Rannsókn Wikborg Rein á Samherja lokið

Rannsókn Wikborg Rein á starfsemi Samherja í Namibíu er lokið. …
Rannsókn Wikborg Rein á starfsemi Samherja í Namibíu er lokið. Enn er þó að bíða þess að niðurstaðan verði kynnt.

Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn sinni á starfsemi Samherja í Namibíu og hefur kynnt niðurstöðuskýrslu fyrir stjórn félagsins. Samherji ætlar ekki að kynna niðurstöðurnar að svo stöddu, en það verður metið að nýju í haust eftir fund fulltrúa Wikborg Rein með fulltrúum yfirvalda hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja vegna málsins.

Samherji réð Wikborg Rein til að rannsaka ásakanir sem komu fram á fyrirtækið í kjölfar umfjöllunar Kveiks í vetur sem unnin var í samstarfi við Al Jazeera og Stundina. Var félagið bendlað við mútur í Namibíu til handa stjórn­mála­mönnum og tengdum aðilum til að fá hesta­makríl­kvóta þar í landi á und­ir­verði. Þá eru skattamál fyrirtækisins til rannsóknar bæði hér á landi og í Namibíu.

Í tilkynningu Samherja kemur fram að félagið muni „áfram eiga samskipti við þar til bær stjórnvöld sem sýnt hafa vilja til gagnkvæmrar samvinnu og bjóða fram aðstoð vegna rannsókna á ásökunum sem tengjast starfseminni í Namibíu“. Er tekið fram að lögmenn Wikborg Rein muni funda með fulltrúum embættis héraðssaksóknara með haustinu. Einnig er upplýst um að nokkrir fundir hafi verið haldnir með fulltrúum namibískra stjórnvalda til að „kanna grundvöll fyrir svipuðu samstarfi við þau“.

Í kjölfar fundanna muni svo þurfa að taka afstöðu til fjölmargra atriða. „Þar á meðal hvaða niðurstöður rannsóknarinnar er hægt að birta opinberlega og hvernig. Í því sambandi þarf að meta hvort birting kunni að hafa áhrif á rannsóknir í öðrum ríkjum. Þá þarf að meta hvort birting á upplýsingum gangi í berhögg við lög og reglur vegna þeirra einstaklinga sem kunna að koma við sögu. Ýmis fleiri atriði þarf að taka til skoðunar í þessu sambandi,“ segir í tilkynningunni.

Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja, hafnar í tilkynningunni alfarið að stjórnendur fyrirtækisins hafi nokkru sinni hlutast til um að nokkurt dótturfyrirtæki þess stundaði vafasama viðskiptahætti, meðal annars mútugreiðslur eða peningaþvætti. Hins vegar kemur ekkert nánar fram um niðurstöðu Wikborg Rein þar að lútandi, annað en að mögulega verði greint nánar frá niðurstöðum síðar.

Boðar Eiríkur að fyrirtækið muni á næstu vikum tjá sig nánar um einstaka hluta málsins: „Að sama skapi viljum við að rannsóknir opinberra aðila gangi eðlilega fyrir sig. Engu að síður munum við á næstu vikum taka skýrari afstöðu opinberlega til einstakra mála og fjalla nánar um einstök atriði en við höfum gert hingað til,“ er haft eftir honum.

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja steig til hliðar úr forstjórastóli …
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja steig til hliðar úr forstjórastóli þegar málið kom upp. Hann starfar nú sem forstjóri samhliða Björgólfi Jóhannssyni. mbl.is/​Hari

Tilkynning Samherja í heild sinni:

Wikborg Rein hefur nú kynnt niðurstöður skýrslu, sem unnin var vegna rannsóknar á starfsemi Samherja í Namibíu, fyrir stjórn félagsins.

Í nóvember 2019 voru settar fram ásakanir á hendur Samherja vegna rekstrarins í Namibíu. Stjórn Samherja fól í kjölfarið norsku lögmannsstofunni Wikborg Rein að aðstoða við rannsókn á starfseminni og að leiða í ljós allar staðreyndir um hana. Wikborg Rein er leiðandi lögmannsstofa á Norðurlöndunum á þessu sviði og í rannsóknum af þessu tagi. Lögmenn stofunnar búa að áratuga reynslu af sambærilegri vinnu fyrir stjórnvöld í norrænum ríkjum og fyrir alþjóðleg fyrirtæki.

„Strax í byrjun vorum við sannfærð um að sumar þessara ásakana væru tilhæfulausar og ættu ekki við nein rök að styðjast. Eitt slíkt dæmi varðar áhafnarleiguna Cape Cod sem er í þýskri eigu. Fyrirtækið annaðist einkum greiðslu launa til skipverja í nokkrum ríkjum en í umfjöllun fjölmiðla var félagið sagt hafa verið notað í margvíslegum ólögmætum tilgangi í tengslum við reksturinn í Namibíu. Þá var okkur freklega misboðið með fullyrðingum um að við hefðum arðrænt þróunarríki og tekið stóran hluta hagnaðar úr landi. Heildarskattar sem félög tengd Samherja greiddu í Namibíu í gegnum árin, þar með talið tekjuskattur, launatengdir skattar, útflutningsgjöld, innflutningsgjöld, og fjöldi annarra greiðslna til ríkissjóðs Namibíu, voru samtals að jafnvirði um fjögurra milljarða króna. Það er í sjálfu sér merkilegt í ljósi þess að þegar upp var staðið var taprekstur af starfseminni,“ segir Eiríkur S. Jóhannsson, formaður stjórnar Samherja.

„Aðrar ásakanir vörðuðu lítinn hluta erlendrar starfsemi okkar á öðru menningarsvæði, fjarri Íslandi. Við áttuðum okkur á að við þurftum á utanaðkomandi aðstoð að halda til að komast til botns í þeim. Þegar við stóðum frammi fyrir alvarlegum en brotakenndum ásökunum þá var mjög gagnlegt fyrir stjórn Samherja að fá yfirgripsmikla og yfirvegaða úttekt á starfseminni í Namibíu frá Wikborg Rein,“ segir Eiríkur.

Starfsmenn Wikborg Rein fóru yfir og greindu meira en eina milljón skjala á meðan rannsóknin stóð yfir. Þá tóku þeir viðtöl við allmarga starfsmenn Samherja og framkvæmdu rannsóknir í mörgum löndum, þar á meðal í Namibíu. Samið var við endurskoðunarfyrirtækið Forensic Risk Alliance (FRA), sem sérhæfir sig í réttarreikningsskilum, um að yfirfara og greina fjölda millifærslna sem tengjast starfseminni í Namibíu. Að lokinni átta mánaða vinnu hefur Wikborg Rein skilað ítarlegri skýrslu með helstu niðurstöðum.

„Það er ekkert nýtt fyrir Samherja að skipulag og starfsemi fyrirtækisins sæti ítarlegri skoðun.  Í Seðlabankamálinu var starfsemi Samherja til rannsóknar í sjö ár og lauk henni með algjörum fullnaðarsigri fyrirtækisins. Að þessu sinni hófum við okkar eigin athugun til að komast til botns í þeim ásökunum sem settar voru fram á hendur fyrirtækinu. Við höfum varið miklum tíma og fjármunum í þetta ferli. Jafnvel þótt ásakanirnar hafi dregið upp afbakaða mynd af starfsemi Samherja var mikilvægt fyrir fyrirtækið að sýna öllum viðskiptavinum, samstarfsaðilum og öðrum að við tökum slíkum ásökunum mjög alvarlega,“ segir Eiríkur.

Löngu áður en niðurstöður Wikborg Rein lágu fyrir hrinti Samherji í framkvæmd ráðstöfunum sem miða að því að verja fyrirtækið fyrir misgjörðum einstakra starfsmanna. Hinn 17. janúar á þessu ári kynnti Samherji áform um innleiðingu á sérstöku kerfi fyrir stjórnarhætti og regluvörslu en það mun ná til samstæðunnar allrar. Vinna við innleiðingu kerfisins er vel á veg komin og er stefnt að því að taka það í notkun síðar á þessu ári. Markmiðið er að Samherji verði leiðandi á sviði stjórnunar- og innra eftirlits í sjávarútveginum á heimsvísu. Þá var starfseminni í Namibíu hætt fyrir árslok 2019.

Samherji mun áfram eiga samskipti við þar til bær stjórnvöld sem sýnt hafa vilja til gagnkvæmrar samvinnu og bjóða fram aðstoð vegna rannsókna á ásökunum sem tengjast starfseminni í Namibíu. Nú þegar liggur fyrir samkomulag um að lögmenn Wikborg Rein eigi fund með embætti héraðssaksóknara með haustinu. Þá hafa nokkrir fundir verið haldnir með fulltrúum namibískra stjórnvalda til að kanna grundvöll fyrir svipuðu samstarfi við þau.

Þegar Wikborg Rein hefur fundað með fulltrúum viðeigandi stjórnvalda þarf að taka afstöðu til fjölmargra atriða. Þar á meðal hvaða niðurstöður rannsóknarinnar er hægt að birta opinberlega og hvernig. Í því sambandi þarf að meta hvort birting kunni að hafa áhrif á rannsóknir í öðrum ríkjum. Þá þarf að meta hvort birting á upplýsingum gangi í berhögg við lög og reglur vegna þeirra einstaklinga sem kunna að koma við sögu. Ýmis fleiri atriði þarf að taka til skoðunar í þessu sambandi.

„Við munum fjalla nánar um niðurstöður rannsóknarinnar og hrekja þær ásakanir sem vöktu hörð viðbrögð hjá okkur strax þegar þær voru settar fram í fyrra. Við höfum virt allt þetta ferli og leyft rannsókninni að hafa sinn gang. Af þessum sökum höfum við ekki brugðist opinberlega við öllum ásökunum þrátt fyrir að full ástæða hafi verið til þess frá upphafi. Að sama skapi viljum við að rannsóknir opinberra aðila gangi eðlilega fyrir sig.  Engu að síður munum við á næstu vikum taka skýrari afstöðu opinberlega til einstakra mála og fjalla nánar um einstök atriði en við höfum gert hingað til. Þá ber að undirstrika að Samherji hafnar því alfarið að stjórnendur fyrirtækisins hafi nokkru sinni hlutast til um að nokkurt dótturfyrirtækja þess stundaði vafasama viðskiptahætti, þar á meðal mútugreiðslur eða peningaþvætti, í því skyni að ná fram fjárhagslegum ávinningi og mun andmæla kröftuglega frekari ásökunum í þá veru,“ segir Eiríkur S. Jóhannsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg

Skoða allar landanir »