„Ég skal alveg viðurkenna það að mér var brugðið. Ég var hérna á efri hæðinni niðri í vinnslu og hann var svolítið langur. Það er þetta með þessa bið þar til þetta stoppar,“ segir Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamars Seafood í Grindavík, í samtali við 200 mílur um jarðskjálftann á Reykjanesi í morgun. Hún segir að fólk hafi ekki verið beint hrætt við skjálftann en hann hafi komið á óvart. „Við erum bara ótrúlega slök.“
Jarðskjálftinn var þó ekki það eina sem skók fyrirtækið í morgun. Fréttir bárust af því að stjórnvöld í Bandaríkjunum höfðu tekið ákvörðun um að stöðva farþegaflug milli Evrópu og Bandaríkjanna til þess að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar, sem óttast var að myndi hafa áhrif á rekstur Einhamars þar sem útgerðarfélagið flytur talsvert af sjávarafurðum með flugi til Bandaríkjanna.
„Í morgun vorum við aðallega að hugsa um þetta ferðabann til Bandaríkjanna og hvort það myndi ná til vöruflutninga eða ekki og þá skall þetta á okkur,“ segir Alda Agnes. Hún segir fyrirtækið hafa fengið þær upplýsingar að ferðabannið muni ekki ná til vöruflutninga. „Þeir [Bandaríkin] eru stórir kúnnar hjá okkur og auðvitað er maður bara áhyggjufullur yfir þessari stöðu, en við erum búin að fá það staðfest að vöruflutningar verði áfram.“
Spurð hvort þetta hafi verið óvenjuviðburðaríkur morgunn svarar hún: „Já. Hann er búinn að vera fjörugur síðan klukkan fimm í morgun.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 18.12.24 | 575,08 kr/kg |
Þorskur, slægður | 18.12.24 | 781,30 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 18.12.24 | 292,28 kr/kg |
Ýsa, slægð | 18.12.24 | 198,66 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 18.12.24 | 46,15 kr/kg |
Ufsi, slægður | 18.12.24 | 151,48 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 18.12.24 | 94,06 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
18.12.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.432 kg |
Þorskur | 4.354 kg |
Langa | 9 kg |
Samtals | 8.795 kg |
18.12.24 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Ýsa | 2.260 kg |
Þorskur | 256 kg |
Keila | 10 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 2.530 kg |
18.12.24 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 2.458 kg |
Þorskur | 664 kg |
Keila | 197 kg |
Karfi | 30 kg |
Samtals | 3.349 kg |
18.12.24 Máni II ÁR 7 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 613 kg |
Samtals | 613 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 18.12.24 | 575,08 kr/kg |
Þorskur, slægður | 18.12.24 | 781,30 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 18.12.24 | 292,28 kr/kg |
Ýsa, slægð | 18.12.24 | 198,66 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 18.12.24 | 46,15 kr/kg |
Ufsi, slægður | 18.12.24 | 151,48 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 18.12.24 | 94,06 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
18.12.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.432 kg |
Þorskur | 4.354 kg |
Langa | 9 kg |
Samtals | 8.795 kg |
18.12.24 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Ýsa | 2.260 kg |
Þorskur | 256 kg |
Keila | 10 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 2.530 kg |
18.12.24 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 2.458 kg |
Þorskur | 664 kg |
Keila | 197 kg |
Karfi | 30 kg |
Samtals | 3.349 kg |
18.12.24 Máni II ÁR 7 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 613 kg |
Samtals | 613 kg |