„Þetta voru vonbrigði. Ég að vísu óttaðist það fyrir fundinn að það myndi verða eitthvert bakslag í þorskinum, en ég átti ekki von á því að það yrðu tæp 6%,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í samtali við 200 mílur, inntur álits á veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem kynnt var í morgun.
Fram kom í kynningu stofnunarinnar að það vanti stóra árganga í þorskinn og kveðst Örn hafa áhyggjur af stöðu þorskstofnsins. „Mér sýnist að veiðistofninn hafi gefið verulega eftir, þannig að við gætum búist við því að þetta sé fyrsta skrefið í að þetta fari áfram niður á við í þorskinum. Og hann er það sem skiptir mestu máli.
Það er áfall að við sjáum ekki stofninn í stöðugum vexti þegar búið er að veiða eftir þessari aflareglu og aflinn hefur alltaf verið undir leyfilegum heildarafla undanfarin ár. Þetta kallar væntanlega á frekari skoðanir, meðal annars að skoða rallið hvort það hafi verið eitthvað óvanalegt miðað við fyrri ár,“ bætir hann við.
Verði farið að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar verður gefið út aflamark fyrir næsta fiskveiðiár (2020/2021) sem nemur 256.593 tonnum af þorski og er það tæplega 16 þúsund tonnum minna en á yfirstandandi fiskveiðiári. Aflaverðmæti skerðingarinnar nemur um sex milljörðum króna miðað við meðalverð á innlendum fiskmörkuðum í gær og segir Örn að um sé að ræða mun stærri upphæð þegar litið er til útflutningsverðmæta. „Þetta er ekkert smá magn og getur verið um níu til tíu milljarðar í útflutningstekjum.“
Hann segir að á móti lækkuninni í þorski komi hækkun í ráðlögðu aflamarki í ýsu sem nemur 9% og steinbít sem nemur 5%. „En síðan er lækkun í flestum öðrum tegundum og það er áhyggjuefni.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 6.1.25 | 598,84 kr/kg |
Þorskur, slægður | 6.1.25 | 659,71 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 6.1.25 | 408,73 kr/kg |
Ýsa, slægð | 6.1.25 | 430,37 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 6.1.25 | 261,56 kr/kg |
Ufsi, slægður | 6.1.25 | 324,16 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 6.1.25 | 232,22 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
6.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Ýsa | 5.739 kg |
Þorskur | 504 kg |
Keila | 162 kg |
Hlýri | 74 kg |
Steinbítur | 22 kg |
Langa | 15 kg |
Samtals | 6.516 kg |
6.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 18.429 kg |
Þorskur | 5.897 kg |
Karfi | 1.098 kg |
Samtals | 25.424 kg |
6.1.25 Áskell ÞH 48 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 23.410 kg |
Karfi | 13.550 kg |
Ýsa | 3.339 kg |
Steinbítur | 2.900 kg |
Ufsi | 1.389 kg |
Skarkoli | 376 kg |
Hlýri | 286 kg |
Langa | 272 kg |
Þykkvalúra | 158 kg |
Blálanga | 35 kg |
Skötuselur | 8 kg |
Samtals | 45.723 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 6.1.25 | 598,84 kr/kg |
Þorskur, slægður | 6.1.25 | 659,71 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 6.1.25 | 408,73 kr/kg |
Ýsa, slægð | 6.1.25 | 430,37 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 6.1.25 | 261,56 kr/kg |
Ufsi, slægður | 6.1.25 | 324,16 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 6.1.25 | 232,22 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
6.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Ýsa | 5.739 kg |
Þorskur | 504 kg |
Keila | 162 kg |
Hlýri | 74 kg |
Steinbítur | 22 kg |
Langa | 15 kg |
Samtals | 6.516 kg |
6.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 18.429 kg |
Þorskur | 5.897 kg |
Karfi | 1.098 kg |
Samtals | 25.424 kg |
6.1.25 Áskell ÞH 48 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 23.410 kg |
Karfi | 13.550 kg |
Ýsa | 3.339 kg |
Steinbítur | 2.900 kg |
Ufsi | 1.389 kg |
Skarkoli | 376 kg |
Hlýri | 286 kg |
Langa | 272 kg |
Þykkvalúra | 158 kg |
Blálanga | 35 kg |
Skötuselur | 8 kg |
Samtals | 45.723 kg |