Samherji hafi sett „Íslandsmet í arfi“

„Með tímabindingu úthlutunar aflaheimilda gætum við komið í veg fyrir …
„Með tímabindingu úthlutunar aflaheimilda gætum við komið í veg fyrir það að það sé hægt að færa þessar aflaheimildir milli kynslóða með þessum hætti,“ sagði Logi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingmönnum varð heitt í hamsi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun þegar Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, út í eignasöfnun stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins og átti þar sérstaklega við Samherja og þann arf sem eigendur fyrirtækisins nýlega greiddu afkomendum sínum fyrir fram.

„Nú á dögunum var sett Íslandsmet í arfi þar sem uppsafnaður hagnaður af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar var afhentur nýrri kynslóð. Um er að ræða mestu tilfærslu á verðmætum milli kynslóða í íslenskri útgerðarsögu af takmarkaðri auðlind okkar,“ sagði Logi og spurði Kristján hvort honum þætti þetta eðlilegt, sanngjarnt og heilbrigt. 

Kristján sagði að mál Samherja hefði ekki komið inn á …
Kristján sagði að mál Samherja hefði ekki komið inn á hans borð og hann heyrt af því í fjölmiðlum. Honum þætti þó ekkert eðlilegt við það „að fjármunum sé mokað út úr tiltekinni atvinnugrein ef þannig háttar til“. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gjaldtaka á sjávarútveg persónubundið mat

„Við getum alltaf deilt um það hvort gjaldtaka og meðferð þessara mála sé eðlileg og sanngjörn. Það verður dálítið persónubundið mat hverju sinni. Í mínum huga hef ég engan efa um það að fiskimiðin eru sameign íslensku þjóðarinnar,“ sagði Kristján í svari sínu til Loga. 

Logi kom þá aftur upp í pontu og sagði að ekki væri nóg að það stæði í fiskveiðistjórnunarlögum að fiskveiðimið Íslands væru sameign þjóðarinnar þar sem greinilega gætu einstaklingar mokað út fjármunum úr greininni. 

„Með tímabindingu úthlutunar aflaheimilda gætum við komið í veg fyrir það að það sé hægt að færa þessar aflaheimildir milli kynslóða með þessum hætti,“ sagði Logi.

Kristján sagði að mál Samherja hefði ekki komið inn á hans borð og hann heyrt af því í fjölmiðlum. Honum þætti þó ekkert eðlilegt við það „að fjármunum sé mokað út úr tiltekinni atvinnugrein ef þannig háttar til“.

Inga Sæland spurði Kristján hvernig stæði á því að það …
Inga Sæland spurði Kristján hvernig stæði á því að það væri látið viðgangast að stór skip þurrki upp firðina og smábátaeigendur geti því ekki nýtt sér þá til þess að fiska í vondum veðrum. mbl.is/Hari

Stór skip þurrki upp firði

Eftir fyrirspurnina vildi Logi greinilega halda áfram að ræða við Kristján um málið og þurfti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, að biðja þá um að yfirgefa salinn. 

„Háttvirtir þingmenn verða að útkljá þetta einhvers staðar annars staðar en hérna í salnum.“

Þá gagnrýndi Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, einnig söfnun innan sjávarútvegsins, þó söfnun á fiski en ekki arði. Hún spurði Kristján hvernig stæði á því að það væri látið viðgangast að stór skip þurrki upp firðina og smábátaeigendur geti því ekki nýtt sér firðina til þess að fiska í vondum veðrum. Kristján svaraði því til að búið væri að skipta miðunum upp í svæði til að koma í veg fyrir ólympískar veiðar. Inga taldi að það dygði ekki til. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 567,01 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,63 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 318,59 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 392,01 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 6.669 kg
Þorskur 3.635 kg
Langa 255 kg
Ufsi 54 kg
Karfi 29 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 22 kg
Samtals 10.688 kg
21.11.24 Petra ÓF 88 Landbeitt lína
Þorskur 4.603 kg
Ýsa 2.549 kg
Karfi 11 kg
Keila 5 kg
Samtals 7.168 kg
21.11.24 Hilmir ST 1 Línutrekt
Ýsa 3.675 kg
Þorskur 3.273 kg
Samtals 6.948 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 567,01 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,63 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 318,59 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 392,01 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 6.669 kg
Þorskur 3.635 kg
Langa 255 kg
Ufsi 54 kg
Karfi 29 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 22 kg
Samtals 10.688 kg
21.11.24 Petra ÓF 88 Landbeitt lína
Þorskur 4.603 kg
Ýsa 2.549 kg
Karfi 11 kg
Keila 5 kg
Samtals 7.168 kg
21.11.24 Hilmir ST 1 Línutrekt
Ýsa 3.675 kg
Þorskur 3.273 kg
Samtals 6.948 kg

Skoða allar landanir »