Nýr bátur kemur í stað Lágeyjar sem strandaði

Gunnlaugur Karl Hreinsson, eigandi GPG Seafood, undirritaði samninginn um smíði …
Gunnlaugur Karl Hreinsson, eigandi GPG Seafood, undirritaði samninginn um smíði nýs báts fyrir hönd fyrirtækisins og Matthías Sveinsson, eigandi Víkingbáta, fyrir hönd síns félags. Báturinn er talinn geta tryggt betri meðferð afla. Ljósmynd/Víkingbátar ehf.

Það hafa verið miklir umbrotatímar hjá GPG Seafood að undanförnu og fer nýr bátur í smíði á næstunni. Auk þess hefur verið hafin vinnsla á Bakkafirði og eignaðist fyrirtækið hlut í Iceland Seafood við söluna á spænska félaginu Elba.

GPG Seafood á Húsavík undirritaði nýverið samning við Víkingbáta ehf. um smíði á nýjum línubáti, en GPG Seafood missti bátinn Lágey ÞH-225 þegar hann strandaði í Þistilfirði í nóvember. Áætlað er að nýr línubátur verði afhentur á næsta ári og mun hann verða 13,25 metrar að lengd, 5,5 metrar að breidd og vega 29,9 brúttótonn.

„Við erum fyrst og fremst að líta til meiri veiðigetu og betri aflameðferðar. [...] svo erum við að reka þrjár vinnslur og erum með þessu að auka hráefnisöryggi,“ segir Páll Kristjánsson, framkvæmdastjóri GPG Seafood, spurður um nýsmíðina.

Hann segir einnig hafa verið litið til þeirra breytinga sem hafa verið gerðar í krókaaflamarkskerfinu, en í desember var samþykkt á Alþingi að samræma lög um áhafnir skipa og breytt stærðarmörk báta í kerfinu. Þá verður jafnframt mun betri aðbúnaður fyrir áhöfnina um borð í nýja bátnum, að sögn Páls sem segir bátinn líklega verða gerðan út frá Raufarhöfn.

Fáir róðrardagar í vetur

Páll segir undanfarna mánuði hafa verið erfiða fyrir fyrirtæki sem gera út innan krókaaflamarkskerfisins sökum veðurs. „Þetta hefur verið mjög þungt síðan hér kom vont veður í kringum 9. desember og hefur bara haldist síðan. Það hefur verið erfitt að veiða og meira og minna hundleiðinlegt. Þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar róðrardagarnir á litlum bátum síðustu mánuði hér fyrir norðan. Lélegt í janúar og febrúar örlítið skárri. En þá kom loðna hérna og það stoppar línuveiðina að miklu leyti.“

Spurður hvort vonir séu bundnar við að veðurfarið fari að batna svarar Páll: „Við höfum verið að vona það lengi og vonum enn. [...] Við horfum löngunaraugum á næstu daga. Það á að vera eitthvað skárra veður þá. Þetta er að verða versti vetur til fjölda ára.“ Hann segir hins vegar nóvember hafa verið mjög góðan mánuð.

Starfsemin í gang á Bakkafirði

GPG hefur undanfarin ár verið með starfsemi á þremur stöðum á landinu, en í desember bættist við nýr staður þegar fyrirtækið festi kaup á Halldóri fiskvinnslu á Bakkafirði. Það var fyrst í síðasta mánuði að vinnsla hófst þar á nýjan leik eftir að breytingar voru gerðar í vinnsluhúsinu. „Það hefur hefðbundið verið þannig að engin vinnsla er í gangi í desember, janúar og hálfan febrúar. Við héldum því óbreyttu. Við byrjuðum að vinna fisk um miðjan febrúar. Við vorum með fólk í vinnu í janúar að koma inn vélum og gera bát kláran á veiðar,“ útskýrir Páll.

„Við erum byrjuð að vinna fisk á Bakkafirði. Vinnslan er lítil og við breyttum aðeins. Það var verið að fletja fisk en nú erum við að flaka fisk þarna,“ segir Páll og bætir við að markmiðið sé að samhæfa nýtingu starfsstöðvanna til þess að auka framleiðslugetu fyrirtækisins á öllum stöðum frá því sem verið hefur.

Hann segir jafnframt ákveðna sérstöðu vera á Bakkafirði þar sem um er að ræða eina af stærstu strandveiðihöfnum landsins. „Þarna eru ein bestu handfæramið landsins.“

Keppt við ferðaþjónustu um sumarstarfsmenn

Spurður hvort það stefni í vertíðarvinnu vegna strandveiðanna segir hann svo ekki vera. „Við stoppum alltaf í allt að fimm eða sex vikur yfir sumartímann fyrir viðhald og vegna sumarleyfa starfsmanna. Það hefur verið heldur lítil aðsókn krakka í þessi störf,“ svarar framkvæmdastjórinn. Í fyrrasumar fengust fleiri ungmenni til starfa hjá GPG við fiskvinnslu heldur en undanfarin ár, að sögn Páls. Þá hafi það tíðkast að ungmenni hafi frekar leitað í sumarvinnu í ferðaþjónustunni.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 581,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 374,74 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.11.24 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Þorskur 23.219 kg
Ýsa 3.146 kg
Samtals 26.365 kg
13.11.24 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 19.529 kg
Samtals 19.529 kg
13.11.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 59.046 kg
Samtals 59.046 kg
12.11.24 Aðalsteinn Jónsson SU 11 Flotvarpa
Kolmunni 2.072.335 kg
Samtals 2.072.335 kg
12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 581,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 374,74 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.11.24 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Þorskur 23.219 kg
Ýsa 3.146 kg
Samtals 26.365 kg
13.11.24 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 19.529 kg
Samtals 19.529 kg
13.11.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 59.046 kg
Samtals 59.046 kg
12.11.24 Aðalsteinn Jónsson SU 11 Flotvarpa
Kolmunni 2.072.335 kg
Samtals 2.072.335 kg
12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg

Skoða allar landanir »

Loka