Hreinsunartækin sögð menga fisk og skeldýr

Hreinsunarbúnaður sem á að draga úr loftmengun frá skipum dælir …
Hreinsunarbúnaður sem á að draga úr loftmengun frá skipum dælir úrgangi í sjóinn og getur það haft áhrif á heilsu manna. mbl.is/Árni Sæberg

Útblást­urs­hreinsi­búnaður sem komið hef­ur verið fyr­ir í skip­um kann að hafa skaðleg áhrif á fólk með því að menga fisk og skeldýr. Kem­ur þetta fram í inn­an­húss-skýrslu Alþjóðasigl­inga­mála­stofn­un­ar­inn­ar (IMO) sem breska dag­blaðið Guar­di­an hef­ur und­ir hönd­um. En stofn­un­in inn­leiddi sjálf regl­ur sem leiddu til notk­un­ar búnaðar­ins.

Í skýrsl­unni seg­ir að ekki liggi fyr­ir nægi­lega áreiðan­leg­ar upp­lýs­ing­ar til þess að hægt sé að leggja mat á hættu sem steðjar að mann­eskj­um af notk­un hreins­un­ar­búnaðar­ins sem kallaður er „scrubber“ á ensku. Búnaður­inn er til þess gerður að draga úr loft­meng­un sem fylg­ir út­blæstri skipa, en ódýr­ustu og vin­sæl­ustu gerðir búnaðar­ins dæla meng­andi ögn­um í sjó­inn.

Guar­di­an seg­ir frá því að skipa­fé­lög um all­an heim hafi ráðstafað yfir 12 millj­örðum Banda­ríkja­dala, ígildi 1.500 millj­arða ís­lenskra króna, í verk­efni er tengj­ast því að koma hreins­un­ar­búnaði fyr­ir í skip­um sín­um í þeim til­gangi að upp­fylla alþjóðlega staðla um loft­meng­un sem tóku gildi 1. janú­ar 2020. Á þetta einnig við ís­lensk skip.

Losað í Vest­manna­eyja­höfn

Dæmi eru um að úr­gangi hafi verið dælt í hafn­ir, meðal ann­ars í Vest­manna­eyj­um síðastliðið haust. Fram kem­ur í fund­ar­gerð fram­kvæmda- og hafn­ar­ráðs Vest­manna­eyja­bæj­ar frá 17. sept­em­ber að út­blást­urs­hreinsi­búnaður (open loop scrubber) um borð í Lag­ar­foss, skipi Eim­skips, hafi verið í notk­un þegar skipið fór frá bryggju með þeim af­leiðing­um að sjó­blandað sót sem inni­held­ur brenni­stein­sögn­um skolaðist í höfn­ina.

Í kjöl­far at­viks­ins upp­lýsti Eim­skip að „hreinsi­búnaður­inn var fram­leidd­ur og er starf­rækt­ur í sam­ræmi við leiðbein­ing­ar IMO“.

Fram kem­ur í um­fjöll­un Guar­di­an að notk­un „scrubbers“-búnaðar get­ur haft áhrif á hvernig höfn­um sé viðhaldið og til­kynntu sam­tök breskra hafna (BPA) í októ­ber að notk­un þess gæti leitt til þess að ein­hverj­ar bresk­ar hafn­ir yrðu ónot­hæf­ar vegna mengaðs botn­falls. Jafn­framt gæti meng­un­in leitt af sér auk­inn kostnað við dýpk­un og/​eða hreins­un hafna.

Ekki hægt að fram­kvæma hættumat

Efn­in sem dælt er í sjó­inn við notk­un búnaðar­ins og sér­fræðing­ar hafa sér­stak­ar áhyggj­ur af eru svo­kölluð PAH, en þau hafa verið tal­in auka lík­ur á húð-, lungna-, þvag­blöðru-, lifr­ar- og magakrabba­mein­um.

Í skýrsl­unni seg­ir að fram­kvæmd hættumats hafi ekki verið mögu­leg vegna ófull­nægj­an­legra fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­inga og er varað við því að eit­ur­efni geti „lík­lega“ borist til manna með neyslu sjáv­ar­af­urða.

Haft er eft­ir Christoph­er Elliott, pró­fess­or við Fæðuör­ygg­is­stofn­un í Há­skóla drottn­ing­ar­inn­ar í Belfast (e. Qu­een‘s Uni­versity Belfast), að söfn­un PAH-efna í neðri hluta fæðukeðjunn­ar geti haft nei­kvæðar af­leiðing­ar fyr­ir heilsu manna og „skaðað ónæmis­kerfi og mögu­lega aukið lík­urn­ar á krabba­meini.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 560,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 623,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 235,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg
28.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 293 kg
Keila 68 kg
Þorskur 33 kg
Ýsa 29 kg
Hlýri 24 kg
Samtals 447 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 560,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 623,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 235,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg
28.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 293 kg
Keila 68 kg
Þorskur 33 kg
Ýsa 29 kg
Hlýri 24 kg
Samtals 447 kg

Skoða allar landanir »

Loka