Málið í Namibíu gegn Heinaste „tóm steypa“

Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri var látinn sæta farbanni vegna meintra ólöglegra …
Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri var látinn sæta farbanni vegna meintra ólöglegra veiða við strendur Namibíu. Hann segir málið hafa verið tóma steypu. Ljósmynd/Samherji

Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri segir að kyrrsetning togarans Heinaste af namibískum stjórnvöldum hafi verið „tóm steypa“ þar sem skipið hafði aldrei veitt innan lokaðs svæðis í lögsögu Namibíu, að því er fram kemur í umfjöllun um starfslok hans á vef Samherja. Hann kveðst hafa nýtt tímann sem hann var fastur í Namibíu til þess að ferðast.

Togarinn Heinaste var kyrrsettur 22. nóvember í fyrra og sætti Arngrímur farbanni vegna gruns um ólöglegar veiðar. Í febrúar var sagt frá því að hann hafi verið dæmdur til að greiða sekt vegna ólöglegra veiða, en kröfu namibískra stjórnvalda um að gera skipið upptækt hefði verið vísað frá.

Á vef Samherja segir að málið „leystist þó farsællega á endanum“.

Kveðst Arngrímur hafa lært ýmislegt eftir dvölina í Namibíu. „Það er eitt sem ég rak mig á en það var að sú mynd sem dregin var upp í fjölmiðlum var oft mjög villandi eða beinlínis röng. Fólk var alltaf að hafa samband og ég þurfti alltaf að vera að útskýra að ég hefði það bara fínt. Þetta var í rauninni bara eins og ég hefði flutt til Namibíu í smá tíma. Ég er ánægður með að hafa haldið haus allan tímann og ég var alltaf bjartsýnn. Það var í raun ekki fyrr en ég kom heim til Íslands sem ég fór eitthvað að velta þessu fyrir mér í alvöru.“

Þá hafi málið verið tóm steypa, að sögn Arngríms þar sem Heinaste hafi aldrei veitt innan lokaðs svæðis. „Það var bara teiknuð ný lína í lögsögu Namibíu.“

Með farbanninu var Arngrími ekki heimilt að yfirgefa Namibíu og segist skipstjórinn hafa notað dvölina á uppbyggilegan hátt og ferðaðist um landið ásamt Jóhönnu Magnúsdóttur, eiginkonu sinni.

„Við fórum í langt ferðalag. Við settumst upp í bíl og keyrðum um Namibíu. Þetta land kom mér á óvart. Ég hélt nú ekki að ég gæti heillast af sandi en þetta var alveg ótrúlegt. Ég hafði fyrst einhverjar efasemdir en það eina sem maður þurfti að aðlagast var að þarna er vinstri umferð og maður náði nú fljótt tökum á henni. Þetta er eitt öruggasta landið í Afríku fyrir ferðamenn. Maður hefði kannski viljað vera þarna á öðrum forsendum en maður lét það ekkert trufla sig. Við gerðum bara gott úr þessu,“ er haft eftir skipstjóranum.

Hættir eftir hálfa öld á sjó

Arngrímur, sem á 68 ára afmæli í dag, starfaði hjá Samherja frá því núverandi eigendur keyptu fyrirtækið árið 1983 en fór á eftirlaun í byrjun þessa árs. Fram kemur að hann hafi verið rúmlega hálfa öld á sjó sem háseti, stýrimaður og skipstjóri. „Á tæplega 37 ára starfsferli hjá Samherja fylgdi hann fyrirtækinu í gegnum miklar breytingar og vöxt,“ segir á vef Samherja.

Arngrímur hefur starfað fyrir Samherja um langt skeið.
Arngrímur hefur starfað fyrir Samherja um langt skeið. Ljósmynd/Samherji
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.24 543,10 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.24 302,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.24 348,33 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.24 156,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.24 95,95 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.24 281,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.7.24 593,78 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.7.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 1.229 kg
Ýsa 291 kg
Þorskur 103 kg
Samtals 1.623 kg
23.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.514 kg
Ýsa 874 kg
Keila 571 kg
Langa 558 kg
Steinbítur 320 kg
Hlýri 233 kg
Ufsi 117 kg
Karfi 18 kg
Samtals 12.205 kg
23.7.24 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.848 kg
Ufsi 83 kg
Samtals 2.931 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.24 543,10 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.24 302,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.24 348,33 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.24 156,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.24 95,95 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.24 281,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.7.24 593,78 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.7.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 1.229 kg
Ýsa 291 kg
Þorskur 103 kg
Samtals 1.623 kg
23.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.514 kg
Ýsa 874 kg
Keila 571 kg
Langa 558 kg
Steinbítur 320 kg
Hlýri 233 kg
Ufsi 117 kg
Karfi 18 kg
Samtals 12.205 kg
23.7.24 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.848 kg
Ufsi 83 kg
Samtals 2.931 kg

Skoða allar landanir »