„Þetta eru forkastanleg vinnubrögð“

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir aldrei áður hafa komið …
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir aldrei áður hafa komið upp sú staða að grásleppusjómenn sem eru með fjölda neta í sjó verði skyndilega án veiðileyfis. mbl.is/Golli

Margir smábátaeigendur eru ósáttir við ákvörðun um að banna grásleppuveiðar frá og með miðnætti í kvöld og hvernig staðið var að þeirri henni. Margt hefði betur mátt fara, segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábáteigenda, í samtali við 200 mílur.

„Í fyrsta lagi erum við mjög svekktir yfir því hvernig að þessari stöðvun var staðið. Ég vissi af henni rétt í kringum fjögur á fimmtudeginum. Þá var komin tilkynning á heimsíðu Fiskistofu og annars ekkert rætt við okkur. Ég sá það strax að það væri vonlaust fyrir marga að ná netunum í land fyrir miðnætti í kvöld, vegna þess að það er mjög mikill afli og það er ekki pláss í bátunum. En auðvitað veit ég að menn munu reyna allt sem þeir geta til þess að hætta veiði,“ segir Örn.

Hann segir grásleppusjómenn mjög ósátta við ákvörðunina. „Þeir sem eru í miðri vertíð og líka þeir sem eru ekki komnir svo langt. Þetta hefur komið aftan að þeim og ráðherrann hefði átt að koma því á framfæri í reglugerð að leyfilegur heildarafli á vertíðinni væri 4.656 tonn og að veiðar yrðu stöðvaðar þegar væri komið að því marki.“ Spurður hvort ráðherra hafi ekki gefið nægilega skýr skilboð um tilhögun veiðanna við upphaf þeirra svarar Örn: „Alls ekki.“

Þeir sem hafa stundað grásleppuveiðar eru mis langt komnir í …
Þeir sem hafa stundað grásleppuveiðar eru mis langt komnir í vertíðinni. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Telur þú að tímasetningin um að tilkynna stöðvun veiða á fimmtudegi klukkan fjögur fyrir langa helgi sé til þess fallin að draga úr getu manna til þess að andmæla ákvörðuninni?

„Þetta eru náttúrulega forkastanleg vinnubrögð að hafa þetta svona og ekki hægt að ná í nokkurn mann. Og standa frammi fyrir því að menn séu búnir að missa leyfið á miðnætti og vera með fjölda neta í sjó og eru þar með orðnir ólöglegir og hafa í raun ekki heimild til þess að stunda grásleppuveiðar, hvað þá að ná netunum. En þetta er staða sem hefur aldrei nokkurn tímann komið upp,“ svarar framkvæmdastjórinn.

Mismunun útgerðaraðila

Hann kveðst hafa viljað sjá stöðvun veiða hafa lengri aðdraganda. „Þannig að væri meiri jafnræði milli manna í fjölda [veiði]daga. Með þessu eru sumir rétt búnir að leggja, aðrir komnir með 44 daga og þriðji hópnum er tryggt allt að 15 dögum. Það er mikil mismunun þarna á milli.“

Þá telur Örn að réttara hefði verið að fylgjast nánar með veiðunum, einkum stöðunni hvað varðar útgefið aflamark. Bendir hann á að samtökin hafi sent atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu bréf 2. apríl þar sem þessu var komið á framfæri. Þar var jafnframt mælt með því að hámarks veiðidagar hvers báts yrðu 39 til 40 dagar en ráðuneytið ákvað að þeir yrðu 44.

„Veiðar fóru hægt af stað, það var mikið um brælu og í fyrstu tölum mátti kannski ekki gera ráð fyrir því að vertíðin yrði upp á marga fiska. En strax og veður batnaði og fleiri fóru að týnast á veiðar var þetta algjörlega ljóst og hefði mátt sjá þetta með miklu meiri fyrirvara,“ segir Örn, en heildarafli veiðanna hefur náð ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

Breytingar án fyrirvara

Margt hefðir betur mátt fara að mati framkvæmdastjórans sem gerir einnig athugasemdir við það hvernig Hafrannsóknastofnun stóð að ráðgjöf sinni um heildarafla. „Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar var lægri núna en í fyrra þrátt fyrir að rallið kom betur út. Ef maður les hvers vegna, þá er það vegna þess að þeir breyttu þeirra aðferð sem notuð er til að reikna út hvað þeir leggja til að verði heildarafli. Mér finnst allar svona breytingar eigi að kynna með góðum fyrirvara þannig að menn væru vel meðvitaðir og gætu brugðist við.“

Hafrannsóknastofnun breytti forsendum útreikninga um hvernig skyldi ákveða heildarafla.
Hafrannsóknastofnun breytti forsendum útreikninga um hvernig skyldi ákveða heildarafla. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »