Laxinn dafnar vel í Fáskrúðsfirði

Fáskrúðsfjörður Fiskeldi Austfjarða er með fjórtán laxeldiskvíar í Fáskrúðsfirði og …
Fáskrúðsfjörður Fiskeldi Austfjarða er með fjórtán laxeldiskvíar í Fáskrúðsfirði og mun framleiða þar ellefu þúsund tonn af laxi í fyllingu tímans. Burðarþol fjarðarins er ekki fullnýtt með því. Þorpið sem áður var nefnt Búðir eða Búðaþorp er innar í firðinum og sést til þess á myndinni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Eldi Fiskeldis Austfjarða á laxi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði gengur vel. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir að fjörðurinn virðist vera mjög góður til að ala lax.

Fiskeldi Austfjarða hóf starfsemi í Fáskrúðsfirði í júní á síðasta ári með útsetningu seiða. Þar eru nú fjórtán sjókvíar sem þjónað er af öflugum fóðurpramma. „Þetta hefur gengið mjög vel. Þarna virðast vera mjög góðar aðstæður til að ala lax,“ segir Guðmundur Gíslason stjórnarformaður.

Burðarþol fjarðarins er metið 15 þúsund tonn og hefur Fiskeldi Austfjarða leyfi til eldis 11 þúsund tonna. Guðmundur segir að fyrirtækið muni fullnýta leyfi sitt á næstu árum og raunar fari þau seiði sem þar eru í eldi langt með það. Byrjað verður að slátra upp úr kvíunum um eða eftir næstu áramót.

Fiskeldi Austfjarða á aðild að Búlandstindi á Djúpavogi og þar er öllum laxi frá fyrirtækinu og Löxum fiskeldi í Reyðarfirði slátrað. Þar hefur verið hlé undanfarnar vikur en slátrun á laxi úr Berufirði hefst einhvern næstu daga. Verður nokkuð jöfn slátrun næstu mánuði, að sögn Guðmundar.

Megnið af afurðunum fer á Bandaríkjamarkað, til Whole Foods-verslanakeðjunnar. Munu fara að meðaltali um 100 tonn á viku með skipum í gegn um Evrópu þar sem fiskurinn er flakaður eða skorinn í bita. Verð á almennum markaði er frekar lágt, eins og oftast á þessum tíma árs, en Guðmundur segir að fyrirtækið selji fiskinn til Bandaríkjanna samkvæmt fyrirframgerðum samningum og geti vel unað við verðið.

Tilraun með ófrjó seiði

Aðaleldisstöð Fiskeldis Austfjarða hefur til þessa verið í Berufirði. Þar hefur fyrirtækið leyfi til að framleiða 10 þúsund tonn af laxi, í samræmi við metið burðarþol fjarðarins, og mun fullnýta það á næstu árum. Þá eru leyfi fyrir eldi í Stöðvarfirði og Seyðisfirði í umsóknarferli. Fyrirtækið á hlut í stórri seiðastöð í Þorlákshöfn og er að byggja upp seiðastöðvar í Kelduhverfi og á Kópaskeri undir nafni Rifóss.

Fiskeldi Austfjarða hefur sótt um leyfi til að framleiða sjö þúsund tonn af laxi í Stöðvarfirði, í samræmi við burðarþol fjarðarins. Þá hefur það sótt um eldi á 10 þúsund tonna framleiðslu í Seyðisfirði.

Vegna áhættumats Hafrannsóknastofnunar þarf allur laxinn sem alinn verður í Stöðvarfirði að vera ófrjór og 3.500 tonn af laxinum sem alinn verður í Seyðisfirði. Bæði áformin eru vitaskuld háð leyfum.

Þótt leyfi hafi ekki enn fengist fyrir eldi í þessum fjörðum er Fiskeldi Austfjarða byrjað að búa sig undir að geta nýtt þau. Seiðastöð sem fyrirtækið er að byggja upp á Kópaskeri verður skipulögð með þeim hætti. Nú þegar eru ófrjó seiði í eldi og vegna þess að leyfi hafa ekki fengist í Stöðvarfirði og Seyðisfirði verða þau væntanlega sett út í Berufirði, til að afla reynslu. Verður þetta fyrsti ófrjói laxinn sem fer í eldi hér á landi. „Við teljum okkur geta gert þetta með góðum árangri og verður spennandi að sjá hvernig eldið kemur út,“ segir Guðmundur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 589,26 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 693,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 466,98 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 381,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,76 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 250,28 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 123 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 133 kg
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.618 kg
Þorskur 895 kg
Karfi 84 kg
Samtals 2.597 kg
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 2.885 kg
Þorskur 1.021 kg
Steinbítur 291 kg
Skarkoli 19 kg
Langa 10 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 2 kg
Samtals 4.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 589,26 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 693,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 466,98 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 381,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,76 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 250,28 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 123 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 133 kg
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.618 kg
Þorskur 895 kg
Karfi 84 kg
Samtals 2.597 kg
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 2.885 kg
Þorskur 1.021 kg
Steinbítur 291 kg
Skarkoli 19 kg
Langa 10 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 2 kg
Samtals 4.234 kg

Skoða allar landanir »