Kæra á hendur Helga og RÚV „skoðuð"

Þorsteinn Már Baldvinsson, annars forstjóra Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, annars forstjóra Samherja. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Forstjóri Samherja segir að ástæður þess að Samherji birti þátt þar sem ásökunum á hendur Helga Seljan og RÚV eru gerð skil séu tvíþættar. Annars vegar sé þetta svar Samherja við áralangri herferð RÚV gegn fyrirtækinu og forsvarsmönnum þess, en hins vegar vegna þess að aðalmeðferð í málum bæði Samherja og forstjóra fyrirtækisins gegn Seðlabanka Íslands hefst í næsta mánuði.

Þorsteinn Már Baldvinsson segir í samtali við mbl.is að það verði áreiðnlega skoðað að kæra í málinu.

Samherji birti í morgun þátt þar sem fjallað er um ásakanir á hendur Helga Seljan og Ríkisútvarpinu. Er því haldið fram að aðalgögn í umfjöllun Kastljóss um meint brot Samherja á þágildandi gjaldeyrislögum árið 2012 hafi verið fölsuð. 

Í þætti Samherja sem birtur var á youtuberás fyrirtækisins í morgun fullyrðir Garðar Gíslason, fyrrverandi varaskattrannsóknarstjóri og fyrrverandi lögmaður Samherja, að Helgi Seljan geti hafa gerst sekur um lögbrot, reynist ásakanir Samherja um fölsun gagna í Kastljósþættinum 27. mars 2012 sannar.

Aðspurður hvort kæra verði lögð fram á hendur Helga Seljan segir Þorsteinn að „það verði áreiðanlega skoðað“.

Enn mál til skoðunar

„Eins og við höfum margoft bent á hefur RÚV verið í herferð gegn Samherja og starfsfólki þess um árabil. Þess vegna er rétt að rifja þetta Seðlabankamál upp núna,“ segir Þorsteinn en bætir við að aðalmeðferð í skaðabótamáli bæði Samherja og Þorsteins persónulega gegn Seðlabankanum hefjist 9. september næstkomandi. „Þá mun þetta væntanlega verða eitthvað til umfjöllunar aftur.“

Í byrjun mars í fyrra bendi Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, því til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, að hann teldi ástæðu til að óska eftir upplýsingum frá Seðlabankanum um leka til RÚV í aðdraganda húsleitar Seðlabankans hjá Samherja í mars 2012. Í kjölfarið vísaði forsætisráðherra því máli til lögreglu.

Aðspurður um þetta segir Þorsteinn: „Í þessum gögnum er jafnvel talið að sannist að menn fari á svig við lög í aðdraganda þessarar húsleitar. Þetta hefur verið til rannsóknar í á annað ár og það er kominn tími til að upplýsa um þetta.“ Vísar Þorsteinn þá til þess þegar ásakanir birtust um að samráð hefði verið milli Seðlabanka Íslands og RÚV. Þorsteinn hefur áður fullyrt að aðgerðirnar hafi verið þaulskipulagðar árásir í garð Samherja.

Gríðarlegt tjón

Jafnframt ítrekar Þorsteinn Már það sem fram kom í tilkynningu á vef Samherja í morgun, að tjónið sem hlaust af umfjöllun RÚV um Samherja síðustu ár sé umtalsvert. „Það er gríðarlega erfitt fyrir fólk sem telur sig vera að vinna af samviskusemi, eins og starfsfólk Samherja gerir, að vera sakaður um eitthvað sem manni finnst ekkert vera hæft í. Það er gríðarlega íþyngjandi fyrir fjölskyldur og aðstandendur þeirra sem liggja undir slíkum grun.“

Líkt og kemur fram í lok þáttarins sem Samherji birti í morgun munu fleiri þættir birtast á næstunni. Þá er fullyrt að „þetta hafi ekki verið í síðasta skipti sem Ríkisútvarpið og Helgi Seljan beittu þessum vinnubrögðum“. Þættinum lýkur svo á tilkynningu um að framhald verði í næsta þætti.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »