Farið að vísindalegri ráðgjöf

Hafró ráðlagði 6% lækkun á aflamarki þorsks.
Hafró ráðlagði 6% lækkun á aflamarki þorsks. mbl.is/Hari

Sjávarútvegsráðherra fer að vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár. Reglugerð um heildarafla fyrir fiskveiðiárið sem hefst 1. september var gefin út í gær.

Tekið er fram í tilkynningu ráðuneytisins að ráðgjöf Hafró byggi á því að nýta stofna miðað við hámarksafrakstur að teknu tilliti til vistkerfis- og varúðarnálgunar.

6% lækkun aflamarks þorsks

Hafrannsóknastofnun ráðlagði 6% lækkun á aflamarki þorsks byggt á aflareglu stjórnvalda, úr 272.411 tonnum í 256.593 tonn. Helsta ástæða lækkunar var lækkun í stofnmælingum botnfiska auk þess sem að þessu sinni voru vísitölur 1 til 14 ára þorsks í stað 1 til 10 ára.

Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 45.389 tonn fiskveiðiárið 2020/2021 sem er 9% hækkun frá fiskveiðiárinu 2019/2020. Ástæða hækkunarinnar eru bættar nýliðunarhorfur. Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn ýsu stækki á næstu tveimur árum en eftir það er líklegast að hann standi í stað. Samkvæmt aflareglu verður aflamark ufsa 78.574 tonn sem er minnkun um 2% frá síðasta ári.

Árgangar gullkarfa hafa verið með lakasta móti frá 2009 og af þeim sökum hefur hrygningarstofn minnkað á undanförnum árum og mun sú þróun halda áfram á næstu árum. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 38.343 tonn sem er 9% lægri ráðgjöf en fyrir síðasta fiskveiðiár. Ráðgjöf fyrir grálúðu hækkar um 10% frá fyrra ári og er 23.530 tonn fyrir komandi fiskveiðiár.

Haft er eftir Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra í tilkynningu um ákvörðun heildaraflamarks að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar beri með sér að helstu nytjastofnar séu sterkir. Hins vegar blasi við nýliðunarbrestir í nokkrum tegundum sem Hafró í samráði við ráðuneytið muni þurfa að mæta með frekari rannsóknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.1.25 574,57 kr/kg
Þorskur, slægður 13.1.25 506,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.1.25 338,42 kr/kg
Ýsa, slægð 13.1.25 240,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.1.25 193,24 kr/kg
Ufsi, slægður 13.1.25 257,12 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 13.1.25 248,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.1.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 585 kg
Skarkoli 171 kg
Ýsa 12 kg
Langlúra 7 kg
Steinbítur 4 kg
Sandkoli 3 kg
Skrápflúra 3 kg
Samtals 785 kg
13.1.25 Háey I ÞH 295 Lína
Keila 591 kg
Ýsa 521 kg
Þorskur 468 kg
Hlýri 380 kg
Karfi 263 kg
Langa 23 kg
Ufsi 22 kg
Grálúða 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.274 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.1.25 574,57 kr/kg
Þorskur, slægður 13.1.25 506,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.1.25 338,42 kr/kg
Ýsa, slægð 13.1.25 240,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.1.25 193,24 kr/kg
Ufsi, slægður 13.1.25 257,12 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 13.1.25 248,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.1.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 585 kg
Skarkoli 171 kg
Ýsa 12 kg
Langlúra 7 kg
Steinbítur 4 kg
Sandkoli 3 kg
Skrápflúra 3 kg
Samtals 785 kg
13.1.25 Háey I ÞH 295 Lína
Keila 591 kg
Ýsa 521 kg
Þorskur 468 kg
Hlýri 380 kg
Karfi 263 kg
Langa 23 kg
Ufsi 22 kg
Grálúða 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.274 kg

Skoða allar landanir »