Óvissa um fiskveiðistjórnun sögð hættuleg

Sveinn Agnarsson, prófessor við HÍ, t.v., sagði mikilvægt að langtímastefna …
Sveinn Agnarsson, prófessor við HÍ, t.v., sagði mikilvægt að langtímastefna væri til staðar um sjávarútveginn til þess að draga úr óvissu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umræða um að gera umfangsmiklar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem byggja alfarið á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja getur beinlínis verið hættuleg fyrir greinina, að mati Sveins Agnarssonar, prófessors við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þetta kom fram í erindi hans á opnum fundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í Sjóminjasafninu í morgun. Sagði hann það jafnframt ábyrgð fyrirtækja í greininni að koma fram með þeim hætti að fyrrnefnd umræða skapist ekki.

„Vandinn sem við erum að fást við er þessi. Alveg sama hvaða stefna sé mótuð í stjórn fiskveiða […] þá munu útgerðir í landinu og sjávarútvegsfyrirtæki aðlaga sig að þeirri stefnu með tíð og tíma. Og með tíð og tíma mun það gerast að afkoma í greininni batnar. Þegar afkoma þeirra batnar, þá fara að heyrast raddir um að það gangi of vel og að þurfi að breyta um stefnu. Þetta er hættulegt. Vegna þess að allar atvinnugreinar, og sjávarútvegur er engin undantekning á því, byggja á langtímahugsun. Það eru fjárfestingar sem eiga sér stað yfir langan tíma og fyrirtækin þurfa að búa við sem minnsta óvissu. Það er nóg óvissa í lífríki hafsins fyrir sjávarútvegsfyrirtækin að glíma við. Það er hins vegar óþarfi að búa til of mikla óvissu um stjórn fiskveiða,“ sagði Sveinn.

Bætt afkoma öllum til góðs

Hann sagði að breytingar sem stjórnvöld kunna að gera á fiskveiðistjórnunarkerfinu geti haft áhrif á það hvort forsendur langtímafjárfestinga fyrirtækjanna haldist og geta fyrirtækin því horfið frá fyrri áformum sem myndu skila aukinni arðsemi. Telur Sveinn þess vegna mikilvægt að viðhöfð sé langtímastefnumótun fyrir greinina og að stjórnvöld reyni að standa við þá stefnu. „Og leyfum greininni að skila ávinningi, því það er öllum til góðs til lengra tíma litið.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hins vegar sé á sama tíma mikilvægt að fyrirtækin sjálf hegði sér þannig að ekki skapist umræða í samfélaginu um að breyta þurfi stefnu, að mati Sveins. „Fyrirtækin þurfa líka að vera með langtímastefnu.“

Þá sagði Sveinn mikilvægt að varðveitt sé samkeppni milli sjávarútvegsfyrirtækja og milli tæknifyrirtækja þar sem hún stuðlar að aukinni nýsköpun. En á ákveðnum sviðum sé stærðarhagkvæmni mikilvægur þáttur og nefndi hann sérstaklega á sviði uppsjávarveiða.

Á fundinum var varpað upp spurningu um tilhögun fiskveiðistjórnunar og vék Sveinn meðal annars að svokallaðri uppboðsleið. Telur hann ýmsa ókosti fylgja því skipulagi og benti á að fyrirtæki sem hafi keypt veiðiheimildir í loðnu á uppboði væri hugsanlega ekki fært um að bjóða í þær aftur ef það yrði fyrir loðnubresti.

Mikilvægi greinarinnar

„Sjávarútvegurinn vegur mjög þungt í þjóðhagslegu samhengi og er mjög mikilvægur,“ sagði Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, í ræðu sinni. Vísaði hún til þess að sjávarafurðir skila rétt innan við 40% af tekjum af vöruútflutningi landsins og sagði hún þetta sýna þjóðhagslegt mikilvægi greinarinnar.

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA.
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá sagði hún mikla fjárfestingu sjávarútvegsfyrirtækja í tækni og hugviti hafa aukið verðmætasköpun og fjölgað störfum í tengdum greinum svo um munar. „Það sem líka skiptir höfuðmáli er að okkur hefur tekist að bæta nýtingu afurða okkar,“ sagði Ásdís og benti á að fjárfestingarnar skila auknum tekjum.

Auk Ásdísar og Sveins var Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., einnig með erindi á fundinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »