Fluttu út fyrir 13,5 milljarða króna

Útflutningur eldisafurða á fyrstu sex mánuðum árs hefur aldrei verið …
Útflutningur eldisafurða á fyrstu sex mánuðum árs hefur aldrei verið meira. Ástæðan er sögð samspil hagstæðs afurðaverðs, gengi krónunnar og framleiðsluaukningu. mbl.is/Þorgeir

Á fyrsta árshelmingi nam útflutningsverðmæti eldisafurða 13,5 milljörðum króna og er það 11% meira en á sama tímabili í fyrra þegar það nam 12,1 milljarði. Útflutningsverðmæti afurða af þessum toga hafa aldrei verið meiri á fyrstu sex mánuðum árs, að því er fram kemur í grein á Radarnum, mælaborði sjávarútvegsins sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi standa að.

Þar segir að lækkað gengi krónunnar hafi átt verulegan þátt í aukningunni milli ára, en ef útflutningsverðmætið er mælt í erlendri mynt var aukningin 4%. Bent er á að fiskeldi er ein fárra útflutningsgreina sem hefur skilað meiri útflutningstekjum í ár en í fyrra.

Mynd/Radarinn

Sveiflur milli fjórðunga

Kórónuveirufaldurinn er talinn hafa haft veruleg áhrif á starfsemi fiskeldisfyrirtækja. „Þessi áhrif koma bersýnilega fram þegar litið er á þróun í útflutningi á fyrsta og svo öðrum ársfjórðungi, en áhrifa COVID-19 byrjaði að gæta um miðjan mars.“

Talið er að samverkandi þættir hafi haft áhrif á aukningu útflutningsverðmæta á fyrsta ársfjórðungi og er vísað til þess að útflutningsmagn jókst, afurðaverð þróaðist með hagstæðum hætti auk þess sem gengi krónunnar studdi við greinina.

„Á hinn bóginn dróst útflutningsverðmæti saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi á sama tíma og útflutt magn stóð nánast í stað. Þann samdrátt má einkum rekja til verulegrar lækkunar á afurðaverði en gengislækkun krónunnar vóg þó aðeins upp á móti,“

Samdráttur í júlí

Mikill samdráttur varð í útflutningsverðmætum í apríl og maí, en aukning verður í júní. „Endurspeglar þessi þróun ágætlega ástandið á mörkuðum á hverjum tíma.“

Fram kemur að bráðabirgðatölur sýni að vísbendingar eru um að útflutningsverðmæti eldisafurða hafi svo dregist saman á milli ára í júlí. Byggist það á því að tölur Hagstofu Íslands um útflutning landbúnaðarafurða hafi numið 1,7 milljarða í júlí sem er um 9% samdráttur miðað við sama tímabil í fyrra. En eldisafurðir flokkast undir landbúnað í opinberum útflutningstölum og eru jafnframt langstærsti þátturinn í þeim flokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.24 414,51 kr/kg
Þorskur, slægður 26.8.24 429,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.8.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 26.8.24 189,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.8.24 198,69 kr/kg
Ufsi, slægður 26.8.24 236,53 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.8.24 196,99 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.8.24 247,01 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.24 Örk NS 178 Handfæri
Þorskur 96 kg
Ufsi 73 kg
Samtals 169 kg
27.8.24 Kló ÞH 9 Handfæri
Þorskur 2.233 kg
Ufsi 71 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 2.309 kg
27.8.24 Fengur EA 207 Handfæri
Þorskur 694 kg
Ufsi 9 kg
Karfi 2 kg
Samtals 705 kg
27.8.24 Eydís NS 320 Handfæri
Þorskur 1.417 kg
Samtals 1.417 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.24 414,51 kr/kg
Þorskur, slægður 26.8.24 429,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.8.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 26.8.24 189,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.8.24 198,69 kr/kg
Ufsi, slægður 26.8.24 236,53 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.8.24 196,99 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.8.24 247,01 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.24 Örk NS 178 Handfæri
Þorskur 96 kg
Ufsi 73 kg
Samtals 169 kg
27.8.24 Kló ÞH 9 Handfæri
Þorskur 2.233 kg
Ufsi 71 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 2.309 kg
27.8.24 Fengur EA 207 Handfæri
Þorskur 694 kg
Ufsi 9 kg
Karfi 2 kg
Samtals 705 kg
27.8.24 Eydís NS 320 Handfæri
Þorskur 1.417 kg
Samtals 1.417 kg

Skoða allar landanir »