Tæplega 400 sóttu sjávarútvegsskóla unga fólksins

Tæplega 400 nemendur sóttu sjávarútvegsskóla unga fólksins í sumar. Í …
Tæplega 400 nemendur sóttu sjávarútvegsskóla unga fólksins í sumar. Í ár var í fyrsta sinn kennt í Reykjavík, á Sauðárkróki og í Vesturbyggð. Ljósmynd/Aðsend

Samtals sóttu 394 einstaklingar á aldrinum þrettán til sextán ára Sjávarútvegsskóla unga fólksins í sumar. Kennsla fór fram á nokkrum stöðum á landinu; á Austfjörðum, á Norðurlandi Eystra, í Reykjavík, á Sauðárkrók og í Vesturbyggð, að því er fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum. Í sumar var í fyrsta sinn kennt í Reykjavík, á Sauðárkrók og í Vesturbyggð. 

Kennsla stóð yfir í júní og júlí og fékk hver hópur kennslu í eina viku, í hverjum hóp voru um það bil 20 til 25 nemendur. Átta kennarar sinntu kennslu í sumar og eru þeir allir annaðhvort útskrifaðir sjávarútvegsfræðingar frá Háskólanum á Akureyri eða eru enn í námi við skólann.

Nemendur fá í skólanum tækifæri til að kynnast greininni.
Nemendur fá í skólanum tækifæri til að kynnast greininni. Ljósmynd/Aðsend
Nemendur skoða fiskeldisstöð Arctic Fish.
Nemendur skoða fiskeldisstöð Arctic Fish. Ljósmynd/Aðsend

„Kennslufyrirkomulagið var þannig að nemendur fengu bóklega fræðslu í formi fyrirlestra og leikja,  fengu að meta gæði fisks með skynmati, heimsóttu fyrirtæki í  sjávarútvegi,  fiskeldi og ýmis fyrirtæki tengd sjávarútvegi þar sem þau fengu fræðslu um starfsemi þeirra.  Einnig voru kynntir fyrir þeim náms- og atvinnumöguleikar í greininni,“ segir í tilkynningunni.

Skólinn er samstarfsverkefni vinnuskóla byggðarlaga, fiskeldis- og sjávarútvegsfyrirtækja, hafnarsamlaga, fyrirtækja tengdum sjávarútvegi og Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri.

Ljósmynd/Aðsend

Stefnt að fiskeldisskóla

Magnús Víðisson verkefnisstjóri við Sjávarútvegsskólann heimsótti sérstaklega  Arctic Fish ehf og Arnarlax ehf og kynnti sér starfsemi þeirra með það í huga að hanna námsefni fyrir Fiskeldisskóla unga fólksins sem áætlað er að kenna næsta sumar á þeim stöðum þar sem rekið er fiskeldi, segir í tilkynningunni.

Þar er sagt frá því að Fiskeldisskólinn verður starfræktur með sama sniði og Sjávarútvegsskólinn.




mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg
22.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 44 kg
Þorskur 23 kg
Karfi 12 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 86 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg
22.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 44 kg
Þorskur 23 kg
Karfi 12 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 86 kg

Skoða allar landanir »