Stefnt að sjö þúsund tonna eldi í Stöðvarfirði

Sjókvíar Fiskeldi Austfjarða í Fáksrúðsfirði. Fyrirtækið undirbýr nú einnig 7 …
Sjókvíar Fiskeldi Austfjarða í Fáksrúðsfirði. Fyrirtækið undirbýr nú einnig 7 þúsund tonna eldi í stöðvarfirði. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Frummatsskýrsla vegna mats á umhverfisáhrifum af fyrirhuguðu 7.000 tonna laxeldi í Stöðvarfirði hefur verrið birt á vef Skipulagsstofnunar. Það er Fiskeldi Austfjarða ehf., einnig þekkt sem Ice Fish Farm, sem stendur að fyrirhuguðu eldi. Fram kemur í frummatsskýrslunni að heilt yfir verði áhrifin óveruleg og að flest neikvæð áhrif á nærumhverfi sjókvíanna séu að mestu eða öllu leyti afturkræf.

Fyrirtækið er þegar með rekstrarleyfi fyrir 20,8 þúsund tonna eldi á Austfjörðum, þar af 9.800 tonnum í Berufirði og 11.000 tonnum í Fáskrúðsfirði.

„Áhrifin á botndýralíf undir kvíunum og næst þeim (áhrifasvæði) verða tímabundið talsvert neikvæð meðan á rekstri stendur en eru afturkræf. Áhrifin í og við næsta nágrenni kvíanna (strandsvæði) munu verða óveruleg meðan á rekstri stendur en eru afturkræf. Sé litið til áhrifa í Stöðvarfirði í heild þá eru áhrif á botndýralíf talin verða óveruleg.“

Lítil hætta á sjúkdómum

Ekki er talin mikil hætta á að sjúkdómar berist í villta stofna frá eldisstöðinni þar sem búsvæði villtra laxa eru fjarri fyrirhugaðri eldisstöð. Þá er einnig bent á góða sjúkdómastöðu hér á landi auk bólusetningar eldisseiða. Ekki er talin hætta á að smit berist í kræklingaeldi Stöðvardals, þar sem um óskyldar tegundir er að ræða og eldissvæðið er staðsett sunnanmegin í firðinum undan straumstefnu.

„Laxalús sem á uppruna sinn í eldislaxi getur haft bein en afturkræf áhrif á villta laxfiska. Að teknu tilliti til almennra umhverfisskilyrða, skipulags eldis, lágrar smittíðni á villtum stofnum, stærðar villtra laxfiskastofna og mótvægisaðgerða má búast við að áhrifin verði óveruleg. Það er því talin lítil hætta á að villtir laxfiskar skaðist af laxalús vegna framkvæmdarinnar,“ segir í skýrslunni.

Gott fyrir atvinnulífið

Að mati skýrsluhöfunda munu áhrif á samfélag á framkvæmdartímanum vegna flutnings eldisbúnaðar og útsetningar eldiskvía vera talsvert jákvæð á íbúaþróun, atvinnulíf, nálæg sveitarfélög og opinbera þjónustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 589,26 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 693,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 466,98 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 381,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,76 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 250,28 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 123 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 133 kg
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.618 kg
Þorskur 895 kg
Karfi 84 kg
Samtals 2.597 kg
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 2.885 kg
Þorskur 1.021 kg
Steinbítur 291 kg
Skarkoli 19 kg
Langa 10 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 2 kg
Samtals 4.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 589,26 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 693,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 466,98 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 381,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,76 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 250,28 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 123 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 133 kg
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.618 kg
Þorskur 895 kg
Karfi 84 kg
Samtals 2.597 kg
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 2.885 kg
Þorskur 1.021 kg
Steinbítur 291 kg
Skarkoli 19 kg
Langa 10 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 2 kg
Samtals 4.234 kg

Skoða allar landanir »