Fiskihöfn Reykvíkinga endurbætt

Með nýrri bryggju sem byggð var á Norðurgarði var aðstaða …
Með nýrri bryggju sem byggð var á Norðurgarði var aðstaða Brims, áður HB Granda, stórbætt. Aflanum er landað úr togurum félagsins og hann síðan fluttur með lyfturum stutta vegalengd inn í fiskvinnsluna. Mbl.is/sisi

Vesturhöfn Gömlu hafnarinnar er fiskihöfn Reykvíkinga. Þar hafa verið gerðar endurbætur á allra síðustu árum og í sumar stendur til að bæta aðstöðu fyrir smábáta í Vesturbugt, vestan við Slippinn, nálægt Sjóminjasafninu.

Til stendur að færa báta, sem áður lágu í Suðurbugt, í Vesturbugtina. Suðurbugtin er fyrir framan grænu verbúðirnar, þar sem mörg vinsæl veitingahús er að finna.

„Þegar óveður gengu yfir í vetur kom í ljós að bátarnir voru ekki eins vel varðir í Suðurbugt og reiknað var með þannig að við erum að færa þá enn vestar,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.

Þessi nýja viðlega getur ekki annað öllum bátum og því verður áfram viðlega í Norðurbugt eins og verið hefur. Viðlegan er eins og nafnið gefur til kynna norðar í höfninni, milli Grandabryggju og Síldarbryggju.

„Fingur“ settir á flotbrýrnar

Að sögn Gísla varð Vesturbugtin fyrir valinu eftir viðræður við eigendur smábáta sem legið höfðu í Suðurbugt.

Nýja legan verður útbúin með þeim hætti að settir verða svokallaðir „fingur“ á flotbrýr sem fyrir eru á svæðinu. Gísli segir að fingurnir séu til nú þegar og reiknar með að byrjað verði að setja þá upp fljótlega. Í fyrra voru settir upp nýir og miklu öruggari landgangar á flotbryggjur hafnarinnar. Lloyds Register var fengið til að taka landgangana út og stóðust þeir prófið með sóma.

Til stendur að endurbyggja svokallaða Óðinsbryggju, þar sem samnefnt varðskip liggur. Sú bryggja er orðin ansi döpur, segir Gísli. Önnur bryggjuverkefni á svæðinu eru ekki á dagskránni.

Allmargir smábátar hafa landað reglulega í Reykjavíkurhöfn undanfarnar vikur samkvæmt upplýsingum úr aflaskráningarkerfi Fiskistofu. Þannig hafa 13 handfærabátar á strandveiðum landað afla og tveir netabátar. Handfærabátarnir eru Valþjófur ÍS, Valdi í Rúfeyjum HF, Toggi Mara RE, Svampur KÓ, Stefnir KÓ, Núpur HF, Nótt RE, Nafni RE, Már RE, Halla Daníelsdóttir RE, Bjargfugl RE, Ásþór RE og Ársæll RE. Netabátarnir eru Sigrún RE og Neisti HU.

Líflegt hefur verið í Flóanum og mikið athafnalíf við Bótarbryggju þegar bátarnir eru að koma inn til löndunar. Þar eru tveir löndunarkranar rétt við fiskmarkaðinn í Bakkaskemmu (Mathöll Granda).

Veigamestu framkvæmdinni í vesturhöfninni lauk í júní 2018 þegar nýr hafnarbakki var tekinn í notkun á Norðurgarði. Hinn nýi bakki er fyrir framan frystihús Brims og með tilkomu hans batnaði aðstaða til löndunar á fiski verulega.

Bakkinn er 120 metra langur stálbakki með steyptri þekju og dýpið við hann er 7,2 metrar. Í steyptu þekjunni er snjóbræðslulögn sem nýtir affallsvatn frá fiskvinnslu Brims.

Fyrir utan hefðbundnar lagnir eins og fyrir rafmagn og kalt vatn er einnig lögn fyrir heitt vatn til að kynda skipin í landlegum.

Heildarkostnaður vegna bakka og bakkasvæðis var nálægt 560 milljónum króna. Aðalverktaki var Ístak hf. Danska verktakafyrirtækið Per Aarslef a/s var undirverktaki við niðurrekstur stálþils.

Nýi hafnarbakkinn kom í stað trébryggju sem var orðin lúin. Hún var byggð árið 1966 en hafði verið endurnýjuð að einhverju leyti.

Kolbeinn Ingi Gunnarsson og Rúdólf Jón Árnason landa grásleppu á …
Kolbeinn Ingi Gunnarsson og Rúdólf Jón Árnason landa grásleppu á Bótarbryggju af bátnum Höllu Daníelsdóttur. Á Bótarbryggju hafa Faxaflóahafnir útbúið löndunaraðstöðu fyrir smærri báta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brim er langstærsta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið í Reykjavík og gerir út fjóra ísfisktogara, Akurey, Viðey, Helgu Maríu og Örfirisey, og sjá þeir botnfiskvinnslum félagsins fyrir afla til vinnslu. Þeir eru vel tækjum búnir og veiða aðallega karfa, ufsa og þorsk. Lögð er áhersla á góða meðhöndlun og kælingu aflans, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins.

Þá gerir Brim út tvo frystitogara, Höfrung lll ogVigra, sem veiða grálúðu, karfa, þorsk, ýsu, ufsa, gulllax og makríl auk ýmissa annarra fisktegunda. Aflinn er stærðarflokkaður og ýmist flakaður eða frystur heill um leið og hann kemur um borð.

Í fiskvinnslu Brims við Norðurgarð í Reykjavík er lögð áhersla á framleiðslu flaka og flakastykkja úr karfa, ufsa og þorski. Fiskiðjuverið framleiðir bæði frystar og ferskar afurðir allan ársins hring. Ferskar afurðir eru sendar samdægurs með flugi eða kæligámum á erlenda markaði en frystu afurðirnar eru fluttar út í frystigámum eða með brettaskipum.

Endurnýjun hjá Brimi

Í apríl sl. hófust miklar endurbætur á fiskiðjuverinu á Norðurgarði. Eldri búnaður var fjarlægður og verið er að koma fyrir nýjum og fullkomnum búnaði, sem Marel framleiðir. Kerfið felur í sér ýmsar nýjungar, þar á meðal öflugt gæðaeftirlitskerfi og nýjustu róbótatækni sem mun sjálfvirknivæða og straumlínulaga vinnsluna til muna. Áætlað er að hefja vinnslu á Norðurgarði að nýju í lok júní. Starfsfólkið verður í sumarleyfi meðan á framkvæmdum stendur.

Næststærsta útgerðarfyrirtækið er Fiskkaup, sem rekur fullkoma fiskvinnslu á Fiskislóð 34. Húsið er sérhannað fyrir starfsemina og er öll aðstaða fyrsta flokks.

Fiskkaup er fjölskyldufyrirtæki sem byggir á langri hefð og hefur unnið að framleiðslu á gæðasaltfiski óslitið í áratugi. Fiskkaup á og gerir út beitningavélaskipið Kristrúnu RE og krókaaflamarksbátinn Jón Ásbjörnsson RE. Afli báta félagsins er áætlaður tæp 3.500 tonn á ársgrundvelli.

Þá má nefna að smærri fyrirtæki á Granda vinna afla og selja meðal annars til fiskbúða á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.10.24 506,08 kr/kg
Þorskur, slægður 3.10.24 483,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.10.24 257,12 kr/kg
Ýsa, slægð 3.10.24 229,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.10.24 264,15 kr/kg
Ufsi, slægður 3.10.24 289,63 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 3.10.24 260,76 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.10.24 186,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.10.24 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Þorskur 4.752 kg
Grálúða 1.875 kg
Samtals 6.627 kg
3.10.24 Svanur RE 45 Flotvarpa
Kolmunni 1.853.377 kg
Samtals 1.853.377 kg
3.10.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.501 kg
Þorskur 1.335 kg
Hlýri 33 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.871 kg
3.10.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 7.060 kg
Skarkoli 2.386 kg
Þorskur 1.588 kg
Sandkoli 180 kg
Langlúra 158 kg
Steinbítur 17 kg
Þykkvalúra 7 kg
Samtals 11.396 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.10.24 506,08 kr/kg
Þorskur, slægður 3.10.24 483,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.10.24 257,12 kr/kg
Ýsa, slægð 3.10.24 229,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.10.24 264,15 kr/kg
Ufsi, slægður 3.10.24 289,63 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 3.10.24 260,76 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.10.24 186,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.10.24 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Þorskur 4.752 kg
Grálúða 1.875 kg
Samtals 6.627 kg
3.10.24 Svanur RE 45 Flotvarpa
Kolmunni 1.853.377 kg
Samtals 1.853.377 kg
3.10.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.501 kg
Þorskur 1.335 kg
Hlýri 33 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.871 kg
3.10.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 7.060 kg
Skarkoli 2.386 kg
Þorskur 1.588 kg
Sandkoli 180 kg
Langlúra 158 kg
Steinbítur 17 kg
Þykkvalúra 7 kg
Samtals 11.396 kg

Skoða allar landanir »