Trúnaður Verðlagsstofu „stórfurðulegur“

Aðspurður hvort hann muni eftir þessu tiltekna skjali og hvort …
Aðspurður hvort hann muni eftir þessu tiltekna skjali og hvort fjallað hafi verið um það hjá Úrskurðarnefndinni segir hann: „Já, við fjölluðum um þetta eins og mörg önnur mál og það var farið þess á leit við Samherja að laga þetta.“ mbl.is/Sigurður Bogi

Fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna staðfestir að Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna hafi fengið til umfjöllunar frá Verðlagsstofu skiptaverðs sama skjal og fréttamaðurinn Helgi Seljan byggði umfjöllun sína um meint brot Samherja á gjaldeyrislögum í Kastljósþætti árið 2012.

Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM, sat í Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna þar til fyrir tveimur árum síðan, og staðfestir að það sem fjallað var um í umræddum Kastljósþætti hafi verið rétt, en hann byggði grein sem hann skrifaði í Tímarit VM á sama skjali.

„Við sem erum í Úrskurðarnefndinni fáum þessi gögn sem Verðlagsstofnun er að vinna með heilt yfir. Það væri enginn tilgangur með Úrskurðarnefndinni ef hún fengi ekki þessi gögn þar sem Verðlagsstofa er að rannsaka hvort fiskverð sé eðlilegt eða óeðlilegt,“ segir Guðmundur í samtali við mbl.is, en fyrst var rætt við Guðmund vegna málsins á Stundinni.

Ekki rétt að skjalið hafi ekki verið unnið

Aðspurður hvort hann muni eftir þessu tiltekna skjali og hvort fjallað hafi verið um það hjá Úrskurðarnefndinni segir hann: „Já, við fjölluðum um þetta eins og mörg önnur mál og það var farið þess á leit við Samherja að laga þetta.“

„Það sem er undarlegast í þessu öllu saman er hvaða tilgangi það þjónar að vera með einhvern trúnað yfir gögnum úrskurðarnefndarinnar. Þetta er opinber nefnd og í sjálfu sér ætti ekki að vera neinn trúnaður yfir því sem Verðlagsstofa er að vinna,“ segir Guðmundur, en þeir sem rætt hefur verið við hjá Verðlagsstofu vegna málsins kannast ekki við að skjalið sem Helgi Seljan vísaði til í umfjöllun sinni hafi verið unnið af stofnuninni. 

Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM.
Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM.

„Það er bara ekki rétt,“ segir Guðmundur um að Verðlagsstofa hafi ekki unnið skjalið. Hann þorir þó ekki að fullyrða um hafi verið að ræða eiginlega skýrslu, en að vissulega hafi verið um að ræða gögn frá Verðlagsstofu sem Úrskurðarnefndin hafi tekið til umfjöllunar. „hvort þetta var skýrsla, maður er nú ekki með harða diskinn svo flottan að maður muni þetta allt saman, en hvort þetta var skýrsla eða ekki skýrsla. Þetta var skjal með verði á fiski sem Samherji var að flytja út,“ segir Guðmundur en bætir því við að Samherji sé ekki eina fyrirtækið sem hafi verið að gera „eitthvað óeðlilegt“ sem Verðlagsstofnun hafi gert athugasemd við. „Þess vegna segi ég það og ítreka að það skuli vera einhver trúnaður yfir gögnum Verðlagsstofnunar og því sem hún er að gera og kemst að, það er stórfurðulegt.“

Telur sig ekki vera að brjóta trúnað

Guðmundur segir að eðlilegast væri ef Verðlagsstofnun myndi birta gögnin, sem hann segir að séu vissulega til. Sjálfum hafi honum borist nafnlausir tölvupóstar og jafnvel hótanir í kjölfar þess að hann fjallaði um óreiðu í verðlagi á fiski á Íslandi, sem hann byggði meðal annars á umræddu skjali frá Verðlagsstofnun, þar sem hann var m.a. minntur á að brot á trúnaði gæti varðað sex ára fangelsi.

„Kannski má segja það í sjálfu sér, að þó ég sé að staðfesta þessa tölu þá tel ég mig ekki vera að brjóta trúnað, og ég veit ekki hvar Helgi fékk þessi gögn, en það er hægt að staðfesta að þetta er rétt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 590,88 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 342,37 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 266,22 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 284,27 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 3.536 kg
Ýsa 2.142 kg
Skrápflúra 523 kg
Langlúra 59 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 6.310 kg
8.1.25 Sæfugl ST 81 Landbeitt lína
Þorskur 2.173 kg
Ýsa 291 kg
Samtals 2.464 kg
8.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.470 kg
Ýsa 311 kg
Steinbítur 200 kg
Karfi 46 kg
Sandkoli 7 kg
Samtals 5.034 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 590,88 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 342,37 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 266,22 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 284,27 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 3.536 kg
Ýsa 2.142 kg
Skrápflúra 523 kg
Langlúra 59 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 6.310 kg
8.1.25 Sæfugl ST 81 Landbeitt lína
Þorskur 2.173 kg
Ýsa 291 kg
Samtals 2.464 kg
8.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.470 kg
Ýsa 311 kg
Steinbítur 200 kg
Karfi 46 kg
Sandkoli 7 kg
Samtals 5.034 kg

Skoða allar landanir »