Verð sjávarafurða í sögulegu hámarki

Útflutningsverðmæti þorsks jókst um 5% þrátt fyrir að útflutt magn …
Útflutningsverðmæti þorsks jókst um 5% þrátt fyrir að útflutt magn hafi aðeins aukist um 0,1%. mbl.is/Sigurður Bogi

„Verð ís­lenskra sjáv­ar­af­urða mælt í er­lendri mynt hef­ur verið í hækk­un­ar­fasa und­an­far­in miss­eri. Verðið hélt áfram að hækka á fyrsta árs­fjórðungi þessa árs og hef­ur hækkað sam­fleytt 10 fjórðunga í röð,“ seg­ir í nýrri Hag­sjá Lands­bank­ans. Þar seg­ir að verð hafi lækkað síðast milli ann­ars og þriðja árs­fjórðungs 2017.

Verðhækk­un­in á fyrsta árs­fjórðungi nam 0,7% miðað við fjórða fjórðung síðasta árs. Verð sjáv­ar­af­urða í er­lendri mynt er því nú í sögu­legu há­marki.

Mun minna magn

Fram kem­ur að út­flutn­ing­ur á sjáv­ar­af­urðum nam 63,9 millj­örðum króna á fyrsta árs­fjórðungi borið sam­an við 66,5 millj­arða króna á sama tíma­bili í fyrra, á föstu gengi. Sam­drátt­ur­inn var því 2,7 millj­arðar eða 4%.

Helsta skýr­ing­in á sam­drætt­in­um er að út­flutn­ings­verðmæti loðnu dróst sam­an um 2,2 millj­arða króna, eða um 76%, milli ára. Sam­drátt­ur­inn verður þrátt fyr­ir að loðnu­brest­ur sé nú annað árið í röð sök­um þess að í fyrra voru til meiri birgðir af loðnu­af­urðum frá fyrra ári. „Birgðirn­ar eru mun minni nú og út­flutn­ing­ur þess vegna minni en í fyrra.“

Útflutn­ing­ur á síld dróst sam­an um 1,2 millj­arða eða um þriðjung og má nær ein­göngu skýra með minni út­flutn­ingi í tonn­um talið. Einnig dróst sam­an út­flutn­ing­ur á ýsu og nam sam­drátt­ur­inn um 1,1 millj­arði króna, en út­flutn­ings­verðmætið var tæp­lega 19% minna milli ára þrátt fyr­ir að út­flutt magn dræg­ist sam­an um fjórðung.

„Mesta verðmæta­aukn­ing­in var í út­flutn­ingi á þorski og jókst út­flutn­ing­ur um 1,8 millj­arða eða 5% þrátt fyr­ir að út­flutt magn hafi aðeins auk­ist um 0,1%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,36 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 13.822 kg
Þorskur 10.828 kg
Karfi 655 kg
Samtals 25.305 kg
26.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 6.417 kg
Þorskur 800 kg
Rauðmagi 200 kg
Samtals 7.417 kg
26.3.25 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 510 kg
Samtals 510 kg
26.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.437 kg
Samtals 2.437 kg
26.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 2.152 kg
Steinbítur 1.933 kg
Ýsa 579 kg
Þorskur 209 kg
Ufsi 30 kg
Samtals 4.903 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,36 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 13.822 kg
Þorskur 10.828 kg
Karfi 655 kg
Samtals 25.305 kg
26.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 6.417 kg
Þorskur 800 kg
Rauðmagi 200 kg
Samtals 7.417 kg
26.3.25 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 510 kg
Samtals 510 kg
26.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.437 kg
Samtals 2.437 kg
26.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 2.152 kg
Steinbítur 1.933 kg
Ýsa 579 kg
Þorskur 209 kg
Ufsi 30 kg
Samtals 4.903 kg

Skoða allar landanir »