Fjárfesta 100 milljónum í sjálfvirku pökkunarkerfi

Fisk Seafood á Sauðárkróki hefur fjárfest um 100 milljónum í …
Fisk Seafood á Sauðárkróki hefur fjárfest um 100 milljónum í vigtunar- og pökkunarvél frá Völku. Ljósmynd/Valka

Sjávarútvegsfyrirtækið FISK Seafood á Sauðárkróki hefur samið við hátæknifyrirtækið Völku um kaup og uppsetningu á nýju kerfi fyrir samval og sjálfvirka pökkun á léttsöltuðum frystum flökum og nemur kaupverðið um 100 milljónum króna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Þar segir að kerfið velur saman og pakkar flökunum í kassa með mun meiri nákvæmni en þekkst hefur og sparar þannig verðmæta yfirvigt. Vísað er til þess að þegar vara er seld eftir fastri þyngd sé mikilvægt að yfirvigtin sé sem allra minnst í hverjum kassa. Hefðbundnir samvalsflokkarar þekkja aðeins þyngd á einu stykki og velja út frá því, auk líkindareiknings, í hvaða kassa stykkið fer. Samvals- og pökkunarróbótinn frá Völku þekkir raunverulega þyngd stykkja sem eru á leiðinni. Hugbúnaðurinn sem byggir á leikjafræði, og unninn í samstarfi við Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík, ákvarðar þannig linnulaust bestu lausn og eyðir óæskilegri yfirvigt.

Guðjón Ingi Guðjónsson, sölustjóri hjá Völku, og Ásmundur Baldvinsson, yfirmaður …
Guðjón Ingi Guðjónsson, sölustjóri hjá Völku, og Ásmundur Baldvinsson, yfirmaður landvinnslu FISK Seafood, „handsala“ samninginn. Ljósmynd/Valka

Mannskapur sparast

„Kaupin á nýju pökkunarvélinni eru enn ein staðfesting þess að við hjá FISK Seafood erum að hugsa og fjárfesta til  framtíðar,“ segir Ásmundur Baldvinsson, yfirmaður landvinnslu FISK Seafood.

„Hagræðingin er fyrst og fremst fólgin í nákvæmni við vigtun. Við vitum að yfirvigtin verður minni en með mannshöndinni og hvert prósentustig í þeim efnum skiptir gríðarlegu máli fjárhagslega. Sömuleiðis sparast mannskapur við færibandið og þær hendur verða kærkomnar í öðrum mikilvægum verkefnum í vinnslunni. Standi afköstin og gæðin undir væntingum er ekki vafi á því að þessi fjárfesting muni borga sig upp á viðunandi tíma og skila okkur eftir það góðum hagnaði.“

Vigtunarvél Völku vegur hvert flak og ákveður í hvaða kassa …
Vigtunarvél Völku vegur hvert flak og ákveður í hvaða kassa það fer. Ljósmynd/Valka
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »