Ekki lent í sambærilegu á 16 ára sjómannsferli

Samstaða sjómannanna á Berglínu var algjör, að sögn Inga, sem …
Samstaða sjómannanna á Berglínu var algjör, að sögn Inga, sem er stoltur af því að vera hluti af áhöfninni. Ljósmynd/Aðsend

Ingi Þór Hafdísarson, stýrimaður á rækjuskipinu Berglíni GK 300 sem hóf siglingu frá Siglufirði til Sandgerðis með tóman bát í gær vegna útborgunar sem sjómenn segja að hafi numið 35% minna en samið hafði verið um, segir að á sínum 16 árum á sjó hafi hann ekki lent í öðru eins. Áhöfn skipsins samþykkti einróma í gær að leggja niður störf eftir að launalækkunin varð ljós við útborgun á mánudag. Kæruferli er hafið vegna lækkunarinnar.

„Það eru allir í áhöfninni búnir að vera í þessum bransa lengi. Ég man ekki eftir því að hafa lent í eins dæmi og þessu þar sem útgerðin fer alveg sína leið á svig við lög og hunsar algjörlega gögn sem liggja á borðinu,“ segir Ingi Þór sem hefur þó séð einhver samningsbrot á sínum ferli. 

Spurður hvort tími hafi verið kominn á að einhver setti „hnefann í borðið“ eins og Ingi orðaði það í færslu sinni á Facebook um málið segir Ingi Þór:

„Menn eru orðir þreyttir á því að útgerðirnar geti bara gert það sem þær vilja án útskýringa og það fari eftir því hvernig þeim líði hvað sjómenn fái greitt.“

„Alveg til í“ að mæta útgerðinni með einhverri lækkun

Áhöfnin hefur nú þegar kært meint samningsbrot en að sögn Inga Þórs neituðu stjórnendur að lofa því að leiðrétta launin og bentu áhöfninni á að fara í kæruferli. Það getur tekið nokkra mánuði.

„Stéttarfélagið mun vísa þessu til úrskurðarnefndar þegar fundur hefur átt sér stað á milli útgerðar og áhafnar. Við trúum því að við fáum leiðréttingu fyrir þessa túra sem við fengum greitt fyrir núna á mánudag. Við erum alveg til í að mæta þeim og taka á okkur smá launalækkun en viljum að þessar einhliða ákvarðanir hætti,“ segir Ingi Þór.

„Sá fundur hefði átt að eiga sér stað áður en við fórum á rækjuveiðar. Við héldum bara til veiða án þess að fundað hefði verið um nýjan verðlagssamning og þá er náttúrulega gamla verðið gildandi. Það þarf að segja samningnum upp og semja um ný verð til þess að samningurinn sem var gerður í fyrra falli úr gildi. Ef það næst ekki að segja fyrri samningi upp og semja upp á nýtt er í raun ólöglegt að fara á sjó.“

Bera fyrir sig lokun markaða

Berglín GK er eitt af tveimur rækjuskipum útgerðarinnar Nesfisks og kannast áhöfn hins skipsins einnig við launalækkun. 

Spurður hvort heimsfaraldur kórónuveiru sé ástæða lækkunarinnar segir Ingi:

„Þeir bera fyrir sig að það séu allri markaðir lokaðir en markaðirnir eru hvað bestir seint í haust í október, nóvember og desember svo sölutíminn er hvort sem er kominn.“

Aðspurður segir Ingi að einhverjir úr áhöfninni hafi verið smeykir við verkfallið og þá umfjöllun sem það hefur fengið i fjölmiðlum. 

„En mönnum fannst gulrótin sem er í boði það ómerkileg að menn gætu ekki sleppt því að  setja fótinn niður einu sinni. Það var mín ákvörðun að segja frá þessu opinberlega því ég gat ekki annað gert en að segja frá þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »