Skorar á stjórnmálamenn að efla strandveiðikerfið

Strandveiðimenn í smábátafélaginu Hrollaugi í Hornafirði
Strandveiðimenn í smábátafélaginu Hrollaugi í Hornafirði

„Ég skora á þá stjórnmálamenn sem láta sig velferð þjóðarinnar að einhverju varða að efla strandveiðikerfið svo um munar, þjóðin á það skilið,“ segir Vigfús Ásbjörnsson, formaður Smábátafélagsins Hrollaugs á Hornafirði. „Árið 2017 voru ætluð 9.200 tonn af þorski til strandveiða og aukningin er á þessum tíma frá 2017 hvorki meira né minna en heil 800 tonn af þorski handa um það bil 700 smábátum, sem er skammarlega lítið.“

Vigfús telur miklum verðmætum sóað með ónýttum veiðiheimildum þeirra sem stunda fiskveiðar innan kvótakerfisins. „Í strandveiðikerfinu má veiða þúsund tonn af ufsa, en þess ber að geta að þúsundir tonna af óveiddum ufsa brenna inni í fiskveiðikerfinu á ári hverju sem enginn nýtir og er sóun á tækifærum og verðmætasköpun. Það eru 20% af aflaverðmæti ufsans sem renna til ríkisins við strandveiðar auk veiðigjalda þegar allar strandveiðiútgerðir þurfa á hverri einustu krónu að halda til að reka sig. Allt í einu eru þarna líka 100 tonn af karfa sem enginn veit neitt um né nokkrar skýringar hafa verið gefnar á.“

Þrengt að smábátum

Hann segir tilhögun veiðanna draga úr getu strandveiðimanna til þess að sækja aflann sem þeim er úthlutað og bendir á að strandveiðimenn hafa heimild til þess að veiða fjóra daga í viku, fjórtán klukkustundir á dag og 12 daga í mánuði. „Ef við erum einstaklega heppin með veðurfar þá næst það, annars ekki. Tólf dagar ýta okkur út í að róa í allskonar veðrum til þess að ná í þær krónur sem við mögulega getum náð inn til að reka útgerðir okkar, svona þröngt er okkur stakkurinn sniðinn.

Vigfús Ásbjörnsson, formaður Hrollaugs.
Vigfús Ásbjörnsson, formaður Hrollaugs. Ljósmynd/Aðsend

Við megum hafa fjórar handfærarúllur um borð í bátunum, því ekki má nú vera hægt að ná skammtinum of fljótt í bátinn. Þetta megum við stunda heila fjóra mánuði á ári. Strandveiðipotturinn er allt of lítill fyrir svo gott byggðarfestukerfi sem strandveiðikerfið getur orðið verði það eflt svo um munar. Þorskskammtur er 650 þorskígildi. Við erum látin greiða 72.000 krónur í ríkissjóð til þess að geta hafið veiðar sem er gríðarlega mikill peningur fyrir jafn smáar útgerðir og strandveiðiútgerðir eru. Það er alveg ljóst að strandveiðisjómönnum er gert eins erfitt fyrir og mögulegt er að gera út sína báta.“

Vigfús telur það orka tvímælis að „á sama tíma og þurft hefur að berjast fyrir tilverurétti smábáta og eflingu á strandveiðikerfinu, geta menn sem hafa yfir að ráða aflamarki nú fært 25% af því á milli fiskveiðiára. Stimpilgjöld hafa verið afnumin á skipasölum sem kemur stórútgerðinni gríðarlega vel. Þessi gjöld voru 1,2 milljarðar árin 2008-2017. Alveg greinilegt að ríkisstjórnin leggur sig þarna virkilega mikið fram við að styðja þessa gerð útgerðar en sama er ekki hægt að segja um strandveiðiútgerðir.“

Byggðir landsins eiga mikið undir því að strandveiðikerfið verði eflt svo um munar, að sögn Vigfúsar sem bætir við að verði kerfið eflt geti það fært ungu fólki tækifæri til sjósóknar og nýtingar „á sinni eigin auðlind þannig að til verði sanngjarnt og alvöru tækifæri fyrir þjóðina til þess að dafna sem fiskveiðiþjóð. Atvinnustig myndi stóraukast.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 590,91 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 599,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 344,20 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 280,21 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 284,28 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 275,17 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 359 kg
Ýsa 18 kg
Samtals 377 kg
8.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.785 kg
Ufsi 314 kg
Samtals 2.099 kg
8.1.25 Gullver NS 12 Botnvarpa
Ýsa 12.429 kg
Þorskur 10.536 kg
Karfi 913 kg
Samtals 23.878 kg
8.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf A 402 kg
Samtals 402 kg
8.1.25 Vigur SF 80 Lína
Ýsa 1.257 kg
Þorskur 770 kg
Ufsi 58 kg
Langa 32 kg
Steinbítur 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 2.150 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 590,91 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 599,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 344,20 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 280,21 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 284,28 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 275,17 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 359 kg
Ýsa 18 kg
Samtals 377 kg
8.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.785 kg
Ufsi 314 kg
Samtals 2.099 kg
8.1.25 Gullver NS 12 Botnvarpa
Ýsa 12.429 kg
Þorskur 10.536 kg
Karfi 913 kg
Samtals 23.878 kg
8.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf A 402 kg
Samtals 402 kg
8.1.25 Vigur SF 80 Lína
Ýsa 1.257 kg
Þorskur 770 kg
Ufsi 58 kg
Langa 32 kg
Steinbítur 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 2.150 kg

Skoða allar landanir »