10% af komum skemmtiferðaskipa aflýst

Ocean Diamond, eitt þeirra leiðangursskipa sem leggjast að Miðbakka þar …
Ocean Diamond, eitt þeirra leiðangursskipa sem leggjast að Miðbakka þar sem farþegaskipti fara fram. Öllum ferðum skipsins hefur verið aflýst í sumar. mbl.is/Styrmir Kári

Samtals hefur 15 komum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur í vor og sumar verið aflýst, en það er 10% af þeim komum sem var reiknað með. Stærstu skipin hafa þó ekki enn tekið ákvörðun um að aflýsa ferðum. Meðal þeirra skipa sem ekki koma í ár er Ocean Diamond, en það hefur undanfarin ár verið með hringsiglingar um landið og áformaði 15 ferðir í sumar. Hefur þeim öllum verið aflýst.

Auk Ocean Diamond hafa fjögur önnur skemmtiferðaskip aflýst komu sinni og er því samtals um 19 komur að ræða til Reykjavíkur. Þetta staðfestir Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, í samtali við mbl.is. Í heild var gert ráð fyrir 190 komum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur í ár og hefur því 10% þeirra verið aflýst. Skipin hafa alla jafna siglt á fleiri hafnir en bara í Reykjavík, meðal annars á Ísafirði og Akureyri, auk annarra smærri viðkomustaða.

Gísli segir að enn hafi ekki fleiri aflýst ferðum til Íslands, en engar siglingar skemmtiferðaskipa eru nú áætlaðar út apríl og inn í maí. Segir Gísli að líklega bíði skipafyrirtækin aðeins lengur með ákvarðanir til að sjá hvernig þróunin verði með útbreiðslu kórónuveirunnar.  Hann segir að háönn skemmtiferðasiglinga nái frá miðjum júní og út ágúst, en þá koma líka stærstu skipin. Enn sem komið er hafa engin þeirra enn aflýst ferðum til landsins.

Oce­an Diamond er svo­kallað leiðang­urs­skip. Það sigl­ir hring­inn í kring­um landið með er­lenda ferðamenn og eru áformaðar 15 ferðir í sum­ar. Skipið er 8.282 brútt­ót­onn að stærð og get­ur tekið 207 farþega og í áhöfn eru 144 manns. Það kem­ur við í nokkr­um höfn­um á lands­byggðinni. Meðal ann­ars er höfð viðdvöl í Stykk­is­hólmi, á Ísaf­irði, Ak­ur­eyri, Húsa­vík, Djúpa­vogi og í Vest­manna­eyj­um. Áhersla er lögð á að gefa farþeg­un­um kost á að kynn­ast land­inu, nátt­úr­unni og ís­lenskri menn­ingu.

Spurður um rekstraráhrif útbreiðslu veirunnar á rekstur Faxaflóahafna segir Gísli að þau séu ekki enn farin að koma fram með tilliti til farþegaskipanna. Hins vegar hafi verið niðursveifla í vöruflutningum undanfarið, eða síðustu þrjá mánuði síðasta árs og fram á þetta ár. Nú sé útlitið heldur ekki bjart almennt í hagkerfinu, en Gísli segir að flutningar til og frá landinu haldist nokkuð þétt í hendur við hagsveifluna. Fyrr í dag sagði Seðlabankinn frá spá sinni um 5% samdrátt í hagkerfinu vegna útbreiðslu veirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.12.24 663,87 kr/kg
Þorskur, slægður 29.12.24 761,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.12.24 494,32 kr/kg
Ýsa, slægð 29.12.24 138,70 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.12.24 276,98 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 29.12.24 427,29 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 324 kg
Karfi 172 kg
Þorskur 113 kg
Ýsa 96 kg
Samtals 705 kg
28.12.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 173 kg
Ýsa 99 kg
Samtals 272 kg
27.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 58 kg
Steinbítur 34 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 101 kg
27.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.146 kg
Ýsa 316 kg
Steinbítur 61 kg
Sandkoli 23 kg
Þykkvalúra 20 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.567 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.12.24 663,87 kr/kg
Þorskur, slægður 29.12.24 761,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.12.24 494,32 kr/kg
Ýsa, slægð 29.12.24 138,70 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.12.24 276,98 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 29.12.24 427,29 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 324 kg
Karfi 172 kg
Þorskur 113 kg
Ýsa 96 kg
Samtals 705 kg
28.12.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 173 kg
Ýsa 99 kg
Samtals 272 kg
27.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 58 kg
Steinbítur 34 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 101 kg
27.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.146 kg
Ýsa 316 kg
Steinbítur 61 kg
Sandkoli 23 kg
Þykkvalúra 20 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.567 kg

Skoða allar landanir »