Ágúst Ingi Jónsson
Vísindin eru í forgrunni í loðnuleiðangri Kap VE 4, skips Vinnslustöðvarinnar, sem hófst á miðvikudagskvöld. Fylgst verður með hrygningu loðnunnar auk þess sem sýni verða tekin fyrir sunnan, vestan og norðan land, sem nýtast við líffræðilegar rannsóknir.
Ekki eru væntingar um að leiðangurinn leiði til þess að veiðikvóti verði gefinn út, að segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunnar, í Morgunblaðinu í dag.
Um samvinnuverkefni stofnunarinnar og útgerða uppsjávarskipa er að ræða og er Birkir Bárðarson, fiskifræðingur, leiðangursstjóri um borð í Kap. Byrjað var út af Vík, en ekki hafa verið fréttir um loðnu síðustu daga þar fyrir austan. Í gær var Kapin komin vestur fyrir Reykjanes og er ráðgert að skipið fikri sig með ströndinni vestur á bóginn og inn á Faxaflóa og Breiðafjörð. Síðan verður farið norður fyrir land og er ráðgert að leiðangrinum ljúki í lok næstu viku.
Síðustu ár hefur orðið vart aukinnar hrygningar fyrir norðan land, en hefðbundið hrygningarsvæði loðnunnar síðustu áratugi hefur verið fyrir sunnan land og vestan. Guðmundur segir að miðað við breytileika á milli loðnumælinga í febrúar sé líklegast töluvert umfangsmikil hrygning norðan lands. Hann segir að reynt verði að kortleggja hrygninguna og hvað mikið hrygni á hvaða svæðum.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 29.12.24 | 664,50 kr/kg |
Þorskur, slægður | 29.12.24 | 761,12 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 29.12.24 | 494,22 kr/kg |
Ýsa, slægð | 29.12.24 | 138,70 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 29.12.24 | 274,16 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 29.12.24 | 412,01 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
28.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 324 kg |
Karfi | 172 kg |
Þorskur | 113 kg |
Ýsa | 96 kg |
Samtals | 705 kg |
28.12.24 Indriði Kristins BA 751 Lína | |
---|---|
Þorskur | 173 kg |
Ýsa | 99 kg |
Samtals | 272 kg |
27.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 58 kg |
Steinbítur | 34 kg |
Sandkoli | 9 kg |
Samtals | 101 kg |
27.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 1.146 kg |
Ýsa | 316 kg |
Steinbítur | 61 kg |
Sandkoli | 23 kg |
Þykkvalúra | 20 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 1.567 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 29.12.24 | 664,50 kr/kg |
Þorskur, slægður | 29.12.24 | 761,12 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 29.12.24 | 494,22 kr/kg |
Ýsa, slægð | 29.12.24 | 138,70 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 29.12.24 | 274,16 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 29.12.24 | 412,01 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
28.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 324 kg |
Karfi | 172 kg |
Þorskur | 113 kg |
Ýsa | 96 kg |
Samtals | 705 kg |
28.12.24 Indriði Kristins BA 751 Lína | |
---|---|
Þorskur | 173 kg |
Ýsa | 99 kg |
Samtals | 272 kg |
27.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 58 kg |
Steinbítur | 34 kg |
Sandkoli | 9 kg |
Samtals | 101 kg |
27.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 1.146 kg |
Ýsa | 316 kg |
Steinbítur | 61 kg |
Sandkoli | 23 kg |
Þykkvalúra | 20 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 1.567 kg |