Á eftir að setja sálina í Pál Jónsson

Gísli Jónsson, skipstjóri á Páli Jónssyni, segir aðbúnað í bátnum …
Gísli Jónsson, skipstjóri á Páli Jónssyni, segir aðbúnað í bátnum vera eins og best verður á kosið. Ljósmynd/Jón Steinar Sæmundsson

Páll Jónsson GK, nýi Vísisbáturinn, reynist vel og veiðin er ágæt. Með 40.000 króka á sjó sagði Gísli Jónsson sína sögu en hann hefur verið til sjós í alls 54 ár. Starfið segir hann hafa breyst mikið.

„Þorskurinn bítur ekki á agnið eins og við vildum, því nú er loðna um allan sjó,“ segir Gísli Jónsson, skipstjóri á Páli Jónssyni GK 7. Landað var úr bátnum í Grindavík í gærmorgun og var aflinn um 70 tonn; þorskur sem fékkst á Skerjadýpi suður af Reykjanesi, á Eldeyjarbanka en að stærstum hluta á Dritvíkurgrunni úti af Snæfellsnesi.

„Þó að loðnan finnist ekki í veiðanlegum mæli er nóg af henni samt, og hún þá mikilvægt æti fyrir þann gula og annan fisk sem er ofar í fæðukeðjunni. Sama var uppi á teningnum í fyrra en þegar loðnan hvarf var líka fínt fiskirí. Sama býst ég við að gerist á næstunni.“

Alltaf á þriðjudögum

Hinn nýi Vísisbátur, Páll Jónsson GK, er 45 metra langur, 10,5 metra breiður og fyrsta nýsmíðin af þessari stærð sem Vísir hf. fær í rúmlega 50 ára sögu fyrirtækisins. Báturinn kom til landsins 21. janúar. Róðrarnir síðan þá eru orðnir fjórir. Aflinn sem fékkst á línuna í þremur fyrstu túrunum var um 100 tonn, en hver bátur í útgerð Vísis hefur sinn fasta löndunardag. Er þriðjudagurinn jafnan merktur Páli Jónssyni, sem kemur inn í bítið og fer út aftur um kvöldið. Miðað er við að á bátnum séu fiskuð um 4.000 tonn á ári, en sú tala þarf að haldast og hráefni að berast í réttum skömmtum svo að jafnvægi haldist í vinnslu og sölu afurða.

Landað í Grindavíkurhöfn.
Landað í Grindavíkurhöfn. Ljósmynd/Jón Steinar Sæmundsson

„Báturinn hefur nú í upphafinu reynst vel í alla staði og reynslan er góð. Reyndar er eftir að fínstilla nokkur smáatriði og koma einstaka tækjum og búnaði fyrir á sínum rétta stað; nokkuð sem ég vil kalla að setja þurfi sálina í skipið, sem er alveg bráðnauðsynlegt,“ segir Gísli og heldur áfram:

24 eru í hópnum

„Aðbúnaður í bátnum er allur eins og best verður á kosið, svo sem á dekki, vinnslurými, í vél, vistarverum skipverja og borðsal. Allt íburðarlaust en flott. Svo erum við líka með allan nýjasta og besta skipstjórnarbúnaðinn sem býðst, en hvernig honum var komið fyrir í brúnni var nokkuð sem ég fékk að vera með í ráðum um við og hönnun smíði bátsins. Annað sáu sérfræðingarnir um. “

Alls eru fjórtán í áhöfn á Páli Jónssyni GK, en menn róa til skiptis svo í hópnum öllum eru alls 24 karlar. Allt dugnaðarforkar, rétt eins og þarf til sjós og á línunni – en sú sem skipverjarnir á Páli settu í sjó og drógu á Dritvíkurgrunni í vikunni var 54 kílómetrar og krókarnir um 40.000 talsins.

Páll Jónsson GK þegar hann kom til Grindavíkur í janúar.
Páll Jónsson GK þegar hann kom til Grindavíkur í janúar. Ljósmynd/Jón Steinar Sæmundsson

Gísli segir góða og skemmtilega tilfinningu fylgja því að vera skipstjóri á nýjum bát. Einn af hápunktum á ferlinum sem spannar 54 ár, þar af skipstjóri síðan 1973. Fyrst var Gísli á bátum frá Stokkseyri og byrjaði fimmtán ára. Var seinna austur á landi. Bjó þrjátíu ár í Þorlákshöfn og var á bátum sem gerðir voru þaðan út. Árið 1996 réði hann sig síðan til Vísis hf. í Grindavík og munstraðist svo þegar fram liðu stundir á bátinn Pál Jónsson GK – hinn fyrri.

Dagur sem markaði skil í söguni

„Við héldum út í fínu veðri og settum út fyrstu lögnina og þetta var 11. september 2001, dagur sem átti eftir að marka skil í sögunni,“ segir Gísli, en á sínum 19 árum á Páli Jónssyni fyrri fiskuðust alls 60 þúsund tonn, sem hlýtur að teljast ansi gott þegar allt er saman lagt eftir tvo áratugi.

„Ég var og er vissulega ekki einn í þessu harki og alltaf með góðan mannskap með mér. Við Ingibergur Magnússon, jafnaldri minn og æskufélagi frá Stokkseyri, erum búnir að vera saman til sjós nánast alla tíð og þá hefur Valgeir Sveinsson frá Eyrarbakka verið með mér síðan 1996. Á nýjum Páli Jónssyni og fimm síðustu ár á þeim fyrri hefur Benedikt Páll Jónsson verið stýrimaður og skipstjóri á móti mér. Á þessum bát ætlum við að hafa fyrirkomulagið þannig að ég tek tvo túra og hann aðra tvo. Það kemur ágætlega út. Orðinn sjötugur finnst mér allt í lagi að slá aðeins af og taka mér lengri frí. Yngri menn sem leggja sjómennskuna fyrir sig gera slíkt raunar líka og kjósa að eiga líf utan vinnunnar, sem ég skil vel,“ segir Gísli að síðustu.

Viðtalið við Gísla var fyrst birt í ViðskiptaMogganum 18. mars.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 593,63 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 381,27 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 193,66 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 593,63 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 381,27 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 193,66 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »