Áhöfn Berglínar GK 300 lagði niður störf í dag á hafi úti og ákváðu sjómennirnir að sigla heim vegna meintrar 35% launalækkunar sem þeir segjast ekki ætla að láta yfir sig ganga. Um er að ræða ístogara á vegum útgerðarinnar Nesfisks og kannast fleiri sjómenn útgerðarinnar en þeir á Berglín við kjaraskerðingu. Var sjómönnunum greitt frá 35% og upp í 46% minna fyrir maímánuð en samningar á milli útgerðar og áhafnar segja til um, að sögn sjómanns Nesfisks sem mbl.is ræddi við.
„Við vorum sviknir um samninga og laun okkar lækkuð um 35% án samtals þannig að við settum hnefann í borðið og sögðum hingað og ekki lengra, við gáfum útgerðinni möguleika á því að gera hreint fyrir sínum dyrum og þá fyrst skyldum við halda til veiða. Þeir tóku ekki þann möguleika þannig að við erum að sigla skipinu heim og förum ekki til veiða aftur þangað til að spilað verður eftir reglum aftur“, skrifar Ingi Þór Hafdísarson í færslu á Facebook en hann er stýrimaður á Berglín sem siglir nú til hafnar.
Ekkert samráð var haft við sjómennina áður en laun þeirra voru lækkuð í maímánuði og segir annar sjómaður sem vill ekki koma fram undir nafni að um „hreint og klárt lögbrot“ sé að ræða. Þrátt fyrir að laun fleiri sjómanna en þeirra á Berglín hafi verið lækkuð, að sögn sjómannannsins, hafa fleiri áhafnir Nesfisks ekki tekið ákvörðun um að leggja niður störf.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.2.25 | 606,34 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.2.25 | 509,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.2.25 | 460,29 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.2.25 | 248,47 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.2.25 | 247,20 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.2.25 | 380,21 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.2.25 | 606,34 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.2.25 | 509,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.2.25 | 460,29 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.2.25 | 248,47 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.2.25 | 247,20 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.2.25 | 380,21 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |