siglt á ákveðið svæði í skjóli við eyjarnar skammt frá Reykjavíkurhöfn og slökkt á siglingaljósunum svo að norðurljósin sjáist betur. […] Það voru fimm bátar úti með slökkt á siglingaljósunum, en þeir tóku bara okkur og ekki hina bátanna í kring. Þetta er allt svona,“ útskýrir Svanur. Kveðst hann hafa spurt fulltrúa Landhelgisgæslunnar hvers vegna aðrir bátar með slökkt á siglingaljósum hafa ekki verið gripnir en ekki fengið svar.

„Það er þetta sem við erum að berjast við. […] Samkeppnisaðilar sem telja okkur vera einhverja ógn við sinn rekstur eru að hringja og klaga okkur. Þess vegna er alltaf verið að atast í okkur. Það lítur út fyrir að samkeppnisaðili sé að reyna að klekkja á okkur,“ segir Svanur sem jafnframt telur að réttara væri ef sömu reglur giltu fyrir alla rekstraraðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 571,42 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 457,59 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 326,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 143 kg
Ýsa 120 kg
Ufsi 116 kg
Langa 45 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 426 kg
17.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Ýsa 8.941 kg
Þorskur 1.357 kg
Samtals 10.298 kg
17.11.24 Vésteinn GK 88 Lína
Keila 657 kg
Ýsa 272 kg
Þorskur 249 kg
Langa 77 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 1.256 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 571,42 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 457,59 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 326,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 143 kg
Ýsa 120 kg
Ufsi 116 kg
Langa 45 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 426 kg
17.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Ýsa 8.941 kg
Þorskur 1.357 kg
Samtals 10.298 kg
17.11.24 Vésteinn GK 88 Lína
Keila 657 kg
Ýsa 272 kg
Þorskur 249 kg
Langa 77 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 1.256 kg

Skoða allar landanir »