Atvinnuveganefnd hefur óskað eftir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra beini því til Hafrannsóknastofnunar að athuga hvort ástæða sé til að endurmeta ráðgjöf stofnunarinnar vegna grásleppuveiða ársins á grundvelli þeirrar gagnrýni sem forsendur ráðgjafarinnar hefur hlotið. Kemur þetta fram í bréfi sem nefndin sendi ráðherra á mánudag.
Ráðgjöf stofnunarinnar hefur hlotið talsverða gagnrýni að undanförnu, meðal annars vegna þeirra gagna sem hún hefur lagt til grundvallar ráðgjöfinni.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir í samtali við 200 mílur að nefndin hafi tekið saman þau gögn sem komið hafa fram vegna málsins og hafi talið ástæðu til þess að láta skoða hvort ekki sé „eðlilegt að Hafrannsóknastofnun tæki þessa ráðgjöf til endurskoðunar með vísan til þessara gagna“.
„Við erum búin að senda það frá okkur og afrit til Hafrannsóknastofnunar. Við bíðum átekta áður en við förum að kalla Hafró til okkar og spyrjast fyrir um hvort þeir hafi skoðað þessi gögn,“ segir hún. „Það er sjálfsagður og eðlilegur hlutur, miðað við að fá fleiri gögn í hendurnar, koma með góða rýni á þau og rökstyðja hvers vegna ætti ekki að endurskoða ráðgjöfina,“ bætir Lilja Rafney við.
Þá telur hún ástæðu til þess að skoðaðir verði reiknistuðlar Hafrannsóknastofnunar, en þá hefur meðal annars Axel Helgason, fyrrverandi formaður Landssambands smábátaeigenda, gagnrýnt.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 15.1.25 | 451,78 kr/kg |
Þorskur, slægður | 15.1.25 | 618,11 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 15.1.25 | 395,02 kr/kg |
Ýsa, slægð | 15.1.25 | 250,78 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 15.1.25 | 224,04 kr/kg |
Ufsi, slægður | 15.1.25 | 255,74 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 15.1.25 | 173,18 kr/kg |
15.1.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Breiðasundsskel | 1.110 kg |
Ígulker Bf A | 412 kg |
Samtals | 1.522 kg |
15.1.25 Gullver NS 12 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 12.566 kg |
Ufsi | 3.661 kg |
Arnarfjarðarskel | 3.014 kg |
Karfi | 2.898 kg |
Samtals | 22.139 kg |
15.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.709 kg |
Þorskur | 1.177 kg |
Keila | 207 kg |
Hlýri | 104 kg |
Karfi | 45 kg |
Ufsi | 5 kg |
Samtals | 4.247 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 15.1.25 | 451,78 kr/kg |
Þorskur, slægður | 15.1.25 | 618,11 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 15.1.25 | 395,02 kr/kg |
Ýsa, slægð | 15.1.25 | 250,78 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 15.1.25 | 224,04 kr/kg |
Ufsi, slægður | 15.1.25 | 255,74 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 15.1.25 | 173,18 kr/kg |
15.1.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Breiðasundsskel | 1.110 kg |
Ígulker Bf A | 412 kg |
Samtals | 1.522 kg |
15.1.25 Gullver NS 12 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 12.566 kg |
Ufsi | 3.661 kg |
Arnarfjarðarskel | 3.014 kg |
Karfi | 2.898 kg |
Samtals | 22.139 kg |
15.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.709 kg |
Þorskur | 1.177 kg |
Keila | 207 kg |
Hlýri | 104 kg |
Karfi | 45 kg |
Ufsi | 5 kg |
Samtals | 4.247 kg |