Hafa framselt 84,5% hlut í Samherja

Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir munu fara samanlagt með um …
Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir munu fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja eftir að hafa keypt hluti í félaginu af föður sínum, Þorsteini Má Baldvinssyni, sem mun áfram vera forstjóri þess. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Aðal­eig­end­ur Sam­herja hf., þau Helga Stein­unn Guðmunds­dótt­ir, Þor­steinn Már Bald­vins­son, Kristján Vil­helms­son og Kol­brún Ing­ólfs­dótt­ir, fara nú aðeins með 2% af hluta­fé fé­lags­ins eft­ir að hafa fram­selt hluta­bréfa­eign sína í Sam­herja til barna sinna. Fyr­ir breyt­ing­arn­ar fóru þau sam­an­lagt með 86,5% hluta­fjár í fé­lag­inu, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Sam­herja.

Fram kem­ur að stærstu hlut­haf­ar verða nú Bald­vin Þor­steins­son og Katla Þor­steins­dótt­ir, sem munu fara sam­an­lagt með um 43,0% hlut í Sam­herja og Dagný Linda Kristjáns­dótt­ir, Hall­dór Örn Kristjáns­son, Kristján Bjarni Kristjáns­son og Katrín Kristjáns­dótt­ir sem munu fara sam­an­lagt með um 41,5% hluta­fjár.

„Und­ir­bún­ing­ur þess­ara breyt­inga á eign­ar­haldi hef­ur staðið und­an­far­in tvö ár en áformin og fram­kvæmd þeirra voru form­lega kynnt í stjórn fé­lags­ins á miðju ári 2019. Með þess­um hætti vilja stofn­end­ur Sam­herja treysta og viðhalda þeim  mik­il­vægu fjöl­skyldu­tengsl­um sem fé­lagið hef­ur ætíð byggst á og hafa verið horn­steinn í rekstr­in­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Halda störf­um sín­um

Þá seg­ir að fyrr­greind viðskipti ná aðeins til hluta­bréfa í Sam­herja hf. sem fer með inn­lenda starf­semi sam­steyp­unn­ar, en er­lend starf­semi henn­ar er á hönd­um Sam­herja Hold­ing ehf. En Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, og Kristján Vil­helms­son, út­gerðar­stjóri fé­lags­ins, munu áfram gegna störf­um sín­um hjá Sam­herja.

„Við frænd­urn­ir höf­um full­an metnað til að taka þátt í áfram­hald­andi rekstri Sam­herja. Fé­lagið á mikla og bjarta framtíð fyr­ir sér og hef­ur vaxið og dafnað þrátt fyr­ir ýmsa erfiðleika. Starfs­fólk okk­ar hef­ur sýnt eig­end­um og fé­lag­inu ein­stakt traust í ára­tugi og lagt grunn að þeim stöðug­leika sem er lyk­il­atriði í starf­sem­inni. Nú fáum við nýja kyn­slóð til liðs við okk­ur. Við fáum tæki­færi til að halda áfram að skapa verðmæti með full­nýt­ingu hrá­efn­is, veita vinnu og starfs­ör­yggi og tryggja enn frek­ar þau mik­il­vægu gildi um sjálf­bærni og vandaða um­gengni um auðlind­ina sem verið hef­ur stefna Sam­herja frá upp­hafi,“ er haft eft­ir Þor­steini og Kristjáni í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg

Skoða allar landanir »