Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um aflamark fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 er heldur lægri í flestum tegundum miðað við yfirstandandi fiskveiðiár, að því er fram kom á kynningarfundi stofnunarinnar í húsakynnum þess í morgun.
Þá hefur ráðgjöf í þorski verið lækkuð úr 272.411 tonnum á yfirstandandi ári í 255.593 tonn fyrir næsta fiskveiðiár, sem er um 6% lækkun. Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks verði svipaður 2021 og hann er nú og að hann verði svipaður á næstu árum.
Fram kom að vanti stóra árganga í þorskinn og þrátt fyrir að sóknin hafi minnkað hafi meðalaldur þorska hækkað. Jafnframt hafi verið minna af loðnu í smáþorski en áður, en meiri af ljósátu. Og er talið áhyggjuefni að minna sé af fæðu nú en undanfarin ár.
Þá er ráðlagt að aflamark í ufsa verði 78.574 tonn sem er 2% minna en við fyrri ráðgjöf. En mesta lækkunin var í keilu og nam lækkunin 41% og nemur ráðgjöf 2.289 tonn. Þá varð 12% lækkun í hlýra, 16% í blálöngu, 14% í lögnu og 5% í gulllax.
Auk þess nam lækkun í þykkvalúru, langlúru og sandkola 20%.
Ráðlagt aflamark í ýsu er 45.389 tonn sem er um 9% hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári en aflamark í ýsu var lækkað um 25% eftir síðustu ráðgjöf. Einnig hækkar ráðgjöf í síld um 3% og nemur ráðlagt aflamark 35.490 tonnum. Auk þess hækkar ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í grálúðu eða 10% og nemur ráðgjöf 23.530 tonnum.
Ráðgjöf fyrir steinbít nemur 8.761 tonn og er hækkun um 5% frá fyrri ráðgjöf.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 6.1.25 | 598,84 kr/kg |
Þorskur, slægður | 6.1.25 | 659,71 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 6.1.25 | 408,73 kr/kg |
Ýsa, slægð | 6.1.25 | 430,37 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 6.1.25 | 261,56 kr/kg |
Ufsi, slægður | 6.1.25 | 324,16 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 6.1.25 | 232,22 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
6.1.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína | |
---|---|
Þorskur | 12.121 kg |
Ýsa | 1.039 kg |
Steinbítur | 17 kg |
Sandkoli | 4 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 13.182 kg |
6.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Ýsa | 4.693 kg |
Þorskur | 199 kg |
Keila | 77 kg |
Hlýri | 77 kg |
Langa | 31 kg |
Steinbítur | 24 kg |
Karfi | 4 kg |
Samtals | 5.105 kg |
6.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Ýsa | 5.739 kg |
Þorskur | 504 kg |
Keila | 162 kg |
Hlýri | 74 kg |
Steinbítur | 22 kg |
Langa | 15 kg |
Samtals | 6.516 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 6.1.25 | 598,84 kr/kg |
Þorskur, slægður | 6.1.25 | 659,71 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 6.1.25 | 408,73 kr/kg |
Ýsa, slægð | 6.1.25 | 430,37 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 6.1.25 | 261,56 kr/kg |
Ufsi, slægður | 6.1.25 | 324,16 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 6.1.25 | 232,22 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
6.1.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína | |
---|---|
Þorskur | 12.121 kg |
Ýsa | 1.039 kg |
Steinbítur | 17 kg |
Sandkoli | 4 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 13.182 kg |
6.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Ýsa | 4.693 kg |
Þorskur | 199 kg |
Keila | 77 kg |
Hlýri | 77 kg |
Langa | 31 kg |
Steinbítur | 24 kg |
Karfi | 4 kg |
Samtals | 5.105 kg |
6.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Ýsa | 5.739 kg |
Þorskur | 504 kg |
Keila | 162 kg |
Hlýri | 74 kg |
Steinbítur | 22 kg |
Langa | 15 kg |
Samtals | 6.516 kg |