Milljarðafjárfesting Brims á Grænlandi

Dótturfélag Brims utan um starfsemi á Grænlandi var stofnað fyrr …
Dótturfélag Brims utan um starfsemi á Grænlandi var stofnað fyrr á árinu. mbl.is/Hari

Stjórn útgerðarfélagsins Brims hf. ákvað á fundi sínum í dag að fjárfesta i grænlenska sjávarútvegsfyrirtækinu Arctic Prime Fisheries Aps. Fjárfesting Brims er um 85 milljónir evra (13,3 ma.kr.) í formi hlutafjárkaupa, fjármögnunar og skipakaupa og mun félagið eignast 16,5% hlut í grænlenska félaginu. Ákvörðunin er tekin í kjölfar stofnunar dótturfyrirtækis Brims á Grænlandi fyrr á árinu.

Í tilkynningu frá Brimi segir að markmið fjárfestingarinnar sé að breikka grundvöll starfsemi fyrirtækisins og efla samstarf við Arctic Prime Fisheries á Suður-Grænlandi um veiðar. Arctic Prime Fisheries var stofnað árið 2006 og stundar bæði veiðar og vinnslu á Suður- og Austur-Grænlandi. Aflaheimildir félagsins nema um 10.000 tonnum af botnfiski, einkum þorski en einnig krafa og grálúðu, auk 18.000 tonna af uppsjávarfiski, makríl og síld.

Til þess fallið að auka verðmæti Brims

Fyrirtækið hefur fram tl þessa gert út einn frystitogara og eitt línuskip auk þess að starfrækja fjórar fiskvinnslur og er það eina fyrirtækið sem stundar landvinnslu sjávarafurða á austurströnd Grænlands. Samhliða kaupunum mun Brim selja félaginu núsmíðaðan frystitogara, Illiveq, en hann var afhentur frá skipasmíðastöð á Spáni í maí.

„Við teljum það hagstætt og til þess fallið að auka verðmæti Brims, að taka þátt í því, ásamt Grænlendingum, að nýta þau tækifæri sem felast í þróun sjávarútvegs á Suður- og Austur-Grænlandi. Sú þekking og reynsla sem starfsfólk Brims og Arctic Prime Fisheries búa yfir er vel til þess fallin að auka og efla samstarf þessara nágranna- og vinaþjóða á sviði sjávarútvegs.” er haft eftir Kristjáni Þ. Davíðssyni, stjórnarformanni Brims í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.1.25 574,57 kr/kg
Þorskur, slægður 13.1.25 506,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.1.25 338,42 kr/kg
Ýsa, slægð 13.1.25 240,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.1.25 193,24 kr/kg
Ufsi, slægður 13.1.25 256,96 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 13.1.25 248,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.1.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 585 kg
Skarkoli 171 kg
Ýsa 12 kg
Langlúra 7 kg
Steinbítur 4 kg
Sandkoli 3 kg
Skrápflúra 3 kg
Samtals 785 kg
13.1.25 Háey I ÞH 295 Lína
Keila 591 kg
Ýsa 521 kg
Þorskur 468 kg
Hlýri 380 kg
Karfi 263 kg
Langa 23 kg
Ufsi 22 kg
Grálúða 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.274 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.1.25 574,57 kr/kg
Þorskur, slægður 13.1.25 506,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.1.25 338,42 kr/kg
Ýsa, slægð 13.1.25 240,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.1.25 193,24 kr/kg
Ufsi, slægður 13.1.25 256,96 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 13.1.25 248,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.1.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 585 kg
Skarkoli 171 kg
Ýsa 12 kg
Langlúra 7 kg
Steinbítur 4 kg
Sandkoli 3 kg
Skrápflúra 3 kg
Samtals 785 kg
13.1.25 Háey I ÞH 295 Lína
Keila 591 kg
Ýsa 521 kg
Þorskur 468 kg
Hlýri 380 kg
Karfi 263 kg
Langa 23 kg
Ufsi 22 kg
Grálúða 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.274 kg

Skoða allar landanir »