Ævintýralegur afli Steinunnar SH

Aflamet. Steinunn SH kemur inn til hafnar í Ólafsvík á …
Aflamet. Steinunn SH kemur inn til hafnar í Ólafsvík á mánudagskvöld með drekkhlaðna lest. Morgunblaðið/Alfons

„Þetta var einstakur róður og aflinn alveg ævintýralega mikill,“ segir Brynjar Kristmundsson, skipstjóri á Ólafsvíkurbátnum Steinunni SH 167. Túrinn hjá Brynjari og áhöfn hans verður lengi í minnum hafður, en á mánudaginn komu þeir í land með alls 84,2 tonn af fiski.

Aflinn fékkst í dragnót og var að megninu til þorskur, hver fiskur gjarnan 5-7 kg og þaðan af stærri. „Ég er búinn að vera á sjó frá 1966 og skipstjóri í um fjörutíu ár og hef aldrei komið með jafn mikinn afla að landi eftir einn dag. Samt var bræluskítur á miðunum; stíf norðaustan átt og vindurinn 15 til 16 metrar á sekúndu,“ segir skipstjórinn.

Á þekktri fiskislóð

Steinunn SH var á mánudaginn á þekktri fiskislóð, Brúninni svokölluðu sem er um tvær sjómílur úti af Rifi. Þar var dragnótin sett út og í fyrsta kasti komu í hana rúm sjö tonn, en svo 35 tonn í því næsta og um 42 í því síðasta. „Auðvitað má alltaf búast við góðum afla á þessum slóðum nú þegar vertíðin stendur sem hæst. En vissulega var þetta ansi töff; menn stóðu stíft við í lestinni að blóðga fiskinn og koma í kör. Allt saman gekk þetta þó ljómandi vel og þessi dagur verður skemmtilegur í minningunni. Á þessum tíma vetrar er algengt og mjög gott að menn séu að veiða kannski 25-35 tonn svo ég nefni samanburð við þessi 84 tonnum sem við fengum nú,“ segir Brynjar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 417 kg
Ufsi 275 kg
Karfi 24 kg
Samtals 716 kg
18.9.24 Vésteinn GK 88 Lína
Karfi 309 kg
Keila 292 kg
Hlýri 205 kg
Þorskur 162 kg
Ufsi 21 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 998 kg
18.9.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 207 kg
Hlýri 189 kg
Karfi 137 kg
Þorskur 83 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 629 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 417 kg
Ufsi 275 kg
Karfi 24 kg
Samtals 716 kg
18.9.24 Vésteinn GK 88 Lína
Karfi 309 kg
Keila 292 kg
Hlýri 205 kg
Þorskur 162 kg
Ufsi 21 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 998 kg
18.9.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 207 kg
Hlýri 189 kg
Karfi 137 kg
Þorskur 83 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 629 kg

Skoða allar landanir »