Samherji biður sjómenn um að vera lengur á sjó

Samherji biður sjómenn um að vera lengur á sjó til …
Samherji biður sjómenn um að vera lengur á sjó til að koma í veg fyrir smit. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Útflutningur Samherja á ferskum fiski hefur minnkað um 25% og er „alger óvissa“ um næstu vikur, segir Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, í bréfi sem sent var áhöfnum á skipum í útgerðarflota fyrirtækisins og birt hefur verið á vef Samherja. Biðlar hann til sjómanna að vera lengur á sjó en venja er.

Kristján segir starfsemi fiskvinnslunnar hefi verið umturnað vegna aðgerða sem miða að því að aðlaga starfsemi Samherja fyrirmælum almannavarna. Þá hafi verið gripið til frekari aðgerða í síðustu viku og var starfsemi Útgerðarfélags Akureyringa og í starfsstöð Samherja á Dalvík minnkuð til „um því sem næst helming með því að einungis 50% starfsfólks vinnur á sama tíma“.

Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja.
Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja. Ljósmynd/Samherji

Marga túra í röð

Fram kemur í bréfinu að Samherji hefur gripið til þess ráðs að biðja áhafnir um að taka fleiri túra í röð án þess að fara í land til þess að forðast smit um borð og tryggja að skipin verði lengur í rekstri.

„Skip er vinnustaður með mikla nánd manna, þess vegna þarf að hugsa þar ráð sem best geta dugað. Í sjálfu sér er ekki smithætta úti á sjó svo fremi sem enginn er smitaður. Meðal annars þess vegna […] kom sú hugmynd að áhöfn hvers skips væri í raun í eins konar einangrun um borð eins lengi og fært er og þannig minnka líkur á smiti. Hversu langur sá tími verður er alveg undir áhöfn komið, þetta er ný hugmynd sem kom upp sem tilraun í baráttunni og virðist í raun vera nokkuð skynsöm. Okkur er ljóst að þetta er ekki auðvelt fyrir marga og kannski sérstaklega vegna þess að það er ekki hefð fyrir að taka marga túra í röð án þess að fara í land á milli. Með þessu teljum við auknar líkur á að takist að halda skipunum lengur inni í rekstrinum og þar með tekjum ykkar,“ segir Kristján.

Bendir hann á að staðan á mörkuðum hafi breyst mikið á tveimur vikum „og það sést alls ekki fyrir um áframhaldandi breytingar, en þær munu því miður gerast. Að sama skapi hefur þurft að breyta í vinnslunni. Ferski útflutningurinn hefur minnkað í allt að 25% af því sem var, og alger óvissa um næstu vikur. Það eins með magnið, það sveiflast og þess vegna oft erfitt að ákveða fyrir fram hvað mikið við getum fiskað. Þar kemur að ykkar þætti og þið hafið alltaf sýnt að á ykkur má treysta í keðjunni.“

Vilja tryggja störf

Þá segir útgerðarstjórinn markmiðið vera að gera það sem hægt er til þess að halda starfsfólki í í vinnu og koma í veg fyrir smit. „Það er einungis hægt með samstilltu framtaki hvers og eins. Þannig trúum við að best verði að koma aftur í venjulegan rekstur þegar fárinu lýkur og að enginn viðskiptavinur erlendis hafi gleymt okkur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.2.25 600,30 kr/kg
Þorskur, slægður 10.2.25 616,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.2.25 418,59 kr/kg
Ýsa, slægð 10.2.25 347,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.2.25 226,82 kr/kg
Ufsi, slægður 10.2.25 306,26 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 10.2.25 398,27 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.2.25 Björn EA 220 Þorskfisknet
Þorskur 4.562 kg
Karfi 98 kg
Samtals 4.660 kg
10.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.276 kg
Ufsi 465 kg
Ýsa 87 kg
Karfi 26 kg
Samtals 1.854 kg
10.2.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 76.336 kg
Karfi 29.952 kg
Ufsi 9.248 kg
Ýsa 7.842 kg
Langa 1.306 kg
Steinbítur 1.192 kg
Keila 82 kg
Blálanga 81 kg
Þykkvalúra 54 kg
Grálúða 11 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 126.112 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.2.25 600,30 kr/kg
Þorskur, slægður 10.2.25 616,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.2.25 418,59 kr/kg
Ýsa, slægð 10.2.25 347,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.2.25 226,82 kr/kg
Ufsi, slægður 10.2.25 306,26 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 10.2.25 398,27 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.2.25 Björn EA 220 Þorskfisknet
Þorskur 4.562 kg
Karfi 98 kg
Samtals 4.660 kg
10.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.276 kg
Ufsi 465 kg
Ýsa 87 kg
Karfi 26 kg
Samtals 1.854 kg
10.2.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 76.336 kg
Karfi 29.952 kg
Ufsi 9.248 kg
Ýsa 7.842 kg
Langa 1.306 kg
Steinbítur 1.192 kg
Keila 82 kg
Blálanga 81 kg
Þykkvalúra 54 kg
Grálúða 11 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 126.112 kg

Skoða allar landanir »