„Mér fannst bara gaman að vinna í fiskinum“

Ásmundur Baldvinsson yfirmaður landvinnslu, Hulda Björg Jónsdóttir verkstjóri starfsmannamála í …
Ásmundur Baldvinsson yfirmaður landvinnslu, Hulda Björg Jónsdóttir verkstjóri starfsmannamála í vinnslu, Ívar Örn Marteinsson verkstjóri í vinnslu og Guðni Ólafsson verkstjóri í vinnslu þökkuðu Hólmfríði fyrir farsæl og góð störf þegar hún hætti. Ljósmynd/Fisk Seafood

Hólmfríður Runólfsdóttir ákvað að leggja frá sér svuntuna og hætta störfum í fiskvinnslu Fisk Seafood á Sauðárkróki í síðasta mánuði. Þykir það saga til næsta bæjar að hún hafi með þessu bundið enda á 50 ára feril í fiskvinnslu, þar af 27 ár fyrir Fisk Seafood.

„Mér fannst alltaf gaman að vinna þarna,“ segir Hólmfríður í samtali við 200 mílur og segist ætla að lita reglulega við á gamla vinnustaðnum enda með miklar taugar til hans.

Spurð hvort hún hafi séð miklar breytingar á þeim tíma sem hún hafi unnið við fiskvinnslu, segir hún svo vera en bendir á að ekki hafi verið mikið um skurðvélar þar sem hún hefur unnið. „Þetta voru heilfryst flök og þau voru bara söguð í bita. Hér áður fyrr var þetta bara pakkað beinhreinsað og roðflett, en núna er þetta með roði og án. Það er sprautusaltað núna það sem er með roði og svo er núna lausfryst, þetta var sett á pönnur hér áður fyrr.“

Mikil samheldni

„Þetta var mjög gott fólk sem maður vann með. Sérstaklega á pökkunarstöðinni, þegar maður var þar. Kom þangað ’94 eða ’95. Þar pökkuðum við í kílóapakkningar og þar var sagað í tvö til þrjú hundruð gramma bita,“ segir hún.

Spurð hvort það þurfi sérstaka skapgerð til þess að endast 50 ár í fiskvinnslu, svarar Hólmfríður: „Ég veit það ekki mér fannst bara gaman að vinna í fiskinum. Ég býst við að það væri alveg sama hvað maður hefði gert, það hefði alltaf verið gaman.“

Hún segir ávallt vera gaman í kringum sig og hlær. „Sérstaklega í kringum ’80 til ’90, þá var þetta bara eins og að vera heima hjá sér. Þegar einn hló að einhverjum brandara þá hló allur salurinn og vissu allir af hverju væri verið að hlægja,“ útskýrir hún og bætir við að það hafi verið mikil samheldni meðal samstarfsmanna.

Sérstaklega gaman að vinna með unglingum

Hún segir ungmennin sem hafa verið að koma ný inn í vinnsluna standa sig vel. „Það er náttúrulega munur á því hvort unglingar tengjast sveit. Það þarf ekki að sýna þeim mikið hvernig á að gera hluti, þau yfirleitt kunna að vinna. Það var mjög gaman að kenna þeim vinnubrögðin.“

Hún segist ekkert hafa þurft að vera harðhent við ungmennin sem hún var að kenna. „Nei nei. Það er mjög gaman að vinna með unglingum, alveg sérstaklega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.11.24 548,11 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.24 642,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.24 371,93 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.24 408,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.24 149,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.24 355,18 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Skarkoli 180 kg
Þykkvalúra 10 kg
Samtals 190 kg
25.11.24 Björgúlfur EA 312 Dragnót
Grálúða 1.017 kg
Samtals 1.017 kg
24.11.24 Huginn VE 55 Flotvarpa
Kolmunni 1.446.328 kg
Samtals 1.446.328 kg
24.11.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.036 kg
Ýsa 472 kg
Keila 357 kg
Hlýri 43 kg
Ufsi 12 kg
Karfi 6 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.930 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.11.24 548,11 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.24 642,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.24 371,93 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.24 408,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.24 149,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.24 355,18 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Skarkoli 180 kg
Þykkvalúra 10 kg
Samtals 190 kg
25.11.24 Björgúlfur EA 312 Dragnót
Grálúða 1.017 kg
Samtals 1.017 kg
24.11.24 Huginn VE 55 Flotvarpa
Kolmunni 1.446.328 kg
Samtals 1.446.328 kg
24.11.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.036 kg
Ýsa 472 kg
Keila 357 kg
Hlýri 43 kg
Ufsi 12 kg
Karfi 6 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.930 kg

Skoða allar landanir »