Leggja til 20% aukningu í leyfilegu eldismagni

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að hámarkslífmassi fiskeldis verði aukinn til muna.
Hafrannsóknastofnun ráðleggur að hámarkslífmassi fiskeldis verði aukinn til muna. mbl.is/Helgi Bjarnason

Hafrannsóknastofnun ráðleggur í samræmi við uppfært áhættumat að eldismagn verði ekki meira en 106.500 tonn á landinu öllu sem er aukning frá fyrra mati sem gerði ráð fyrir að hámarksframleiðslumagn fiskeldis yrði 71 þúsund tonn. Kom þetta fram á fundi stofnunarinnar í morgun þar sem Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldissviðs, kynnti nýtt áhættumat á erfðablöndun og ráðleggingar stofnunarinnar.

Sagði Ragnar raunverulega aukningu vera 20% þar sem fyrra mat miðaði við framleiðslu en hið nýja miði við hámarkslífmassa samkvæmt áhættumati erfðablöndunar. Benti hann á að sé fyrra áhættumat endurreiknað á grundvelli nýjustu aðferð myndi fyrri ráðgjöf nema 88,75 þúsund tonn. Það er að segja að það þurfi 88,75 þúsund tonn í sjó til þess að framleiða 71 þúsund tonn.

Aukning á Vestfjörðum

Heildarmagn sem leyfilegt er að framleiða á Vestfjörðum verður samkvæmt ráðgjöfinni 61.500 tonn en fyrri ráðlagning nam 50 þúsund tonnum.

Stofnunin leggur til að hámarkslífmassi í Önundarfirði fari úr engu í 2.500 tonn og í Ísafjarðardjúpi úr engu í 12 þúsund tonn. Þá er óbreyttur hámarkslífmassi í Tálknafirði og Patreksfirði eða 20 þúsund tonn og á það einnig við Arnarfjörð þar sem hámarkið er 20 þúsund tonn. Einnig er óbreytt ráðgjöf í Dýrafirði, 10 þúsund tonn.

Mikil aukning á Austurlandi

Á Austfjörðum er einnig lagt til að auka leyfilega hámarksfranleiðslu úr 21 þúsund tonnum í 42 þúsund tonna hámarkslífmassa. Ráðlagður hámarkslífmassi í Berufirði er 7.500 tonn, 12 þúsund tonn í Fáskrúðsfirði, 16 þúsund tonn í Reyðarfirði og 6.500 tonn í Seyðisfirði. Ekki er ráðlagt að eldi sé starfrækt í Stöðvarfirði.

Fyrri fyrirsögn fréttarinnar tilgreindi 50% aukningu í ráðlögðu eldismagni, tók það ekki tillit til breytinga í viðmiðum Hafrannsóknastofnunar og hefur hún því verið leiðrétt í samræmi við það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 498,55 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 264,24 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.065 kg
Ýsa 476 kg
Keila 242 kg
Karfi 102 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.979 kg
31.1.25 Natalia NS 90 Línutrekt
Þorskur 269 kg
Ýsa 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 281 kg
31.1.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 15.145 kg
Ýsa 2.608 kg
Steinbítur 59 kg
Karfi 12 kg
Keila 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 17.832 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 498,55 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 264,24 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.065 kg
Ýsa 476 kg
Keila 242 kg
Karfi 102 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.979 kg
31.1.25 Natalia NS 90 Línutrekt
Þorskur 269 kg
Ýsa 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 281 kg
31.1.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 15.145 kg
Ýsa 2.608 kg
Steinbítur 59 kg
Karfi 12 kg
Keila 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 17.832 kg

Skoða allar landanir »