Stytta frest til að minnka aflahlutdeild

Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt munu ákvæði um hámarksaflahlutdeild tengdra aðila …
Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt munu ákvæði um hámarksaflahlutdeild tengdra aðila ekki taka gildi fyrr en við lok fiskveiðiársins 2025/2026. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einstakir eða tengdir útgerðaraðilar munu hafa þrjá mánuði til að koma samanlagðri aflahlutdeild tengdra aðila niður fyrir lögbundinn hámarkskvóta verði frumvarp Kristjáns Þór Júlíussonar sjávarútvegsráðherra, sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda, samþykkt. Er þetta stytting frestsins, en gildandi lög gera ráð fyrir sex mánuðum.

Ákvæðið tekur hins vegar ekki gildi fyrr en við lok fiskveiðiársins 2025/2026. Í greinargerð frumvarpsins segir að tilhögunin hafi komið til vegna sjónarmiða um að efni frumvarpsins hafi „íþyngjandi áhrif á atvinnustarfsemi sem byggð hefur verið upp í samræmi við núgildandi lög“ og þykir rétt að koma til móts við kröfu um aðlögunartíma til þess að koma í veg fyrir tjón sem aðilar kunna að verða fyrir.

Yfir hámarki

Þá segir í frumvarpinu að tengdir aðilar séu meðal annars þeir „aðilar, þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, á beint og/eða óbeint meiri hluta hlutafjár eða stofnfjár í hinum aðilanum eða fer með meiri hluta atkvæðisréttar“. Jafnframt á þetta við um tilvik þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, hefur með öðrum hætti raunveruleg yfirráð yfir hinum.

Fram kemur í greinargerð frumvarpsins yfirlit yfir helstu eigendur aflaheimilda í bæði aflamarkskerfinu og krókaaflamarkskerfinu.

Skjáskot

Heimildir falla niður

Hámark aflahlutdeildar einstakra eða tengdra útgerðaraðila samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða má ekki fara yfir 12% af samanlögðu heildarverðmæti aflahlutdeilda allra tegunda. Þá má aflahlutdeild í þorski ekki fara yfir 12%. Í ýsu, ufsa, grálúðu, steinbít, síld og loðnu má hún ekki fara yfir 20% og í karfa ekki yfir 35%.

Heildarkrókaaflahlutdeild einstakra eða tengdra aðila má ekki fara yfir 5% af samanlögðu heildarverðmæti krókaaflahlutdeilda. Þá má krókaaflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra eða tengdra aðila ekki fara yfir 4% í þorski og 5% í ýsu.

Samkvæmt frumvarpinu mun umfarmaflahlutdeild falla niður fylla aðilar ekki skilyrðin innan þriggja mánaða. „Slík kvöð ætti að hafa þau áhrif að aðili geri ráðstafanir til að koma sér niður fyrir lögbundið hámark innan tímafrestsins. Í núgildandi reglum hefur aðili sex mánuði til að koma sér niður fyrir hámarkið en ekki er talin þörf á að hafa svo langan frest þar sem flutningur aflahlutdeildar gengur mun hraðar fyrir sig en fyrst þegar reglur um hámark tóku gildi,“ segir í greinargerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »