Engin eftirspurn í Frakklandi

Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brim, segir ferskar afurðir úr bolfiskvinnslu …
Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brim, segir ferskar afurðir úr bolfiskvinnslu fyrirtækisins í Reykjavík hafa myndað um 22% af heildarsölu fyrirtækisins í fyrra. mbl.is/​Hari

Í kjölfar mikils samdráttar í eftirspurn eftir ferskum afurðum hefur Brim fært framleiðslu yfir í frystar vörur. Nú safnast fyrir birgðir hjá fyrirtækinu.

„Hún er erfið. Það er nánast engin sala á ferskum fiskafurðum,“ er svarið sem blaðamaður fær er hann spyr Ægi Pál Friðbertsson, framkvæmdastjóra Brims hf., um stöðuna á mörkuðum um þessar mundir. Evrópskir markaðir hafa orðið fyrir talsverðum truflunum í kjölfar þess að gripið var til hertra aðgerða til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar, en fjöldi veitingahúsa og matsölustaða hefur þurft að loka.

Ægir Páll segir ferskar afurðir úr bolfiskvinnslu Brims í Reykjavík hafa myndað um 22% af heildarsölu fyrirtækisins í fyrra. Stærsti hluti þess fisks sem um ræðir var þorskur og eru umframafurðir, sem skapast vegna minni sölu á ferskum fiski, frystar. „Það má segja að þessi ferski bolfiskmarkaður sé lokaður í dag. Hjá okkur fór mest inn á Frakkland, þar er engin eftirspurn.“

Eftirspurn dregst saman

Þrátt fyrir að framleiðslu sé beint yfir í frystar afurðir er ekki sjálfgefið að eftirspurn eftir þeim sé til staðar og aukast því birgðir hjá fyrirtækinu. „Þessar þorskafurðir sem við erum að frysta núna, vegna lokunar ferska markaðarins, erum við ekki með sölusamninga fyrir. Við erum að vinna að því,“ útskýrir Ægir Páll og bætir við að enn séu fyrir hendi gildandi sölusamningar fyrir þær landfrystu vörur sem fyrirtækið hefur verið að framleiða áður en lokanir hófust í Evrópu.

Hann segir fyrirtækið ekkert hafa dregið úr landvinnslu enn sem komið er. Auk þess sé unnið hörðum höndum að því að reyna að selja frystu umframafurðirnar. „Það er unnið að því að selja en eftirspurnin minnkar með hverjum deginum sem líður og er nánast engin í dag. Hefur minnkað síðustu tíu daga.“

Hann segir einnig verulega óvissu um sjófrystar afurðir, sérstaklega afurðir sem seldar eru mikið til ferðamannastaða í álfunni, meðal annars til Spánar og Tyrklands. En þó er stærra mál sala á sjófrystum afurðum til Bretlands í kjölfar yfirlýsingar stjórnvalda þar í landi á mánudag um að aðgerðir yrðu hertar. „Bretland er annað mesta viðskiptaland okkar á eftir Frakklandi. Það voru tilkynntar hertar aðgerðir í Bretlandi og við eigum eftir að sjá hvaða áhrif þær hafa,“ segir Ægir Páll.

Frá degi til dags

Spurður hvernig Brim muni hátta rekstri í framhaldinu svarar Ægir Páll: „Það er algjör markaðsóvissa, þar sem markaðir fyrir ákveðnar afurðir hafa bara stoppað. Við sjáum fyrir okkur að breyta áherslunni í veiðinni, minnka þorskinn og leggja meiri áherslu á ufsa og karfa í landvinnslunni.“

Inntur álits á því hvort þrýstingur skapist á verð á mörkuðum þegar þeir fari af stað á ný og fyrirtæki losi um birgðastöðuna kveðst hann ekki vilja gefa út miklar spár í þeim efnum. „Íslenskur sjávarútvegur er í alþjóðlegri samkeppni á mörkuðum og Norðmenn eru að veiða en þeir eru með mesta magnið af þorski og ráða því miklu um þróun á þorskmörkuðum. Þetta fer eftir því hvernig markaðirnir koma til baka eftir þessar hörmungar. Það er algjör óvissa um það og hvort neyslumynstur breytist í helstu viðskiptalöndum okkar, það getur auðvitað breyst líka.“

Miklar breytingar eiga sér stað þessa dagana á mörkuðum og segir Ægir Páll að staðan sé metin á hverjum degi. „Ákvarðanir eru teknar frá degi til dags vegna þessara síbreytilegu aðstæðna en styrkleiki íslensk sjávarútvegsfyrirtækja er sveigjanleiki þeirra. Það tekur hins vegar tíma að laga þau að breyttu umhverfi.“

Viðtalið við Ægi Pál var fyrst birt í ViðskiptaMogganum 25. mars.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka