Sækja fram á erlendum mörkuðum

Á myndinni eru Pétur Þ. Óskarsson, Sara Lind Þrúðardóttir, Agnes …
Á myndinni eru Pétur Þ. Óskarsson, Sara Lind Þrúðardóttir, Agnes Guðmundsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson og Guðmundur Kristjánsson.

Íslandsstofa mun fara með umsjón með vörumerkjunum Icelandic og Icelandic Seafood frá og með 1. júlí í samræmi við ákvörðun sem tekin var þegar Framtakssjóður Íslands afhenti ríkissjóði vörumerkin árið 2018 til varðveislu og nýtingar í þágu íslensku þjóðarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsstofu. 

Samkvæmt samkomulaginu mun Íslandsstofa hafa umsjón með vörumerkjunum, þar með talið ábyrgð á kynningu og umsjón með lögformlegri verndun vörumerkjanna. Þá hefur verið gengið frá rammasamningi við íslensk dótturfélög Brims í Asíu sem starfa í Japan, Hong Kong og Kína.

Sala hafin á Amazon

Umrædd félög hafa gengið undir nafninu Icelandic og hyggjast nýta vörumerkin Icelandic við sölu og markaðssetningu hágæða sjávarafurða sem framleiddar verða úr íslensku hráefni í samstarfi við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki.  

Þá hefur einnig nýlega verið gengið frá samningi við dreifingaraðilann Greenwood Group í Bandaríkjunum um sölu á fiskolíum undir nafninu Icelandic Wild Fish Oil.  Salan á þeim er hafin á Amazon og dreifing er hafin til smásöluaðila. Framleiðandi olíanna er SagaNatura. Nánari útfærsla samstarfs aðila er háð undirritun endanlegs samnings. 

„Sterk vörumerki skipta vaxandi máli í alþjóðlegri markaðssetningu. Árangursríkir samningar um notkun Icelandic-vörumerkisins hafa legið fyrir um árabil við High Liner Foods í Norður-Ameríku. Iceland Seafood og Ibérica á Spáni og S-Evrópu nýta einnig vörumerkið. Vörumerkið hefur nýst vel á mörkuðum í Norður-Ameríku og Suður-Evrópu, en á þó enn talsvert inni. Sala á fiskolíu í neytendaumbúðum til verslana undir merkjum Icelandic og sala á sjávarfangi í Asíu undir merkjum Icelandic eru merk tímamót,“ er haft eftir Þorkeli Sigurlaugssyni, stjórnarformanni Icelandic. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.2.25 637,63 kr/kg
Þorskur, slægður 6.2.25 440,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.2.25 483,68 kr/kg
Ýsa, slægð 6.2.25 425,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.2.25 306,46 kr/kg
Ufsi, slægður 6.2.25 322,45 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 6.2.25 396,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.2.25 Núpur BA 69 Lína
Þorskur 484 kg
Langa 466 kg
Ýsa 370 kg
Steinbítur 311 kg
Keila 167 kg
Hlýri 120 kg
Karfi 48 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 1.982 kg
5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.2.25 637,63 kr/kg
Þorskur, slægður 6.2.25 440,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.2.25 483,68 kr/kg
Ýsa, slægð 6.2.25 425,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.2.25 306,46 kr/kg
Ufsi, slægður 6.2.25 322,45 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 6.2.25 396,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.2.25 Núpur BA 69 Lína
Þorskur 484 kg
Langa 466 kg
Ýsa 370 kg
Steinbítur 311 kg
Keila 167 kg
Hlýri 120 kg
Karfi 48 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 1.982 kg
5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg

Skoða allar landanir »