Skiptir öllu máli að taka réttar ákvarðanir

Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, segir góðu fréttirnar vera að …
Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, segir góðu fréttirnar vera að fiskur sé nauðsynjavara en að allt annað sé háð mikilli óvissu. Ljósmynd/Iceland Seafood

„Góðu fréttirnar í allri þessari óvissu fyrir íslenskan sjávarútveg eru þær að fiskur er nauðsynjavara, matvæli, og í þessum takmörkunum sem er verið að grípa til í fólksflutningum er verið að leggja áherslu á að lyf og matvæli njóti forgangs og að ferðafrelsi þeirra vara sé ekki skert. Við eigum von á því að það verði margt gert af hálfu yfirvalda á hverjum stað til þess að tryggja það að fólk fái mat. Þetta er það góða í stöðunni í útflutningi á sjávarfangi frá Íslandi,“ segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International, er hann er inntur álits á þróun markaða í kjölfar fordæmalausra aðgerða stjórnvalda víða um heim til þess að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.

„Allt annað er í mjög mikilli óvissu,“ segir Bjarni og vísar meðal annars til þess að sala ferskra afurða inn á Frakkland og saltaðra afurða inn í þjónustugeirann á Spáni og á Ítalíu hefur nánast stöðvast. „Það er mjög mikið stopp í sölu í augnablikinu og meira að segja er útgöngubann á sumum stöðum og harðnandi reglur á öðrum stöðum.“ Hann segir að í þessu árferði haldi kaupendur að sér höndum og endakaupendum á þessum mörkuðum er skipað að vera heima hjá sér. Hins vegar sé fólk enn að versla í dagvöruverslunum.

„En það er líka mikilli óvissu háð og sumstaðar hafa vörumarkaðir lokað svokölluðum fiskborðum. Fiskur er því einvörðungu seldur í pakkningum. Almennt erum við að sjá lækkanir á fiskverði. Í augnablikinu ekki drastískar lækkanir en lækkanir hvort sem það er á laxi, hvítfiski eða skelfiski. Óvissan er mikil og þetta breytist hratt. Við erum að vonast til þess að á næstu vikum sjáist betur í hvaða átt þetta þróast, en í augnablikinu verður hver og einn að meta sína hagsmuni og hvað sé rétt að gera, því það eru allir með vandamál á sínum borðum, bara af mimunandi toga,“ útskýrir Bjarni.

Varir ekki að eilífu

Spurður hvort samdráttur í sölu á fersku sjávarfangi leiði til þess að vinnsluaðilar færi sig í auknum mæli í framleiðslu annarra vara svarar Bjarni: „Það er mismunandi og allir beita öllu því vopnabúri sem þeir hafa. Í einhverjum tilfellum geta menn sett í léttsaltaðar, saltaðar eða frystar afurðir og gera það í einhverjum mæli, því sala á frystum afurðum mun að einhverju leyti taka við af ferskum. Aðrir minnka sóknina í sjóinn meðan þetta gjörningaveður geisar. En það er alveg ljóst að það er ekki hægt að taka það magn sem hefur farið í ferskar afurðir og færa að fullu yfir í aðrar vinnsluleiðir. Þannig að það mun hægja á öllu, sérstaklega á næstu vikum á meðan þetta skýrist.“

Þegar horft er til framtíðar er ljóst að óvissan mun ekki vara að eilífu, að sögn Bjarna. „Þá verður maður að horfa til þeirra landa þar sem þetta byrjaði, eins og Kína, Suður-Kóreu og Singapúr. Þar sjáum við að vinnslueiningar með fisk eru aftur komnar á fulla ferð eftir að hafa stoppað um mánaðamótin janúar/febrúar, í kringum kínverska nýárið, og sömuleiðis er farið aftur að opna veitingahús og lífið að komast aftur í eðlilegt ástand. Það má ekki gleyma því að við munum ná utan um að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar. Þetta eru óvenjulega harðar leiðir sem þarf að fara til þess að ná þeim markmiðum fram, en þá þurfa allir að hegða sér skynsamlega og sýna æðruleysi og halda áfram.“

Páskasalan glötuð

Iceland Seafood hefur fjárfest talsvert að undanförnu og festi meðal annars kaup á eignarhaldsfélagi Elba S.L. á Spáni í nóvember og fyrirtækjunum Icelandic Iberica á Spáni og Oceanpath á Írlandi á árinu 2018. Jafnframt var í byrjun þessa mánaðar undirritaður samningur um kaup á framtíðarvinnsluhúsnæði og frystigeymslu í Grimsby í Bretlandi.

Bjarni segir stöðuna á evrópskum mörkuðum erfiða vegna þessara fordæmalausu aðgerða stjórnvalda að hefta ferðafrelsi og koma á samkomubanni.

„Staðan á Spáni er þannig að við sjáum fram á að páskatímabilið, sem í kaþólskum löndum er mikið fiskneyslutímabil, er í rauninni farið. Það er bara þannig. Við erum auðvitað líka að vinna með okkar viðskiptavinum sem horfa á það að greiðslustreymið til þeirra minnkar. Þetta ástand sem ríkir núna mun taka í og mun gliðna úr saumunum á mjög mörgum stöðum. En þá er framleiðslu stillt af þannig að hún endurspegli þetta ástand. Svo mun sumarið og haustið koma og það verður aldrei þannig að það verði útgöngubann í marga mánuði. Þegar þessu ástandi linnir mun fólk vilja hitta fjölskyldu og vini á veitingastöðum eins og er menning fyrir á þessum stöðum. Þannig að að einhverju leyti er þetta tapaður tími, en að öðru leyti hliðrun,“ segir Bjarni og bætir við að það megi ekki missa sjónar á því að Íslendingar hafa selt fisk til Spánar um aldir – og Iceland Seafood og fyrirrennari þess fyrirtækis, SÍF, síðan 1932 „og við ætlum að halda því áfram um ókomna tíð“.

Þegar litið er til stöðunnar á Írlandi er staðan annars eðlis að sögn Bjarna enda sé Iceland Seafood þar alfarið að selja til stórmarkaða. „Þar er umtalsverð söluaukning. Þegar matsölustöðum er lokað kaupir fólk meira í verslunum og eldar heima við.“ Hann segir hins vegar stórar verslunarkeðjur á borð við Tesco hafa lokað fiskborðum sínum. „Það hefur auðvitað aukið sölu í frystu sjávarfangi – þannig að það eru miklar breytingar í hegðun neytenda á þessum tímum.“

Áhrif á lausafjárstöðu

Bjarni segir mikilvægast á þessum tíma að halda flutningaleiðum opnum, vinna náið með viðskiptavinum og birgjum þannig að upplýsingastreymi sé gott milli aðila og framleiðsla frumframleiðenda sé í sem bestum takti við mat á aðstæðum á hverjum tíma.

Spurður hvort ástandið hafi neikvæð áhrif á lausafjárstöðu Iceland Seafood svarar Bjarni því játandi. „En við erum ágætlega í stakk búin til þess að takast á við það og kemur sér vel að við fórum í hlutafjáraukningu síðastliðið haust samhliða skráningu á aðallista Kauphallarinnar, auk þess erum við með öflug bankasambönd. Þannig að við erum í ágætri stöðu. En það er eins með allan rekstur, að enginn rekstur getur verið án tekna eða með mjög minnkandi tekjur til langs tíma. Núna er aðalmálið að taka réttar ákvarðanir miðað við stöðumatið á hverjum tíma.“

Viðtalið við Bjarna var fyrst birt í ViðskiptaMogganum 18. mars.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »