Hafa áhyggjur af þróuninni í Evrópu

Þegar það gerist ár eftir ár, að menn nái ekki …
Þegar það gerist ár eftir ár, að menn nái ekki veiðiheimildunum sínum, þá er sjálfsagt að reyna að slaka aðeins á svo að stofninn verði nýttur, segir Örn Pálsson. mbl.is/Eggert

Lokun veitingageirans í Evrópu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar er talin hafa áhrif á eftirspurn eftir ferskum sjávarafurðum frá Íslandi. Ferskur fiskur er helsta framleiðsluvara smábátaeigenda og hafa þeir áhyggjur af þróun mála.

„Maður hefur áhyggjur af þessu og maður hefur heyrt í félagsmönnum sem hafa áhyggjur af þessu öllu saman – hvernig þetta þróast, hvernig menn koma vörum á markað. Við erum mest að selja ferskt,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda (LS), í samtali við 200 mílur.

Hann kveðst heyra að neysla sjávarafurða erlendis sé að dragast saman og það komi mest niður á ferskum fiski. Það sé þó aðeins einn angi málsins þar sem miklar áhyggjur eru af því að vinnslur verði í lamasessi verði starfsmenn settir í sóttkví.

Spurður hvort félagsmenn LS hafi ákveðið að draga úr veiðum segir Örn svo ekki vera að svo stöddu. „Ég hef ekki orðið var við það, en ég er ekki frá því að það sé fljótt að koma þegar verð fer að lækka á mörkuðum.“ Telur hann líklegt að í kjölfar slíkrar þróunar verði lagt kapp á að draga úr veiðum til þess að geta aukið sjósókn þegar verð fari hækkandi á ný.

Fram kemur í viðtali ViðskiptaMoggans við Bjarna Ármannsson, forstjóra Iceland Seafood, í dag að hann sé þegar farinn að sjá einhverjar verðlækkanir á mörkuðum ytra.

Hefur rætt um úrræði við ráðherra

Örn segir hins vegar stöðuna flókna að því leyti að veiðar eru framkvæmdar með mismunandi hætti og vísar hann til grásleppuveiðar sem nú eru að hefjast, en þær eru tímabundnar og því erfitt fyrir útgerðaraðila að bíða með þær. „Ég hef aðeins rætt við [sjávarútvegs]ráðherrann um að koma til móts við okkur, meðal annars ef það verða veikindi og annað slíkt sem stöðvar bátinn, að heimila að færa dagana. Fyrir því er heimild í lögum.“

Spurður hvort LS hafi biðlað til stjórnvalda um frekari úrræði komi til þess að ástandið fari að hafa verulegar afleiðingar fyrir afkomu greinarinnar svarar Örn: „Við höfum ekki komist svo langt í þessu, en ef þetta vindur mikið upp á sig þarf að skoða það sérstaklega í því ljósi og við þær aðstæður sem skapast.“

Þá þykir honum koma til greina að skoðað verði að rýmka til við veiðar dagróðrabáta og strandveiðar, en slíkt gæti þurft á lagabreytingum að halda til þess að hægt yrði að framkvæma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »